Musk kaupir í Twitter og íslenska fótboltasumarið
Listen now
Description
Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, keypti, í byrjun mánaðar, 9,2% hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Kaupverðið var rétt tæpir þrír milljarðar Bandaríkjadala eða það sem nemur um 370 milljörðum króna. Eftir kaupin er Musk, sem hefur lengi verið virkur notandi samfélagsmiðilsins, stærsti hluthafinn í félaginu. En hver er baksagan? Af hverju að kaupa bréf í Twitter? Og af hverju skipta kaupin máli? Hvað er í vændum hjá Twitter? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins og þáttastjórnandi UT hlaðvarps Ský, svarar því í tæknispjalli á föstudegi. Íslenska fótboltasumarið er hafið, en keppni í Bestu deild karla hófst í vikunni og er fyrstu umferð lokið. Keppni í Bestu deild kvenna hefst svo á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirkomulag þessarar efstu deildar í ár er með öðru sniði en venjulega karlamegin, en leikin verður þreföld umferð. Við spáum í spilin með Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamanni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22