Episodes
Nýjum þætti Flórunnar hefur verið kastað í loftið á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þessu sinni fjalla Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda um agúrkur, gúrkur eða ullullur. Samkvæmt skilgreiningum grasafræðinnar mun agúrkan vera ber, sem hægt er að nota við risvanda og sem strokleður.
Published 07/05/21
Bjórbræðurnir Höski og Stefán fóru og hittu hann Sigga hjá RVK bruggfélagi á nýja veitingastað félagsins á Snorrabraut. Viðeigandi að þetta var áður ein vinsælasta áfengisútsala ÁTVR, en það er önnur saga. Sigurður Pétur Snorrason, eða Siggi eins hann er alltaf kallaður, fór með strákunum yfir sögu RVK Brewing brugghússins og ræddi ný verkefni. Þá voru kranar og dósir vitanlega ekki langt undan. Hér var smakkað: Hnoðri SIPA Verum bara vinir Skuggi Porter Holt Brett Ale Keisarinn Tripel IPA
Published 06/30/21
Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þau hafa tileinkað sér, sem snýst meðal annars um um að safna, rækta og vinna úr matvælum úr landskika sínum, Skyggnissteini í Bláskógabyggð. Viðtal við hjónin á Skyggnissteini: https://www.bbl.is/frettir/aetigardur-i-uppsveitunum Þau hafa...
Published 06/24/21
Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021. Saga - tímarit Sögufélags kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Auk Kristínar Svövu ritstýrir Vilhelm Vilhelmsson Tímaritinu Sögu. Þetta fyrsta hefti 2021 er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Grein Barts Holterman byggir á ítarlegri einsögulegri rannsókn á vitnisburði sem kom fram fyrir dómi í...
Published 06/21/21
Inkakorn, eða kínóa, er umfjöllunarefni Vilmundar og Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Flórunni. Þessi Suður-Ameríska undrajurt hefur gengt mikilvægu hlutverki sem matjurt í meir en 5000 ár. Fjallað er um sögu hennar og víðtæk áhrif, ræktun erlendis og hérlendis um leið og spiluð eru hljóðbrot af misbærilegum lögum þar sem plantan ber á góma.
Published 06/18/21
Sumarið er tíminn söng maðurinn. Og það er alveg rétt. Sumarið hefur fært okkur þónokkra sumarbjóra sem hér eru smakkaðir. Strákarnir ræða saman um Norðurlandið og hvernig Stefán mun taka N1 mótið í sumar. Þá eru bjórhátíðir sumarsins ræddar lítið eitt ásamt því að baráttunni um netverslanirnar er gerð skil. Smökkun dagsins: Sundsprettur frá Segli 67 Ölverk Cuexcomate sumarbjór Fá Cher til að ná sér frá Smiðjunni Vík Ferskjur á kantinum sumar-hefeweizen frá Böl Brewing Bríó de Janeiro nr. 89...
Published 06/15/21
Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs. Umræðuefnið er birki og söfnun birkifræs. Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum. Næsta haust verður efnt til nýs átaks. Markmiðið er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k....
Published 06/09/21
Krummi Björgvinsson settist í kántrístólinn að þessu sinni og fór yfir áhrifavalda sína í kántríheiminum en hann er alinn upp við tónlistarstefnuna frá blautu barnsbeini. Síðastliðin ár hefur hann færst æ meira yfir í kántrítónlist og á næstu dögum fer hann hringferð um landið, sem nefnist Á vegum úti, til að kynna nýtt efni frá sér í kántrístíl. Þar að auki fara Drífa og Erla yfir upphaf kántrítónlistar vestanhafs og yfir í tímabil útlaganna.
Published 06/07/21
Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt - byrjað á óáfengum bjórum og svo fara strákarnir Höskuldur og Stefán um allar koppagrundir. Löng umræða um vefverslanir með áfengi, smá spjall um bjórhátíðir og sitthvað fleira. Hér er smakkað: Ylfa, óáfengur bjór frá Borg brugghúsi Kjartan, Kombucha frá Borg brugghúsi Lady Brewery Dream Baby Dream NEIPA Lady Brewery Dr. Schepsky's Passion Fruit Sour frá Ægi...
Published 05/31/21
Gestur ellefta þáttar Blöndu er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á síðasta ári kom út bók eftir Sverri hjá forlaginu Palgrave Macmillan sem ber heitið The Varangians: In God's Holy Fire. Þar rekur Sverrir sögu norrænna manna í austurvegi og varpar nýju ljósi á ýmislegt í þeim efnum. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
Published 05/26/21
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við sama verkefni hér, en beinir sjónum sínum að kynjasögu og sambúð hennar við kvennasögu á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna -...
Published 05/25/21
Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við...
