32 – Rebbasögur 14. aldar
Listen now
Description
Ármann og Gunnlaugur glíma við hugmyndina um „unglegar Íslendingasögur“ og ræða tæknibrellur í Króka-Refs sögu. Getur verið að Hrafnkell Freysgoði hafi líka haft 15. aldar klippingu og hver var Remo Giazotto og hvernig tengist hann Íslendingasögunum? Eru „trúverðugt“ og „sagnfræðilegt“ samheiti? Hefði sonur Gunnlaugs átt að heita Refur? Hvers vegna töldu menn smekk Íslendinga hafa hnignað á 14. öld og hvers vegna eru áheyrendur ekki þegar búnir að lesa allt Kulturhistorisk leksikon?  
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23