Yfirvofandi hungursneyð og lífið í nýrri veröld tölvuleikja
Listen now
Description
Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft margvísleg áhrif á heiminn en eitt sem oft gleymist er að hún er að byrja að valda nýrri og vaxandi hungursneyð á heimsvísu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að útlitið hafi aldrei verið svo svart frá því að stofnunin var sett á laggirnar fyrir rúmum þremur áratugum. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður ræðir um yfirvofandi matarskort og hungursneyð vegna innrásarinnar. Hvað gerist þegar hundruð þúsunda alls staðar að úr heiminum safnast saman í nýrri veröld - segjum bara geimnum til dæmis - þar sem ekkert er að finna nema óunnin hráefni og auðlindir, þar sem engar reglur eða lög gilda og framtíðin er óskrifað blað? Hvernig er ákveðið hvaða reglur eigi að gilda? Hver eigi að stjórna, eða hverjir? Hvernig refsa eigi þeim sem gera á hlut annarra? Hvernig myndi hagkerfi slíks heims líta út? Hvaða áhrif hefur lögleysan á mannlegt eðli? Hvernig verður sagan skrifuð? Þessum og fleiri spurningum er svarað daglega í heimi CCP tölvuleikjarins Eve online sem gefin var út fyrir um áratug og hundruð þúsunda spila. Og Bergur Finnbogason kann svörin sem listrænn stjórnandi leiksins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22