Episodes
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum förum við yfir spurningar sem við fengum á instagram um sálfræðinámið (inntökuferli, mun á HÍ og HR og fleira), hundahræðslu, dagbókarskrif og annað létt og skemmtilegt!
Published 05/13/24
Published 05/13/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Tómas er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum fræðir hann okkur um vítahring frestunar, óhjálplegar hugsanir sem koma fram í frestun og hvernig við getum tæklað þær ásamt því að að gefa okkur ýmis hagnýt verkfæri.
Published 04/28/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þessum fjórða rannsóknarþætti fórum við yfir "the Batman Effect", einmannaleika og að blekkja aðra á stefnumótaforritum. Rannsóknir nefndar: The “Batman Effect”: Improving Perseverance in Young Children - White ofl., 2016 The socioeconomic consequences of loneliness: Evidence from a nationally representative longitudinal study of young adults - Byan ofl, 2024 Deception in online dating: Significance and implications for the first...
Published 04/21/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ási er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sérhæfir sig í ýmsum kvíðavanda. Í þættinum útskýrir hann hvernig flughræðsla birtist og viðhelst af mismunandi ástæðum, hvað eru óhjálpleg viðbrögð við flughræðslu og hvað sé hægt að gera til ná bata.
Published 04/05/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum tölum við um grufl (rumination), hvernig það lýsir sér, hvenær það er óhjálplegt, hvað við getum gert til að taka eftir því og hjálpleg ráð til að takast á við það.
Published 03/24/24
Þátturinn er í boði World Class! Brot úr þætti 18. Hvað eru lífsgildi og hvernig tengjast þau markmiðum okkar? Í klippunni förum við yfir spurningar sem hjálpa okkur að finna lífsgildin okkar og af hverju það er mikilvægt. Kvíðakastið er í boði World Class og Reykjavík Foto!
Published 03/17/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Aldís Þorbjörg er sálfræðingur hjá Líf og sál. Í þættinum fræðir Aldís okkur um para- og kynlífsráðgjöf, skilgreinir kynlífsvanda, ásamt því að fara yfir algengi og helstu úrræði sem eru í boði. Hún svarar líka nokkrum spurningum hlustenda.
Published 03/05/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ellen og Vala eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum förum við yfir hverjar eru algengar birtingarmyndir af líðan og hegðun einstaklinga sem eru að upplifa náttúruvá, hvað þarf að hafa í huga varðandi líðan barna í þessu ástandi og förum yfir mörg verkfæri sem hægt er að nýta sér á erfiðum tímum til að hjálpa eigin geðheilsu og geðheilsu barnanna sinna. Í lokin förum við yfir hvað aðstandendur og samfélagið getur gert til...
Published 01/31/24
Þátturinn er í boði World Class og Reykjavik Foto! Í þættinum förum við yfir hvað hlustendum finnst einkenna góða sálfræðinga ásamt því að ræða hvaða rannsóknir sýna og okkar eigin reynslu á meðferðarvinnu.
Published 01/23/24
Brot úr þætti nr 40. Anna Sigga - Kulnun (burn out). Í klippunni er talað um hvort þarf að auka eða minnka virkni þegar manneskja er í kulnun og hvort veikindaleyfi sé nauðsynlegt til að ná bata. Í þættinum er talað um hópmeðferð sem er í boði á Kvíðameðferðarstöðinni.
Published 01/14/24
Þátturinn er í boði World Class, Eimskip og Reykjavík Foto! Í þættinum fræðir Þorkatla okkur um hvernig hún nýtir dýr í sinni meðferðarvinnu, kosti þess og áskoranir. Þorkatla er sálfræðingur og rekur sálfræðistofuna Hlöðuloftið í Hafnarfirði en veitir líka viðtöl á Lífsgæðasetrinu St. Jó.
Published 12/29/23
Þátturinn er í boði World Class, Eimskip og Reykjavík Foto! Í þættinum deilir Villi reynslunni sinni af þunglyndi og kvíða. Við förum yfir æskuna, flutning til Íslands, höfnun frá LHÍ, að fara til sálfræðings í fyrsta skipti og hvaða verkfæri hann nýtir sér í dag.
