Gagnaver og mikilvægur landsleikur
Listen now
Description
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýji veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í einu? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins og þáttastjórnandi UT hlaðvarpsins Ský, ræðir við okkur um gagnaver í tæknispjalli dagsins. Við bregðum út af vananum í Hádeginu í dag og tökum okkar vikulega íþróttaspjall á fimmtudegi, enda tilefnið ærið. Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur mikilvægan leik í undankeppni HM 2023 í dag. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad í Serbíu og getur komist í efsta sæti undanriðilsins, upp fyrir Holland. Við spáum í spilin fyrir leikinn og möguleika Íslands á sæti á heimsmeistaramótinu með Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22