Erfingjar spámannsins og heillandi loddarar
Listen now
Description
Hamzah, krónprins Jórdaníu hefur sagt af sér embættinu, ef embætti skyldi kalla. Prinsinn er hálf bróðir Abdullah konungs, en faðir þeirra, Hussein konungur, var við völd í hálfa öld. Þótt Hamzah vilji ekki lengur vera krónprins, er hann þó enn á sínum stað í röð ættmenna spámannsins Múhammeðs. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda útskýrir þetta flókna mál í fyrri hluta þáttarins. Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við allt afþreyingarefnið; hverja bíómyndina, hlaðvarpsseríuna, Netflix-þáttaröðina, heimildarmyndina og bókina á fætur annarri, um þá sem svíkja, ljúga og blekkja, villa á sér heimildir, nýta sér góðmennsku eða veika stöðu, eða bara mennsku annarra til að fá sínu framgengt, fá eitthvað í staðinn - oftar en ekki peninga - og á það til að lifa æði hátt fyrir annarra manna fé. Þetta sýna sjónvarpsþættir á borð við Bad Vegan, Tinder Swindler, Inventing Anna og The Dropout, hlaðvörp eins og Doctor Death, Catfish, The Shrink Next Door og Dirty John - sem reyndar er nú líka orðið að leikinni þáttaröð á einhverri streymisveitunni - og svona mætti lengi telja. En hvað er það við þessa tegund glæpa og glæpamanna sem heillar? Selur? Er það tilfellið að loddarar leynist á hverju horni, eða höfum við sérstaklega gaman af sögum þeirra? Við spyrjum Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri út í loddarana og svikahrappana í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22