Stýrivaxtaákvörðun væntanleg og rússneskt gas
Listen now
Description
Þann 9. febrúar hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um 0,75 prósentustig, í ljósi vaxandi verðbólgu. Þá spáði bankinn um 5 prósenta verðbólgu út árið. Nú hins vegar, mælist verðbólgan 7,2 prósent og hefur farið vaxandi í hverjum mánuði frá því í ágúst. Þá hefur verðbólgan ekki verið meiri síðan í maí 2010. Það á eftir að koma í ljós hvernig Seðlabankinn bregst við stöðunni en von er á nýrri stýrivaxtaákvörðun frá Peningastefnunefnd í næstu viku. Magdalena Anna Torfadóttir, sérfræðingur Hádegisins í efnahagsmálum og blaðamaður á Fréttablaðinu, ræðir við okkur um hugsanleg viðbrögð Peningastefnunefndar, í fyrri hluta þáttarins. Rússneski orkurisinn Gazprom, sem er í eigu þarlendra stjórnvalda, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með deginum í dag, og skrúfað yrði fyrir gasleiðslur til landanna. Ástæðan, segja rússnesk stjórnvöld, er samningsbrot, en Rússar hótuðu því í upphafi stríðsins að Rússland myndi skrúfa fyrir gasið til þeirra Evrópuríkja sem neituðu að gera upp í rúblum. Flest hafa ríkin neitað að ganga að þeirri kröfu, þar á meðal Pólland og Búlgaría. Guðmundur Björn kynnir sér málið í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22