Nýr leiðtogi Hong Kong og 9. maí fagnað í Rússlandi
Listen now
Description
John Lee, fyrrverandi öryggisráðherra Hong kong, var í gær kjörinn æðsti embættismaður borgarinnar. Kjörið, sem fór fram fyrir luktum dyrum, var í höndum sérstakrar kjörnefndar og Lee var eini frambjóðandinn. Hann tekur nú við af Carrie Lam sem sinnt hefur embættinu frá 2017. Margir óttast að með kjöri Lee, sem er dyggur stuðningsmaður Kínastjórnar og fór fyrir róttækum aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælum lýðræðissinna 2019, nái kínversk stjórnvöld að auka enn á völd sín í Hong kong. En Kínastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að herða stjórnartaumanna í Hong kong, sem á að miklu leyti að fá að vera sjálfstjórnarhérað fram til ársins 2047, samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja um yfirráð yfir Hong kong frá 1997. Við kynnum okkur John Lee og stöðuna þar í borg í fyrri hluta þáttarins. Þann níunda maí ár hvert er mikið um dýrðir í Rússlandi, en þá fagna Rússar því að á þessum degi 1945, sigruðu Rússar nasista í síðari heimsstyrjöld - og þessum blóðugustu átökum mannkynssögunnar lauk formlega. Dagurinn er mikilvægur fyrir Rússa, og fyrir einhverjum vikum var búist við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi lýsa yfir sigri í stríðinu í Úkraínu í dag. Hann ávarpaði þjóð sína í morgun, en það gerði Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu líka. Guðmundur Björn fjallar um 9. maí og ræður forsetanna tveggja, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22