Published 05/20/21
Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Nú hafa tæplega fimm þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun þar sem því er mótmælt að greining leghálssýna hafi verið flutt úr landi. Erna Bjarnadóttir er viðmælandi Áskels Þórissonar í þættinum Skeggrætt en hún er ein þeirra sem hefur leitt Fésbókarhópinn „Aðför að heilsu kvenna“. Svo virðist sem ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning sýnanna úr landi...
Published 05/20/21
Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, er gestur Blöndu að þessu sinni. Hjalti skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Átökin um útförina“, en þar fjallar hann um heimagrafreiti á Íslandi á 20. öld.
Published 05/17/21
Í áttunda þætti Blöndu segir Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur frá doktorsritgerð sinni sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið "The Scientific-Military State, Science and the Making of American Government, 1776-1855". Sveinn færir þar rök fyrir því að bandarískir ráðamenn hafi nýtt sér vísindi og tækni við uppbyggingu alríkisins í ríkara mæli en áður hefur verið talið.
Published 05/17/21
Í sjöunda þætti Blöndu kemur Kristín Svava Tómasdóttir, annar ristjóra Sögu, og ræðir við Markús Þórhallsson og Jón Kristinn Einarsson um innihald haustheftis Söguauk. Auk þess er spjallað um tímaritið í fortíð og framtíð. Í haustheftinu 2020 eru þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar um réttarstöðu kvenna vegna...
Published 05/17/21
Jæja, það er komið sumar. Loksins. En það er enn COVID, þó það sjái fyrir endann á því. Strákarnir fara hér aðeins yfir stöðuna og fókusa á sumarbjórana. Smá umræða um allar netverslanirnar sem hafa sprottið upp að undanförnu. Í þættinum er þetta á smakkseðlinum: Slip frá Smiðjunni í Vík 10 Beers Cream Ale nr. C29 Frá Borg Brugghúsi Sólstingur – Segull 67 Hey Kanína nr. C22 IPL frá Borg Brugghúsi Er of snemmt að fá sér? Frá Smiðjunni í Vík Sólveig nr. 25 hveitibjór frá Borg Brugghúsi Sömmer...
Published 05/14/21
Að þessu sinni kemur Sverrir Björn Þráinsson, umsjónarmaður kántrítónlistarsíðunnar „Sveitatónlist á Facebook,“ í stúdíó til þeirra Erlu Gunnarsdóttur og Drífu Viðarsdóttur. Hann segir hlustendum frá ástríðu sinni fyrir sveitatónlist sem hann hefur borið í brjósti frá unga aldri. Sverrir hefur átt viðburðaríka ævi og fer sínar eigin leiðir við að elta drauma sína. Einnig fjalla Drífa og Erla um barnastjörnur í kántríinu og tónlistarmenn sem hafa fetað í fótspor forfeðra sinna í þessari...
Published 05/14/21
Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu...
Published 05/12/21
Í sjötta þætti Blöndu ræðir Dr. Áslaug Sverrisdóttir við Markús Þórhallsson og Jón Kristin Einarsson um bók sína Handa á milli. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013. Áslaug segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum vel á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og því hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á landi. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og...
Published 05/11/21
Árið 2018, þegar öld var liðin frá fullveldi Íslands, kom út bókin Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, eftir Gunnar Þór Bjarnason út hjá Sögufélagi. Markús og Jón Kristinn tóku Gunnar Þór tali um atburðarásina sem leiddi að sambandslagasamningnum 1918, merkingu hugtaksins fullveldi og hið örlagaríka ár 1918. Jafnframt var rætt við Gunnar Þór um spænsku veikina, en hann er höfundur bókar um þá skæðu pest.
Published 05/11/21
Í fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kvennabaráttu á tuttugustu öld. Kvennakórnum Kötlu og stjórnendum hans Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur eru færðar þakkir fyrir afnot af laginu Áfram stelpur í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Blanda er framleidd af...
Published 05/07/21
Í þessum þætti fá Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson til sín Sumarliða R. Ísleifsson, en hann hefur ritað bókina Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland - Viðhorfasaga í þúsund ár. Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Báðar hafa þessar eyjar verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli. Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið...
Published 05/07/21
Útgáfa Sögufélags er býsna fjölbreytt. Í þessum þætti er fjallað um bækur sem komu út á síðasta ári. Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í heila öld, Handa á milli segir sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013, Í fjarska norðursins færir okkur viðhorf sem hafa verið erlendis til tveggja eyja á jaðrinum, Íslands og Grænlands, í heila þúsöld, og fimmta bindi Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Umsjónarmenn eru sagnfræðingarnir Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson.
Published 05/07/21
Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni. Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York. Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í...
Published 05/07/21