Episodes
Ræðum það... fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði Gestastjórnendur: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður, Steinar Þór Ólafsson markaðsmaður og samskiptaráðgjafi og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Published 05/05/24
Ræðum það... er á pólitískum nótum að þessu sinni.  Rætt er um innkomu Kristrúnar Frostadóttur í útlendingamál, stöðu ríkisstjórnarinnar, einkarekstur í velferðarkerfinu, einkavæðingu ríkisfyrirtækja, eignarhald á bönkum, boðaða sölu Íslandsbanka, tímasetningu kosninga og möguleg stjórnarmynstur eftir næstu kosningar. Gestastjórnendur: Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB og Jón Þór Sturluson, háskólakennari og verðandi...
Published 02/19/24
Published 02/19/24
Ræðum það snýr aftur á nýju ári eftir fæðingarorlof stjórnandans.  Rætt er um stöðu ríkisstjórnarinnar, deilur um embættisfærslur Svandísar Svavarsdóttur, nýjustu skoðanakannanir, forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum, möguleg stjórnarmynstur eftir næstu kosningar, endurkomu Samfylkingarinnar frá fyrsta áratugnum, stöðu Katrínar Jakobsdóttur, tímasetningu alþingiskosninga í ljósi forsetakosninga, forsetaframboð, kröfur til sigurstranglegra frambjóðenda, forsetatíð Guðna, borgarstjóraskipti...
Published 01/15/24
>>> Arfleifð Dags, Fossvogsbrúin, þrír stokkar settir á ís og veggjöld skoðuð, stjörnur úr bæjarstjórnarmálum á leið á þing, hringrásarhagkerfi stjórnmálanna, stjórnmálaumræða og hvernig verður Silfrið á nýjum tíma? Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi, Gylfi Ólafsson bæjarráðsformaður á Ísafirði og Anna Sigrún Baldursdóttir skrifstofustjóri hjá borginni komu í Ræðum það… og fóru yfir sveitarstjórnarpólitík og landsmálapólitík. Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 09/22/23
Andri Ólafsson, fjölmiðlamaður og samskiptastjóri og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og myndlistarmaður fara yfir breytingar sem orðið hafa á afþreyingariðnaðinum í Hollywood með tilkomu Netflix og annarra streymisveitna. Þá ræðum við um hvers konar bíómyndir eru framleiddar í dag og hvers konar myndir eru hættar að borga sig. Þá upplýsir Sigurjón að hann myndi ekki endurgera Wild at heart en ef svo færi þá myndi hann fá Leonardo di Caprio og Jennifer Lawrence til að leika...
Published 08/24/23
>>> Er X.com útpælt hjá Elon Musk eða ekki, hvernig kaupir maður fyrirtæki með vini sínum Steinar Þór Ólafsson og Arnar Freyr Magnússon komu í Ræðum það… og fóru yfir eigin kaup á steinsmiðjunni Rein. Einnig var rætt um: - Starfsframann og hvort það sé öruggara val að feta einstigið sem stjórnandi eða vera í eigin rekstri - Hvort sé álitið flottara og hvort sé líklegra til árangurs, að kaupa fyrirtæki eða stofna sprotafyrirtæki - Reynslu Steinars af því að vinna sig upp...
Published 08/05/23
>>> Verða kosningar í haust? Komast deilur Íslendinga um arf of auðveldlega í fjölmiðla, er biskupinn biskup og hafa geimskip lent á jörðinni? Árni Helgason lögmaður og Karítas Ríkharðsdóttir upplýsingafulltrúi komu í Ræðum það… og fóru yfir það helsta í fréttum sumarsins.
Published 07/30/23
Farið var yfir efnahagsástandið í fortíð, framtíð og nútíð í nýjasta þætti af Ræðum það... Er réttlætanlegt að við vitum hvað fasteignir fólks seldust á? Hvernig virka lán fyrir fyrstu kaupendur og hvernig á maður að horfa á fasteignakaup eftir miklar hækkanir síðustu ára? Hvernig væri hægt að leysa húsnæðisvandann og mæta þörf fólks sem flyst hingað til að vinna í nokkur ár? Er leigumarkaðurinn betri með eða án ríkisafskipta? Er óþól hægra fólks fyrir skattheimtu, ríkisafskiptum og...
Published 07/27/23
Óumdeilt er að gott verð fékkst í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, en munu lögbrot og ámælisverð vinnubrögð við söluna þýða tapað traust og að frekari sala á hlut ríkisins í bönkum tefjist? Hversu mikið áfall er það fyrir Bjarna Benediktsson sem taldi bankasölu vera einn helsta pólitíska árangur sinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hvernig líður stjórnarflokkunum í samstarfinu? Er þreyta í mannskapnum þrátt fyrir límið á milli formannanna þriggja? Jón Gunnarsson heldur áfram að auka eigið...
Published 06/25/23
Koma skammtíma-leiguíbúðir í stað skrifstofuhúsnæðis á efri hæðum í miðborginni? Hvaða hverfi borgarinnar verða dýr í framtíðinni? Hvers vegna borgar sig oft ekki að kaupa illa farið húsnæði, gera upp og selja aftur? Er aukin forsala íbúða (áður en þær eru byggðar) framtíðin í fasteignasölu og mun það tryggja stöðugri uppbyggingu. Vill fólk °allt í einu búa við alveg niður við sjó á Íslandi og mætti breyta grasbalanum framan við Ægissíðu í þéttingarreit? Þetta og margt fleira í nýjasta þætti...
