Episodes
Já það eru ekki allir jafn heppnir og við að alast upp inni á steyptum og hlýjum heimilum. Sumir eru neflinlega það óheppnir að þurfa að alast upp með dýrum en við minnumst eitthvað á það ágæta fólk í þessum þætti. Njótið dagsins!
Published 06/23/24
Þá eru Ólafssynir mættir bakvið hljóðnemana 117. vikuna í röð. Það er ákveðið afrek að menn sem eru svo ólíkir í skapgerð skuli halda svona lengi út saman en það er eitthvað fallegt við það. Í þættinum förum við yfir tilkynningu sem er yfir meðallagi stór, ráðningu í beinni og space mining svo eitthvað sé nefnt. Verið góð hvort við annað.
Published 06/16/24
Published 06/16/24
Aron var svartsýnn í þætti dagsins og mælti þessu fleygu orð sem standa í titli þáttarinns. Setningin er þó kannski ekki beint lýsandi fyrir umræður dagsins en það er samt eitthvað furðulegt að eiga sér stað í alheiminum um þessar mundir...
Published 06/09/24
Það er óhætt að segja að Ólafssynir hafi farið öfugu megin fram úr rúminu á tökudegi. Rifrildi einkennir þátt dagsins en þreytan einnig. Batnandi mönnum er best að lifa sagði einhvern en við lofum betrun í næsta þætti.
Published 06/02/24
Kæur Undralendingar! Því miður var enginn Ástþór Magnússon í þættinum okkar eins og til stóð. Í staðin gripum við í Q&A í annað sinn, þar sem við svörum spurningum frá hlustendum okkar. Stórskemmtilegur þáttur, þó við segjum sjálfir frá!
Published 05/26/24
Já kæru hlustendur, það er hún Steinunn Ólína sem er gestur Undralandsins að þessu sinni. Við Ólafssynir spurðum hana spjörunum úr en nú stendur hún í framboði til embættis forseta Íslands og því var óneitanlega freistandi að fara aðeins yfir samfélagsmálin í bland við persónulegri málefni. Eigið yndislegan sunnudag kæru Undralendingar!
Published 05/19/24
Ótrúlegt en satt, þá undirbjuggu Ólafssynir sig fyrir þátt dagsins. "Truflaðar tilviljanir" var rauði þráðurinn í þættinum en að sjálfsögðu fylgir meira rugl með í kaupæti. Góðar stundir gott fólk.
Published 05/12/24
Þáttur þessi er stútfullur af hitamálum.
Published 05/06/24
Kæru Undralendingar - gleðilegan sunnudag! Þáttur dagsins er spjall um hitt og þetta en þó að mestu leiti um stress og tilviljunarkennda atburði. Aron varð helvíti stressaður í vikunni sem leið og því bar að krifja það til mergjar. Svo eru það tilviljunakenndu atburðirnir sem farið verður yfir í þættinum en þeir eru svo tilviljunarkenndir að það meikar engan sens. Góða hlustun kæru vinir.
Published 04/28/24
Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Aron er á leiðinni í uppistandið. Við skulum bara vona að við missum hann ekki úr Undralandinu þegar hann verður kominn með sína eigin Netflix mynd um uppistandið sitt. Verið góð við hvort annað.
Published 04/21/24
Það var löngu kominn tími á að fá sérfræðing inn í begmálshelli Ólafssona til að ræða gervigreind á fagmannlegum nótum, en til þess fengum við til okkar Viðar Pétur Styrkársson sérfræðing í gervigreind frá Advania. Við spurðum hann spjörunum úr um allt það nýja á döfinni, siðferðið og framtíðarhorfur í heimi þar sem gervigreind virðist ætla að taka yfir. Missið ekki af þessum þætti kæru hlustendur!
Published 04/14/24
Kæru hlustendur! Í dag er sunnudagur svo það þýðir nýr skammtur af Undralandi. Þáttur dagsins átti að vera upphirun fyrir næsta þátt, þar sem við fáum gervigreindarsérfræðing til að skóla okkur til, en fór í ýmsar áttir eins og endranær. Verið góð við hvort annað.
