S2:Þ1 „Bókin seldist vel og konur voru þakklátar og líka fullt af körlum“ - Hulda Tölgyes og Haukur Bragason
Listen now
Description
Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins kom út í lok nóvember í fyrra. Bókina skrifaði ég ásamt Huldu Tölgyes sálfræðingi og í nánu og góðu samstarfi við ritstjórann okkar, Hauk Bragason. Haukur hélt að hann þyrfti mest að passa að tóna okkur niður, passa að við værum ekki of róttæk, reið og stuðandi, en var í raun farinn að þurfa að tóna okkur upp.  Í þessum þætti gefum við innsýn í ferlið á skrifunum, segjum frá því hvernig bókin þróaðist, segjum frá upplifun okkar af ofsafenginni en innihaldslausri gagnrýni og hvernig taugakerfi Huldu hrundi eftir að skrifunum lauk.  Þátturinn er aðgengilegur öllum og án auglýsinga vegna bakhjarla Karlmennskunnar sem styrkja mánaðarlega í gegnum thridja.is/styrkja.    Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Þriðja.is Viðmælendur: Hulda Tölgyes og Haukur Bragason Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
More Episodes
Published 04/07/24
Sara Cervantes er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Sara gefur innsýn í reynsluheim einstaklings sem reynir að aðlagast íslensku samfélagi en mætir ýmsum kerfisbundnum hversdagslegum og formlegum hindrunum.  Við Sara hittumst fyrst á fræðslufundi á...
Published 10/28/23
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands og hefur stundað rannsóknir á kennslukonum og kennslukörlum, rýnt í stöðu drengja í skólum og ásamt mörgu öðru skrifað bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi sem er brautryðjendaverk um...
Published 09/21/23