Episodes
Gleðilegt árið kæru Undralendingar! Við tökum á móti ykkur með bros á vör á þessu nýja ári með glænýjum þætti sem er tilvalinn fyrir jákvæða jafnt sem neikvæða. Verið góð við hvort annað!
Published 01/07/24
Gleðilegt árið kæru hlustendur og takk fyrir hlustunina á árinu. Við förum inn í nýtt ár með óstöðvandi með orkugreiningu að vopni. 
Published 12/31/23
Gleðileg jól kæru hlustendur. Þáttur dagsins er að mestu leiti í anda jólanna. Veriði góð við hvort annað. Við elskum ykkur. Typpi.
Published 12/24/23
Kæru vinir. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en það var lítið rúm fyrir slíkt tal í þessum þætti þar sem að Ólafssynir komust á flug strax í byrjun þáttar og ræddu eitthvað allt annað helur en Jóla-nostalgíu. Við viljum þó biðja ykkur um að vera góð við hvort annað jafnt á jólum sem og hjólum. Góðar stundir.
Published 12/17/23
Já kæru hlustendur, við afsökum innilega hve seinir við erum á ferðinni með þátt vikunnar, en hér kemur hann í öllu sínu veldi. Góðar stundir.
Published 12/13/23
Þáttur dagsins er doldið bland í poka en við fengum einn stuttfættan til að slást í för með okkur fyrstu 20 mínúturnar en hann fékk Ólafssyni til að fara á dýptina. Dýptin hélt svo áfram næstu 40 mínúturnar og að sjálfsögðu endar þátturinn á djúpum umræðum um gervigreind. Fleira var það ekki að þessu sinni kæru Undralendingar. Verið góð við hvort annað.
Published 12/03/23
Í þessum þætti förum við yfir nokkra Reddit þræði sem að sjálfsögðu leysist svo upp í rugl á endanum og við förum að tala um eitthvað allt annað.
Published 11/26/23
Við fengum hlustendur til liðs við okkur í þætti dagsins og segja má að þessi þáttur fjalli um allt. Verið góð hvort við annað.
Published 11/19/23
Það var fyrir löngu kominn tími á það að Steindi kíkti til okkar í Undralandið en eftir gífurlega vinsælan uppvakningaþátt (sem kom út 19.febrúar) kom ekkert annað til greina heldur en að fá sérfræðing sem er yfir meðallagi paranojaður til að brjóta niður með okkur hvernig best væri að bera sig að í uppvakningafaraldri. Úr varð þetta 90 mínútna listaverk sem hreinlega er bannað að horfa fram hjá. 
Published 11/12/23
"Ég myndi gera næstum því hvað sem er fyrir frægðina, nema kannski að koma nakinn fram" sungu Stuðmenn hér um árið, en Aron gerir hvað sem er fyrir frægðina og kemur nakinn fram á skjám landsmanna innan tíðar. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar!
Published 11/05/23
Hreint út sagt bilaður þáttur, troðfullur af samfélagsádeilum, hitamálum og heilavíkkandi umræðum. Snorri Másson er einn af okkar fremstu blaðamönnum og stofnaði nýlega fréttamiðilinn Ritsjórinn, sem við Ólafssynir mælum heilshugar með. Góða hlustun kæru hlustendur.
Published 10/29/23
Kæru Undralendingar! Ef það er einhver þáttur sem þú þarft að hlusta á núna, þá er það þessi. Arnar er alltaf að opnast meira og meira fyrir spiritúalisma en í þætti dagsins segir hann frá reynslu sinni þegar hann hitti miðil nýlega. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir #TeamAron þarna úti
Published 10/22/23
Í þætti dagsins var planið að tala um peninga. Það heppnaðist á einhverjum tímapunkti en við lofum ykkur part 2 af þessum þætti síðar. Verið góð við hvort annað.
Published 10/15/23
Já kæru hlustendur - í þætti dagsins ræða þeir Ólafssynir um allt og ekkert en þó aðallega um tímaflakk. Leggið vel við hlustir.
Published 10/08/23
Þá er loksins komið að því! Seinni hlutinn af þættinum með Indíönu kynfræðing. Það er óhætt að segja að hér séu hitamálin rædd. Góðar stundir.
Published 09/30/23
Í dag er Arnar þrítugur og í tilefni af því fékk hann sinn eigin þátt. Tékkiði svo á @auratal.is á instagram og Tiktok og gefið Arnari follow í afmælisgjöf.
Published 09/24/23
ATH. Að þetta er fyrri hluti af viðtalinu. Seinni hlutinn (lengri) er væntanlegur 1.október. Í ljósi hitamáls í samfélaginu hvað varðar kynfræðslu barna ákváðum við að fá til okkar kynfræðinginn Indíönu Rós til að skóla okkur til í þessum málum. Viðtalið fór út í talsvert fleiri málefni þó sem öll eiga það sameiginlegt að vera hitamál. Einhver málefni í titli þáttarins eiga ekki við í þessum þætti en koma fyrir í þeim síðari. Góða hlustun
Published 09/17/23
Þetta er ein af þessum stóru spurningum sem við munum líklega aldrei ná að komast að. Það er þó gaman að velta henni fyrir sér og það gera þeir svo sannarlega Aron og Arnar í þætti dagsins. Missið ekki af þessum. Gleðilegan sunnudag!
Published 09/10/23
Já kæru hlustendur. Við komum léttir inn á sunnudegi og ræðum pýramída og fleira til.
Published 09/03/23
Þessi þáttur er helgaður öllum rútínulausu Undralendingunum þarna úti. Komið ykkur í rútínu. Fleira var það ekki. Eigiði yndislega viku.
Published 08/27/23
Já kæru hlustendur, í þætti dagsins fara þeir Ólafssynir um víðan völl, allt frá uppeldi yfir í dópamín og hvað lífið er mikið helvíti. Raunsæið er raunverulegt. 
Published 08/20/23
Kjafturinn á þeim Ólafssonum stoppaði ekki í þætti dagsins þar sem aðal umræðuefnið var mataræði. Svo í lokin kom svo umræða um Clownself og hvort miðaldra hvítir karlmenn eins og þeir myndu einhvern tíman skilja öll þessi kyn sem eru orðin til.
Published 08/13/23
Aron var á tökkunum í þætti dagsins og umræðuefni dagsins átti að vera líkur, en snérist út í djamm o.fl. Góðar stundir og gleðilega Verslunarmannahelgi!
Published 08/06/23
Gleðilega Verslunarmannahelgi, kæru Undralendingar!
Published 08/06/23
Það var létt yfir þeim Ólafssonum í þætti dagsins en það er orðið ljóst að þeir eru því miður ekki á leið til eyja. Það stoppaði þá þó ekki að ræða eyjuna fögru sem þeir sakna svo sárt. Einnig koma allskonar pælingar fyrir um geimverumálið sem herjar á heiminn nú um þessar mundir og alls konar útúrdúrar eins og venjulega. Verið góð við hvort annað og munið bara að ekkert skiptir máli.
Published 07/30/23