Published 04/07/24
Já þið lásuð rétt kæru hlustendur, við sláum á þráðinn hjá Jóhannesi Hauki og fáum faglega gagnrýni á nýjustu dellu Arons, Dune 2. Þess fyrir utan ræðum við þó ristilspeglanir, forsetaframboð og fleira sem fullorðnir einstaklingar ræða. Gleðilega páska!
Published 03/31/24
Þáttur dagsins er tileinkaður árangri, en árangur er mjög afstætt hugtak eins og kemur í ljós í þessum þætti. Þau eru mörg vísdómsorðin sem falla í þessum þætti, en hafið það í huga góðir hlustendur, að þetta eru okkar skoðanir og okkar "take" og þarf þá á engan hátt að endurspegla mat ykkar.
Published 03/24/24
Í dag er sunnudagur og það þýðir bara eitt - Undralandið opnast upp á gátt. Þáttur dagsins er algjör manía þar sem Aron er í aðalhlutverki en Arnar er talsvert stabílli. Ekkert svo vera að spyrja pabba ykkar út í Þórskaffi... Allavega ekki fyrir framan mömmur ykkar. Gleðilega nýja viku!
Published 03/17/24
Sumir eru stórir að utan og sumir eru stórir að innan. Robert Wadlow var stór að utan en James Cameron er stór að innan. Pælingarnar lágu víða þennan sunnudaginn.
Published 03/10/24
Kæru Undralendingar, hér fáiði þátt fyrir allan peninginn. Gítar, söngur, tungumál og kækir. Við skulum ekkert vera að flækja þetta mikið meira á sunnudegi. Eigiði yndislega viku!
Published 03/03/24
Kæru hlustendur, þáttur dagsins er heldur sveiflukenndur. Léttur en í senn þungur. Hann þyngist með hverri mínútunni sem líður og líklega ekki fyrir alla. Góðar stundir.
Published 02/25/24
Kæru hlustendur! Við biðjumst innilegrar afsökunar á töfunum sem hafa orðið á þessum 100.þætti okkar, en hér er hann kominn í öllu sínu veldi! Svo að sjálfsögðu kemur nýr þáttur á sunnudaginn. Njótið helgarinnar!
Published 02/23/24
Eins og oft áður fylgdum við engan vegin plani í þætti dagsins, en stundum er það bara skemmtilegast. Svo er sérstakur símatími við Villa naglbít í þættinum. Eigið yndislegan sunnudag, kæru Undralendingar.
Published 02/11/24
Það voru heiðursgestirnir Birta Líf og Sunneva Einars úr Teboðinu sem kíktu í heimsókn í Undralandið og úr varð algjör bragðarefur. Við ætlum ekki að gefa neitt upp hvað var rætt hér en til að komast að því skuluði ýta á “play” takkann. Eigiði yndislegan sunnudag kæru Undralendingar.
Published 02/04/24
Umræðuefni voru alls konar hjá Ólafssonum þennan sunnudaginn en oft er það nú bara þannig að best er að setjast niður og tala um daginn og veginn. Verið góð við hvort annað kæru hlustendur og eigið yndislegan sunnudag.
Published 01/28/24
Já, kæru Undralendingar. Nafn þáttarins gefur ekki endilega til kynna innihald þáttarins en þeir félagar fara um víðan völl í þætti dagsins. Megin þráðurinn er þó sá að samfélög eru alls konar hvort sem það er á plánetunni jörð eða utan hennar. Verið góð við hvort annað.
Published 01/21/24
Í þætti dagsins ræða Ólafssynir þær hamfarir sem orðið gætu af sólgosi. Það gæti verið að fall siðmenningar komi við sögu en við lofum engu. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar og muniði að fá ykkur Buffalo í Undralandi.
Published 01/14/24