43 – Dularfullu bréfin
Listen now
Description
Gunnlaugur og Ármann ræða Snorra Sturluson sagnaritara og bróðurson hans Sturlu Þórðarson en Sturla er helsta heimildin um víg Snorra í september 1241 og segir ólíkt frá því í Hákonar sögu og Íslendinga sögu í Sturlungusafninu. Talið berst einnig að hlýjum mánuðum, orðheldni jarla, Ólafi krónprins, ríkum ekkjum, mildi aldraðs fólks, ráðstefnudólgum og merkingu orðanna út og utan. En hver voru hinstu orð Snorra Sturlusonar? Hvað stóð í bréfum Hákonar konungs? Hvað voru Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi að ræða á Kili? Var arfur Klængs Bjarnarsonar ástæðan fyrir vígi Snorra? Hversu beiskur var Árni? Er hægt að byggja á vitnisburði manns sem heitir Arnfinnur Þjófsson? Voru Eyvindur brattur og Árni óreiða alvöru menn og var fallega gert að nefna son sinn Órækju?
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23