Episodes
TW: Þátturinn inniheldur lýsingar um kynferðisofbeldi. Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bjarki er doktor í stjórnmálasálfræði og starfar sem lektor við Háskólann á Bifröst. Í þættinum fræðumst við um hugtakið incel, hvernig það varð til og hvernig það hefur þróast í gegnum tíðina. Bjarki segir okkur frá afleiðingum þess að tilheyra incel og hvernig megi bera kennsl á þá sem tilheyra þeim hópi. Að lokum fer hann yfir forvarnir og meðferðarúrræði.
Published 06/25/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum förum við yfir kenningar um hvað draumar og martraðir eru og nýjustu rannsóknir á þeim, hvaða tilgangi draumar þjóna, útskýrum svefnrofalömun (e. sleep paralysis) og næturtrylling (e. night terrors) og förum yfir hvaða meðferðir eru í boði til að takast á við martraðir.
Published 05/21/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Gunnlaugur er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sérhæfir sig í ýmsum kvíðaröskunum eins og þráhyggju- og árátturöskun, heilsukvíða, ofsakvíða og félagskvíða. Í þættinum ræðum við um einkenni heilsukvíða, hvernig við aðgreinum heilsukvíða frá öðrum röskunum, hvernig heilsukvíði þróast og verður að vanda og hvaða fyrstu skref er hægt að taka til að byrja að takast á við hann.
Published 05/15/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Viktor er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og Heil heilsumiðstöð. Í þættinum ræðum við um mótlæti sem íþróttafólk verður oft fyrir, að takast á við gagnrýni og mistök, kulnun íþróttafólks og förum yfir verkfæri til að stuðla að góðri geðheilsu. Hægt er að hafa samband við Viktor í gegnum netfangið [email protected]
Published 04/15/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Yrja og Marit eru á bakvið Gleðiskrudduna sem var lokaverkefnið þeirra í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði vorið 2020. Í þættinum ræðum við um jákvæða sálfræði og hvernig nýta má hana í vinnu með börnum. Þá ræðum við gleðiverkfærin sem m.a. snúa að styrkleikum, núvitund og að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd.
Published 04/04/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Guðbrandur er sálfræðingur á stofunni Sálfræðiráðgjöfin og höfundur bókarinnar Skömm: úr vanmætti í sjálfsöryggi. Í þættinum ræðum við um skammarkerfið, hvenær skömm er orðin að vandamáli, tengsl skammar við geðraskanir, fullkomnunaráráttu og narsisisma og hvernig við getum brugðist við skömm á hjálplegan hátt.
Published 03/26/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Haukur er sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Í þættinum ræðum við um einkenni ADHD, stýrifærni, mismunagreiningar, algengi, kynjamun, greiningarferlið, inngrip og ýmsar pælingar frá ykkur hlustendum. 
Published 03/16/23
Þátturinn er boði World Class og Eimskip! Freyja er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni.  Í þættinum ræðum við um áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu þ.á.m FOMO, samanburð og einmannaleika. Við ræðum líka um aukna umræðu um geðraskanir og geðgreiningar á samfélagsmiðlum. 
Published 03/12/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bryndís Jóna er aðjúnkt á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands og einn að stofnendum Núvitundarsetursins. Hennar sérþekking snýr að núvitund og jákvæðri sálfræði, sérstaklega í skólastarfi. Í þættinum förum við m.a. yfir formlegar og óformlegar núvitundaræfingar, jákvæðar afleiðingar núvitundar og hvernig núvitund tengist samkennd.
Published 02/12/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Hanna Bizouerne er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þar sinnir hún m.a. greiningarvinnu og uppeldisráðgjöf. Í seinni þættinum um uppeldi fer hún yfir hversu mikilvægt sé að horfa til framtíðar í uppeldinu, áhrif góðra tengsla milli foreldra og barns og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér sem foreldri. Hún fer einnig yfir skjátímanotkun barna og mikilvægi þess að hafa reglur, rútínur og að nota skýr fyrirmæli í uppeldi.
