Episodes
Published 06/02/21
Published 06/02/21
Hvernig hljómsveit er sinfóníuhljómsveit? Hvernig tónlist spilar hún? Hvernig meistari er konsertmeistari? Til hvers er þetta prik sem stjórnandinn sveiflar framan í hljóðfæraleikarana? Hvað eru margir í sinfóníuhljómsveit? Við fáum svör við öllum þessum spurningum og fleirum til í þessum þætti. Við heyrum líka allskonar tónlist sem sinfóníur spila, hittum konsertmeistara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kynnumst hljóðfærafjölskyldunum. Sérfræðingur þáttarins: Sólrún Ylfa...
Published 06/02/21
Published 05/26/21
Hvað er raftónlist? Er hægt að gera tónlist án þess að snerta hljóðfæri? Hvað þýðir analog, digital og midi? Hvernig flytja raftónlistarmenn tónlistina sína á tónleikum? Er hægt að nota hvaða hljóð sem er í raftónlist? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða raftónlist. Sérfræðingur þáttarins er Daði Freyr Pétursson, raftónlistarmaður Hugleiðingar um raftónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar 2019. Umsjón: Ingibjörg...
Published 05/26/21
Published 05/19/21
Hvað er rokktónlist? Þarf að hafa sítt hár til að geta talist rokkari? Hvernig hljóðfæri eru í rokkhljómsveit? Hvað er riff? Hvernig eru rokklög gerð? Afhverju spila rokkarar svona hátt? Og hvaða suð er þetta sem maður heyrir alltaf á rokktónleikum? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða rokktónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hrafnkell Örn Guðjónsson, rokktrommuleikari Hugleiðingar um rokktónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Þátturinn var upphaflega á...
Published 05/19/21
Published 05/12/21
Hvað er popptónlist? Hvers vegna er popptónlist vinsælasti tónlistarstíllinn í útvarpi? Hvers konar hljóðfæri eru algengust? Hverjir eru frægustu popparar eða popphljómsveitir allra tíma? Um hvað er popptónlist? Og hvers vegna í ósköpunum heitir þetta popp....tónlist? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða popptónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hildur Kristín Stefánsdóttir, popptónlistarkona Hugleiðingar um popptónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla....
Published 05/12/21
Published 05/05/21
Hvað er jazztónlist? Hvað þýðir eiginlega að taka sóló yfir standard með compi? Hvenær varð jazztónlist til? Hvað er skattsöngur? Eru jazztónlistarmenn hröðustu tónlistarmenn í heimi? Hver er frægasti jazztónlistarmaður sögunnar? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða jazztónlist. Sérfræðingur þáttarins er Anna Gréta Sigurðardóttir, jazzpíanóleikari Hugleiðingar um jazztónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Þátturinn var upphaflega á dagskrá í janúar...
Published 05/05/21
Published 04/28/21
Þetta er sagan um Egil Skallagrímsson. Hann tilheyrir kynslóð fyrstu Íslendinganna. Saga hans er skrifuð í Egilssögu sem er ein sú elsta af Íslendingasögunum. Hún er spennandi, ævintýraleg, full af víkingum, bardögum, ferðalögum, göldrum...og ljóðum! Egill var erfitt barn sem hataði að tapa og reiddist fljótt. Hann var þriggja ára þegar hann laumaðist í partý sem hann mátti ekki fara í, sjö ára þegar hann lenti í hræðilegum slag og tólf ára þegar hann keppti við pabba sinn í íshokkí...með...
Published 04/28/21
Þetta er sagan um Egil Skallagrímsson. Hann tilheyrir kynslóð fyrstu Íslendinganna. Saga hans er skrifuð í Egilssögu sem er ein sú elsta af Íslendingasögunum. Hún er spennandi, ævintýraleg, full af víkingum, bardögum, ferðalögum, göldrum...og ljóðum! Egill var erfitt barn sem hataði að tapa og reiddist fljótt. Hann var þriggja ára þegar hann laumaðist í partý sem hann mátti ekki fara í, sjö ára þegar hann lenti í slag og tólf ára þegar hann keppti við pabba sinn í íshokkí...með hræðilegum...
Published 04/28/21
Published 04/21/21
Þetta eru sögur af krökkum sem eru að breyta heiminum. Í dag. Núna. Þetta eru þau Malala Yousafzai frá Pakistan, stelpan sem lét ekki einu sinni byssukúlu í höfuðið stöðva sig í að sækja sér menntun og hvetja aðrar stelpur til að gera slíkt hið sama, Timoci Naulusala frá Fiji sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á heimkynni sín og berst fyrir aðgerðum sem skipta máli, Greta Thunberg frá Svíþjóð sem einnig berst fyrir umhverfið og þorir segja það sem segja þarf við fullorðna, forseta og annað...
Published 04/21/21
Þetta eru sögur af krökkum sem eru að breyta heiminum. Í dag. Núna. Þetta eru þau Malala Yousafzai frá Pakistan, stelpan sem lét ekki einu sinni byssukúlu í höfuðið stöðva sig í að sækja sér menntun og hvetja aðrar stelpur til að gera slíkt hið sama, Timoci Naulusala frá Fiji sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á heimkynni sín og berst fyrir aðgerðum sem skipta máli, Greta Thunberg frá Svíþjóð sem einnig berst fyrir umhverfið og þorir segja það sem segja þarf við fullorðna, forseta og annað...
Published 04/21/21
Published 04/14/21
Þetta er sagan af Tilly Smith, breskri stelpu sem breyttist í hetju á einu andartaki á annan í jólum árið 2004. Hún var stödd með fjölskyldu sinni á strönd í Taílandi þegar risavaxin skjálftaflóðbylgja skall á ströndinni og skildi eftir sig mikla eyðileggingu og dauða. Tilly tókst að bjarga fjölskyldunni sinni og öllum á hótelströndinni frá flóðbylgjunni, en hvernig? Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Published 04/14/21
Published 04/07/21
Þetta er sagan af Idu Lewis, hugrökkustu stelpu Ameríku, eins og margir hafa kallað hana. Hún fæddist á nítjándu öld og bjó á eyju í Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem pabbi hennar var vitavörður. Fjórtán ára var hún orðin þekkt sem besta sundkona svæðisins og var líka frábær í að róa árabát. Hún fylgdist vel með umferðinni í höfninni og var fyrst á staðinn ef einhver lenti í háska. Við heyrum af hennar frægustu björgunarafrekum þar sem hún náði, ein síns liðs, að bjarga ótalmörgum...
Published 04/07/21
Published 03/31/21
Þetta er sagan af Wolfgang Amadeus Mozart, stráknum sem skrifaði nafn sitt rækilega á spjöld sögunnar þegar hann var krakki, sem eitt merkilegasta undrabarn tónlistarsögunnar og síðar meir sem fullorðið tónskáld. Það eru mjög góðar líkur á því að þú þekkir fleiri en eitt verk eftir Mozart, hafir jafnvel spilað eða sungið tónlist eftir hann eða sofnað við vögguvísu eftir hann þegar þú varst lítið barn. En vissir þú að Mozart var átta ára þegar hann samdi sína fyrstu sinfóníu? Í ljósi...
Published 03/31/21