39 – Bókablætið og Íslenzk fornrit
Listen now
Description
Íslenzk fornrit eru virðulegasta útgáfa fornsagna og hafa komið út í rúm 90 ár. Í þessum þætti ræða Gunnlaugur og Ármann þennan þjóðrækna bókaflokk sem þátt í viðleitni sinn til að endurvekja bókablæti á Íslandi. Á dularfullan hátt leiðir þetta þá í að ræða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Einnig berst talið að tilraunum Ármanns til að búa til nýja Íslendingasögu og því hvernig Gunnlaugur varð poppakademíker. En hvað eru Íslenzk fornrit og getur talist heilbrigt fyrir tvítug ungmenni að kaupa þær allar? Er það galli á fræðimönnum að vera yfirlætislegir? Hvað varð um Mími 36? Mun Gunnlaugur ná sér í Wide Sargasso Sea? Hvers virði er góð neðanmálsgrein og hvað í fjáranum er rauðavíkingur?
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23