Published 02/05/23
Þátturinn er í boði World Class! Hanna Bizouerne er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þar sinnir hún m.a. greiningarvinnu og uppeldisráðgjöf. Í þættinum förum við yfir hvað einkennir gott uppeldi, foreldrahlutverkið og mikilvæga eiginleika þess, samviskubitsvæðinguna og helstu uppeldisnámskeiðin sem eru í boði.
Published 01/29/23
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti. Við förum yfir hvernig við biðjum um það sem við viljum á árangursríkan hátt, að viðhalda tengslum og byggja ný tengsl, að taka gagnrýni og biðjast afsökunar. 
Published 01/24/23
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hvað dauðakvíði er, hvenær hann er orðinn að vandamáli, hvernig hann viðhelst og hvernig við getum unnið með hann. 
Published 01/15/23
Þátturinn er í boði World Class! Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Hún sérhæfir sig í kulnun, streitu, sjálfsmati og ýmsum kvíðavanda. Í þættinum förum við yfir einkenni kulnunar, hvað orsakar kulnun og hvernig við getum komið í veg fyrir hana. 
Published 12/26/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir uppáhalds þætti hlustenda, punkta sem standa mest upp úr hjá okkur eftir árið, ferlið að byrja með podcastið og endum á hvað við hefðum viljað vita þegar við vorum yngri um geðheilsu. 
Published 12/19/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir einkenni ofsakvíðakasta, hvað fólk hræðist í kvíðaköstum, hvernig brugðist er óhjálplega við kvíðaköstum og hvernig er hægt að komast út úr ofsakvíðavítahringnum.
Published 11/27/22
Þátturinn er í boði World Class! Sigurbjörg er yfirsálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar og sérhæfir sig í þráhyggju- og áráttu, ælufælni, ofsakvíða og fleiri kvíðaröskunum. Í þættinum förum við yfir birtingarmynd ælufælni, hvernig hún truflar líf fólks, hvaða meðferðir eru í boði og fyrstu skref þeirra.
Published 11/13/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum ræðum við um hvað seigla er, af hverju hún er mikilvæg, hvernig hún þróast, hvernig við getum byggt upp seiglu barna og viðhaldið henni út lífið.
Published 10/30/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir áhyggjur, hvað ýtir undir þær, hvað við gerum til að bregðast við þeim og förum í gegnum skref til að takast betur á við þær. Við minnum á að þættirnir okkar eru einungis í fræðslutilgangi en ekki sálfræðimeðferð.
Published 10/21/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum tölum við um skilgreininguna á frjósemisvanda, mögulegar ástæður fyrir honum, streituna sem fylgir honum úrræði sem eru í boði og hvernig á að vera til staðar. 
Published 10/16/22
Þátturinn er í boði World Class! Heimir er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, áhugasvið hans í meðferð eru meðal annars sjálfsmatsvinna og áföll. Fyrstu mínútur þáttarins fjalla um nútímasamfélag og þróun sálfræðimeðferðar. Frá 29. mínútu er rætt um sjálfsmynd karla og birtingarmynd hennar.
Published 10/08/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum tölum við um verkfæri sem við getum notað til að takast á við sterkar tilfinningar án þess að  bregðast við á óhjálplegan og/eða skaðlegan hátt. 
Published 10/02/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hvað sjálfskaði er, hver tilgangurinn er á bak við hann og hvernig geta brugðist við og sýnt stuðning. Í næsta þætti verður farið yfir verkfæri til að takast við erfiðar tilfinningar á hjálplegri hátt. 
Published 09/24/22
Þátturinn er í boði World Class! Tinna er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum útskýrir hún almenna kvíðaröskun, persónueinkenni og næmisþætti þeirra sem þróa með sér röskunina, hvað sé eðlilegt magn af áhyggjum, öryggishegðun og ákvarðanartöku hjá þeim sem eru með röskunina og gefur verkfæri til að byrja á að takast á við vandann.
Published 09/18/22
Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hugtakið loddaralíðan, förum yfir hvernig það birtist og gefum verkfæri hvernig er hægt að vinna gegn því.
Published 09/15/22