46 – Elskið friðinn, strjúkið orðskviðinn
Listen now
Description
Gunnlaugur og Ármann fá Vigdísi Hafliðadóttur sem eitt sinn var fyndnasti háskólaneminn í heimsókn og þau ræða orðskviði og almennan fróðleik í Grettis sögu og Hávamálum. Vigdís reynir að stela titlinum „rödd almennings“ frá Gunnlaugi þó að hún sé með BA-próf í heimspeki og síðan ræða þau þriggjadísabækling, Mjallhvíti og Lenín, kviksetningu, bitlinga Hallgerðar, kómíska talgalla, sundvenjur og hvaða Davíð keypti ölið. En er hægt að treysta einlægni? Er fólki um þrítugt óhætt að sækja endurmenntunarnámskeið? Er gott að jórtra á hefndinni? Getur grín höfðað til allra? Er hægt að vera vinur þrælsins síns? Hvað varð um hinn heilbrigða milliveg í bólusetningarefa? Hvenær lýkur heimboði? Má gefa annarra manna börnum að borða? Væri Grettir skólaskotmaður ef hann væri ungur Bandaríkjamaður? Er Gunnlaugur persóna í Ævisögu séra Árna Þórarinssonar? Er Matthías fyndið nafn? Og hvað með allt vesalings fólkið sem drepur fólk en enginn þekkir?
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23