Episodes
Við erum ansi heppin hér á landi með úrval hundaíþrótta þrátt fyrir lítið samfélag. Það er mikill kraftur í mörgum ólíkum deildum, bæði innan HRFÍ og utan þess þar sem íþróttir og lífstílsvinna er í boði í formi námskeiða, prófa eða einfaldlega félagsskaps. Við fórum yfir allt mögulegt sem í boði er í þessum þætti! 
Published 08/17/21
Published 08/17/21
Gelding rakka er alltaf reglulega til umræðu víðs vegar í hundasamfélaginu. Hversu snemma er of snemmt? Lagar þetta raunverulega hegðunarvandamál? Breytist geðslagið í hundinum mínum?  Allt þetta og meira til í þætti vikunnar! 
Published 08/10/21
Er þessi "5 mínútur fyrir hvern mánuð" regla sönn? Er ég og sein að byrja að þjálfa hundinn í hlýðni hálfs árs gamlan? Hvað má útivistin vera löng?  Við ræðum þetta og fleira í þætti vikunnar þar sem þjálfun ungra hunda var rædd í þaula! 
Published 08/03/21
Það er alltaf eitthvað sem maður hefði viljað vita fyrr þegar það kemur að uppeldi hunda, og hér eru nokkrir þættir sem við hefðum glaðar vilja vita áður en við tókum við hundunum okkar sem hvolpum! 
Published 07/27/21
Það er fátt skemmtilegra en að leyfa hundunum okkar að hitta vini sína, en geta allir hundar verið vinir? Þurfa allir hundar að vera vinir? Er í lagi að eiga hund sem vill ekki heilsa, og jafnvel geltir á aðra hunda?  Umræðuefni þáttarins er akkúrat þetta, þurfum við að leyfa hundunum okkar að hitta alla, og getum við verið að valda öðrum vandræðum og jafnvel stórum erfiðleikum ef við göngum upp að næsta hundi án leyfis?
Published 07/20/21
Í þessum þætti tókum við fyrir fyrstu hundabókina en vonandi verða þættir sem þessir fleiri enda alltaf gaman að grúska í góðum bókum!  Í þetta skipti tókum við fyrir bókina Meet Your Dog en bókin tekur saman LEGS leiðarann sem hjálpar okkur að líta réttum augum á þarfir og hegðun hundsins okkar frá fjórum mismunandi þáttum sem hafa áhrif á hann.  Eitthvað sem allir hundaeigendur ættu að hafa á bak við eyrað! 
Published 07/13/21
Í þætti vikunnar tókum við saman litlar er mjög mikilvægar lífreglur sem gott er að hafa í huga frá upphafi uppeldisins og gott er að minna sig á reglulega í gegnum æviskeið hundsins! 
Published 06/26/21
Í þætti vikunnar förum við yfir allt sem tengist undirbúningi dýralæknaheimsókna, tíðni þeirra og almennri "viðhaldsskoðun" hundanna okkar. Við ræðum það hvernig við getum gert heimsóknina bærilegri fyrir dýr og menn, tilgang bólusetninga, ormalyfja og árlegra vitjana. 
Published 06/20/21
Nú klárum við yfirferðina yfir tegundirnar en í þessum þætti förum fyrir yfir sögu og einkenna hundanna í grúppum 7-10. Sem fyrr förum við einnig yfir einkennandi þjálfunaratriði þessara hunda. 
Published 06/11/21
Í kjölfar þáttarins um það hvernig hundar læra ákváðum við að taka dýpri umræðu um virka skilyrðingu, möguleikana fjóra til þess að styrkja eða letja hegðun og hvernig virk skilyrðing er notuð við þjálfun, óháð því hvaða þjálfunarfræði fólk aðhyllist. 
Published 06/05/21
Í þættinum förum við í stuttu máli yfir sögu hundasýninga og tilgang þeirra, bæði fyrir hundana, eigendur þeirra og ræktendur. Við segjum frá sögu HRFÍ og FCI í stuttu máli, förum yfir þá þætti sem skoðaðir eru í ræktunardómi og segjum frá því hvað þarf að gera til þess að hundur fái þennan eftirsótta titil: Besti hundur sýningar. 
Published 05/29/21
Eftir þáttinn þar sem við fórum yfir hvernig hundar læra þótti okkur tilvalið af kafa dýpra ofan í klassíska skilyrðingu enda er hún stór mótunarþáttur í hegðun hundanna okkar. Við ræðum hvernig klassísk skilyrðing virkar, hvernig hún getur bæði komið frá okkur og umhverfinu og hvernig hundurinn okkar getur jafn vel klassískt skilyrt okkur! 
Published 05/27/21
Við skiptum umræðunni um tegundahópana í 3 þætti og nú birtum við 2. þáttinn.  Grúppur 4 - 6 er spor og grefilhundar ásamt spitz og íslenska fjárhundinum. hér förum einkenni þeirra, sögu og hvaða vandamál geta mögulega komið upp við þjálfun. 
Published 05/22/21
Þættirnir koma ört út núna hjá okkur í fyrstu en í þessum þætti ætlum við að fara yfir sögu, helsti einkenni og möguleg vandamál hunda í tegundahópum 1- 3. Hver hundur er einstakur vegna umhverfisáhrifa sem hann hefur orðið fyrir í gegnum líf sitt, en genin og framræktun hverrar tegundar og hvers tegundahóps leggur alltaf grunnstefið að því hvernig hund við eignumst þegar við veljum okkur hundategund.  Von er á fleiri þáttum um hina tegundahópana! 
Published 05/19/21
Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ætlum við að skyggnast inn í heila hundsins og læra um þau hugtök sem ramma inn hvernig hundar (og aðrar lífverur líka) læra og hvernig hegðun þeirra mótast.   
Published 05/15/21
Að baki hlaðvarpinu Hundsvit standa tvær vinkonur sem báðar brenna fyrir því að auka aðgengi að þekkingu, upplýsingum og uppbyggingu samfélags meðvitaðra hundaeigenda. 
Published 05/07/21