Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini
Listen now
Description
Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þau hafa tileinkað sér, sem snýst meðal annars um um að safna, rækta og vinna úr matvælum úr landskika sínum, Skyggnissteini í Bláskógabyggð. Viðtal við hjónin á Skyggnissteini: https://www.bbl.is/frettir/aetigardur-i-uppsveitunum Þau hafa einnig verið að deila þekkingu sinni á ýmsan hátt, m.a. með því að útbúa æt listaverk í almannarými borgarinnar. Dagný mun vera með leiðsögn um eitt af þeim verkum nk. sunnudag, 27.júní kl. 13. Í þessu spjalli förum við um víðan völl í umræðu um fæðuöryggi einstaklings og heimilisins, ræðum m.a. um hraukbeð, vistrækt, fullnýtingu afurða, möguleika og raunsæi heimaræktunar í nútímasamfélagi. Viðburðurinn "Eitthvað til að bíta í": https://www.facebook.com/events/197954545564812
More Episodes
Í þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu. Hún ræðir um tungumálið frá ýmsum áhugaverðu sjónarhornum, hvort alltaf hafi verið öruggt að íslenskan héldi velli og ástæður þess að svo fór. Eins setur hún stöðu íslenskunnar...
Published 03/09/22
Lífshlaupið er leikur sem stendur yfir milli fyrirtækja og einstaklinga í febrúarmánuði. Þetta ár, 2022, er engin undantekning frá fyrri árum og má því segja að hér sé um að ræða árlegan viðburð. Aðalsteinn Sigurgeirsson lítur á lífshlaupið frá nýju sjónarhorni þar sem skógur spilar heldur betur...
Published 02/21/22