41 – Loki og unglingaveikin
Listen now
Description
Loki kemur við sögu í Snorra-Eddu og eddukvæðum. Hann er guð og ekki guð, karl og kona, jötunn en þó ekki, stundum í hryssulíki og getur breytt sér í flugu og lax. Margt á Loki sameiginlegt með Óðni – en var hann heimsendaguð eða kannski skólafélagi Gunnlaugs? Og í hvaða höfuðátt búa jötnarnir? Eru Loki og Útgarða-Loki sama veran? Skrópaði tröllkonan Þökk í lýðveldiskosningunum 1944? Er letin kannski mjög jákvæð? Um hvað eru íslenskar bókmenntir fyrri alda heimildir, er sögnin „hrauna“ ofnotuð, hefði Snorri Sturluson þurft ritstjóra og hvað finnst Ármanni um Marvel-myndirnar? Talið berst líka að keðjubréfum, mótþróa unglinga, Hárbarðsljóðum, Þrymskviðu, Erich von Däniken, fullorðinsmáli og barnamáli, covidárunum, utanlandsferðum Ármanns og fólki sem kemur til hans með „glænýjar“ kenningar frá 18. öld um bókmenntir fyrri alda.
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23