44 – Bárðar saga og miðaldasagnfræðin
Listen now
Description
Gunnlaugur og Ármann ræða hina lítt þekktu Bárðar sögu Snæfellsáss sem hefur öll helstu einkenni sagnfræðirita en er misskilin í nútímanum vegna fjölda annarsheimsvætta og vegna þess að nútímafræðimenn meta stundum miðaldarit vegna þess hversu vel þau falla að heimsmynd nútímans. Eins kemur fram að Bárðarsöguhöfundur einn skilur muninn á risa og trölli. Þá er rætt um náttúrunafnakenninguna, vinsældir hlaðvarpsins í heiminum, hinn ástsæla Kim Il Sung, söngvarann Erling Ágústsson, ferð Ármanns á Dofrafjöll og kramið sem getur verið erfitt að falla í. En er Bárðar saga Ghost 14. aldar? Eru eplakvöldin ennþá til? Eru Gunnlaugur og Ármann dvergar á herðum risa og hvor er þá Gimli? Hvers vegna í ósköpunum tók Bárður tvö tröll með sér til Íslands? Hvað gerði hann í Dritvík? Er hann góður faðir? Er raunsæislegt á miðöldum ekki bara það sama og vel skrifað? Eru falskar orðsifjar og stafabrengl ekki hin ágætustu vísindi? Hver var kallaður rex perpetuus Norvegiae og hvað er Rauðgrani að gera í þessari sögu? Mynduð þið nefna börnin ykkar Dumb eða Flaumgerði?
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23