Published 12/11/23
Þátturinn er í boði World Class, Eimskips og Reykjavík Foto! Hvað eiga trigger warnings, hawthorne effect, að vera áhugaverður í samtali og rafstuð sameiginlegt? Að vera topic í þessum svakalega rannsóknarþætti!
Published 11/29/23
Þátturinn er í boði World Class, Eimskips og Reykjavík Foto. Engilbert Sigurðsson, geðlæknir og prófessor í geðlæknisfræðum mætti til okkar og fór yfir skilgreininguna á þunglyndi, orsök og algengi þess. Engilbert fræðir okkur einnig um helstu meðferðir við þunglyndi, ásamt því að fara yfir nýjar meðferðir á borð við segulörvun, psilocybin og ketamín nefúða.
Published 11/18/23
Klippan er úr þætti 9. Kristjana Þórarinsdóttir - Hvaða áhrif hafa áföll á okkur? Í klippunni fer Kristjana yfir hvernig hugrof lýsir sér, af hverju heilinn okkar bregst við aðstæðum með því að fara yfir hugrof og hvernig hugrof skýrir ákveðin viðbrögð í hættulegum aðstæðum.
Published 11/03/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum förum við yfir sögu hugtaksins taugaáfalls, hvaða einkenni fólk lýsir sem taugaáfalli og sálfræðilegar skýringar þeirra.
Published 10/13/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskip. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur og Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna komu til okkar í spjall. Í þættinum fjöllum við um hvernig streita birtist í foreldrahlutverkinu og af hverju, spennustig foreldra, áreitastjórnun og önnur gagnleg verkfæri.
Published 09/29/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Andrés er sálfræðingur og einn af eigendum Sálfræðistofunnar á Höfðabakka. Hann rekur einnig úrræðið Heimilisfriður sem er meðferðarúrræði gerenda heimilisofbeldis. Í þættinum ræðum við um mismunandi tegundir ofbeldis, hvernig "ofbeldishringur" verður til, rauð flögg og það sem einkennir oft gerendur heimilisofbeldis og hvað er gert í úrræðinu Heimilisfrið.
Published 09/22/23
Þátturinn er í boði Eimskips og World Class! Kristín er er djákni í Grafarvogskirkju, með diplómanám í sálgæslu og handleiðslu og starfar hjá Sorgarmiðstöðinni. Í þættinum ræðum við um sorg, hvernig hún birtist, góð bjargráð við sorg, hvernig aðstandendur geta brugðist hjálplega við, að útskýra dauðann fyrir börnum og fleira.
Published 09/03/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bjarki er doktor í stjórnmálasálfræði og starfar sem lektor við Háskólann á Bifröst. Í þættinum fræðumst við um sameiginlegan narsissisma og m.a. hvað aðgreinir það hugtak frá narsissisma, þjóðernishyggju og að tilheyra hópi sem maður er stoltur af.
Published 07/30/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Baldvin er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og í þættinum fræðir hann okkur um þráhyggju-árátturöskun hjá börnum og meðferðir við henni.
Published 07/21/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat. Í þessum þætti fræðir Heiðdís okkur m.a. um svengdarvitund, emotional eating, matarkvíða hjá börnum og hvernig greiningar eins og ADHD og einhverfa geta haft áhrif á matarinntöku.
Published 07/09/23
Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum ræðum við um af hverju er mikilvægt að setja mörk, hvernig við setjum mörk, hvaða erfiðleika geta komið í kjölfarið af því að setja mörk eða ekki að setja mörk og förum yfir og hvað við eigum að gera þegar aðrir virða ekki mörkin sem við setjum.
Published 07/02/23
TW: Þátturinn inniheldur lýsingar um kynferðisofbeldi. Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bjarki er doktor í stjórnmálasálfræði og starfar sem lektor við Háskólann á Bifröst. Í þættinum fræðumst við um hugtakið incel, hvernig það varð til og hvernig það hefur þróast í gegnum tíðina. Bjarki segir okkur frá afleiðingum þess að tilheyra incel og hvernig megi bera kennsl á þá sem tilheyra þeim hópi. Að lokum fer hann yfir forvarnir og meðferðarúrræði.
Published 06/25/23