Jólaþáttur III - Þessi hnífur á að vera þungur
Listen now
Description
Gunnlaugur og Ármann ræða kvikmyndaaðlaganir norræns miðaldaarfs út frá eigin brigðula minni. Til umræðu eru ást Ármanns á Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, Njáluaðlögun Gunnlaugs með eiturlyfjasöluþema, endasleppur söngvakeppnisframi hans og „unheimlich“ atvik í Danmörku. Einnig Hávamálasiðferðið, áhugaleysi fornmanna á Norðurljósum, gagnrýnin hugsun, táknfræðilegur tilgangur brossins, latar vinnukonur og „willing suspension of disbelief“. Glímt er við spurningar á borð við: Hvernig var að alast upp í heimi án íslenskrar talsetningar? Ber að taka óveður alvarlega? Getur Kirk Douglas verið eldri en faðir sinn? Hvaða kjánum dettur í hug að berjast við eldfjall? Eru allar sögur Amlóðasögur? Þættinum lýkur á ákalli um fleiri fornsagnamyndir. 
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23