Published 05/14/23
Er fundurinn í Hörpu stærri viðburður en fundur Reagans og Gorbachev í Höfða? Hvernig kemur Selenskí til fundarins og tengist ný lendingarheimild kafbáta við strendur landsins því eitthvað? Enn stækkar Samfylkingin í könnunum en mun það endast? 28 mánuðir eru til kosninga og margt á eftir að gerast. Er einlæga og krúttlega X-kynslóðin búin að taka við í viðskiptalífinu? Gerbreytt mynd blasir við okkur í kauphöllinni þar sem 68-kynslóðin réði ríkjum áður, rétt eins og hún gerði í...
Published 05/09/23
Aðstoðarmenn í glerbúrum, ríkið klárar flott hús, Kristrún Frosta og Keir Starmer eru “safe pair of hands” í augum kjósenda, Samfylkingin gaf Pírötum stjórnarskrána og Viðreisn ESB-málið, Twitter, Elon Musk og meginstraumsfjölmiðlar, skortur á nýjum andlitum í umræðunni, hvað skín í gegn ef maður les allar ræður Vigdísar Finnbogadóttur, mun Guðni Th. fara fram aftur og vantar meiri átök í íslenska stjórnmálaumræðu? Þetta og margt fleira í nýjasta þætti af ‘Ræðum það’. Gestir: Þórður...
Published 04/23/23
Ræðum það snýr aftur og nú á sunnudegi >>> Aðalgestur þáttarins var Tatiana Hallgrímsdóttir, forstöðumaður menningarmála á Edition-hótelinu. Gestastjórnendur voru Gunnar Þorvaldsson, sjálfstætt starfandi strategisti og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðsmála Nóa Síríus. Rætt var um markaðsmál, Mark Ritson, vörumerki, ferðaþjónustu, fjölgun ferðamanna og fjölgun Íslendinga, borgarskipulag, umferð, páskaegg, viðhorf Íslendinga í verðbólgu og kreppu og trú...
Published 03/26/23
Ræðum það hefur aldrei komið jafn þétt út >>> Aðalgestur þessa þáttar var Kolbeinn Marteinsson, almannatengill. Gestastjórnendur voru Sigríður Rakel Ólafsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Öskju og Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV.  Rætt var um hvað fólk á þessum aldri metur til lífsgæða, um sánur, búsetu, vináttu á gamals aldri og ýmislegt fleira. (Athugið að þátturinn var tekinn upp fyrir nokkru síðan.) Hér er tengill á fróðleik um heilnæmi sánuferða, sem minnst...
Published 02/17/23
Ræðum það rúllar af stað á ný á nýju ári >>> Aðalgestur þáttarins var Kristín Soffía Jónsdóttir "leitari". Gestastjórnendur að þessu sinni voru Gísli Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, Magnús Hafliðason, forstjóri Domino´s á Íslandi og Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter. Rætt var um möguleika og hættur við gervigreindartækni eins og ChatGPT, rætt var um starfsferil leitara en Kristín Soffía hyggst finna rekstur til að kaupa og er nú þegar með fjármagn í...
Published 02/14/23
Steinar Þór Ólafsson mætti í spjall um færslu hans á Linkedin um mikilvægi mannauðsdeilda og líkamlega og andlega heilsu starfsfólks. 
Published 10/06/22
Í þessum þætti af Ræðum það... gera Andrés og Tinni upp árið 2021, hvað stóð upp úr og hvað getum við lært? Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 12/28/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Bjarna Snæbjörn Jónsson, stofnanda DecideAct A/S sem er skráð í Kauphöllinni í Danmörku. Í þættinum ræða Tinni og Bjarni m.a. um nálgun hans á stefnumótun og innleiðingu hennar en hugbúnaður Bjarna setur stefnumótunarvinnu upp á skilvirkan hátt. Þá ræða þeir um mikilvægu vinnustaðarmenningu í innleiðingu stefnumótana og breytinga. Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og...
Published 12/22/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Kristján Kristjánsson, stofnanda 50skills. Í þættinum ræða Tinni og Kristján m.a. um þróun á hugbúnaði fyrir ráðningar og mannauðsstjórnun og um muninn á nýsköpunarumhverfinu hér á landi og í Bandaríkjunum.  Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 12/20/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Másson, stjórnarformann Marel. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stjórnarsetu síðustu 20 árin og umbótaverkefni sem Arnar hefur komið að á síðustu árum. Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 12/02/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Másson, stjórnarformann Marel. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stjórnarsetu síðustu 20 árin og umbótaverkefni sem Arnar hefur komið að á síðustu árum.   Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 12/02/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Gunni Líf Gunnarsdóttur. Í þættinum ræða Tinni og Gunnur m.a. þroskasögu Samkaupa sem hefur kristallast í fræðslu, sterkri leiðtogamennsku og grunngildum sem skína í gegnum frammistöðu starfsfólks.  Ræðum það...   er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 11/24/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Huldu Björk Halldórsdóttur. Í þættinum ræða Tinni og Hulda m.a. um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á mannauðsstjórnu og hvernig tækniþróun mun breyta störfum. Ræðum það...   er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 11/04/21
Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Pálsson. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stefnumótunar og mikilvægi greiningarfasans í stefnumótun.  Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
Published 10/22/21