Episodes
Published 04/14/22
S01E100  – Magnús Blöndahl er sálfræðingurinn minn. Hann hefur fylgt þættinum í anda í meira en ár og það var í gegnum hlustanda þáttarins sem ég fékk ábendingu um að senda honum línu og panta tíma. Það breytti mjög miklu. Hann las mig eins og opna bók, greindi kvíðann og hegðunina hjá mér niður í smáatriði og kom mér á brautina við að leysa úr málunum. Ég er allur annar en þó er ferlið ekki á enda og ég geng glaður til hans mánaðarlega. Magnús er afar fær í því sem hann gerir. Hann er...
Published 04/14/22
S01E99  – Laddi. Það þarf auðvitað ekkert að hafa fleiri orð um það. Laddi er tónlistarmaður, leikari, grínisti og algert náttúrubarn. Hann hefur haft ofan af fyrir þjóðinni lengur en flestir gera sér grein fyrir og hefur sett niður fótinn ótrúlega víða. Ferillinn hófst við trommusettið, færðist inn í leikmunadeild RÚV og síðan á svið og fyrir framan myndavélarnar. Eftir margfaldan árangur á flestum sviðum listarinnar hefur hann nú sett stefnuna á myndlist og á margt eftir ógert þar. Laddi...
Published 04/07/22
S01E98  – Jens Ólafsson er betur þekktur sem Jenni í Brain Police. Hann er að öðrum ólöstuðum einn allra öflugasti rokksöngvari Íslandssögunnar. Hann er ógurlegur. Bæði hefur hann þennan rosalega barka, en ofan á það er hann einn mest heillandi sviðsmaður sem ég hef kynnst. Jenni er algert góðmenni og ljúfmenni, feiminn að eðlisfari og óhemju góður í því sem hann er góður í. Eins og við öll hefur hann sína djöfla að draga og það dimmir oft hjá honum. Hann hefur tekið sinn slurk af djammi og...
Published 03/31/22
S01E97  – Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra Íslands. Hún er ótrúlega látlaus og skrumlaus miðað við þungavigt embættisins og fas margra sem gætt hafa þess áður. Katrín er glæpasagnanörd og fjölskyldumanneskja. Hún var send margsinnis út í sjoppu sem barn til þess að sníkja gallað nammi, þá af eldri bræðrum sínum sem glöddust yfir því hversu vel það gekk — og tóku gróðann. Eftir afburðagengi í Menntaskólanum við Sund hætti hún við að gerast leðurjakkabóhem í Frakklandi og gerði að lokum...
Published 03/24/22
S01E96  – Rakel Björk er leikkona og söngkona. Hún ætlaði sér aldrei að verða neitt annað, sá ekki fyrir sér að Verzló myndi fara vel með hana en hins vegar varð MR henni mjög eðlilegt ferli, og þá spilaði Herranótt stærstu rulluna. Hún ólst upp við ljósleysi og málar veggina heima hjá sér í öllum mögulegum litum. Áður en leiklistarskóla lauk var hún komin í atvinnumennsku þegar Borgarleikhúsið fékk hana til liðs við sig. Þar er hún enn og Níu líf Bubba taka mikinn tíma þessa dagana ásamt...
Published 03/17/22
S01E95  – Aðalheiður, eða Alla, er gömul vinkona mín. Alveg síðan in the 80s. Við höfum gert allskonar hluti saman, brotið lögin og krufið lífið til mergjar. Við höfum haldið of litlu sambandi síðustu ár og áratugi og þess vegna var mjög gaman að setjast niður með henni núna og fylla í eyðurnar. Alla er lögfræðingur og fréttastjóri Fréttablaðsins. Hún er óhefluð og hávær, situr aldrei á skoðunum sínum og hefur mjög hátt. Hún hélt lengi framan af að hún væri heimsk, meira að segja löngu...
Published 03/10/22
S01E94  – Karl Ágúst Úlfsson hefur komð svo miklu í verk að mig verkjar í verkkvíðan þegar ég hugsa um það. Spaugstofan og Stöðin eru þrekvirki út af fyrir sig, Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og allt hitt. En kannski er hans stærsta afrek að hafa skrifað allt það sem hann hefur skrifað. Allar þessar þýðingar, leikrit, skáldverk, handrit hverskonar og hvað sem þetta heitir nú allt. Og allt snýst þetta um heppni og hungur, vill hann í það minnsta meina. Karl Ágúst er ótrúlega skemmtilegur...
Published 03/03/22
S01E93  – Sandra er frá Akureyri en samt frá Chile. Hún lærði lögfræði þrátt fyrir góðan slurk af ADHD, eignaðist börnin á réttum aldri og gerði upp gamalt hús með hjálp vina og vandamanna. Hún hefur starfað við allskonar ólíka hluti og vill einfalda það sem flókið er. Hún er mjög berorð og beinskeytt. Mjög. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Sæktu þér pizzu á Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur!  – Bónus býður upp á STVF. Ef þú þarf tösku utan um...
Published 02/24/22
S01E92  – Þetta viðtal er ekki viðtal. Þetta er bara ég að tala við konuna mína um allt og ekkert.  Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Skyr Factory allar skálar og boozt á aðeins 1.000 kr. í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.  – Sjóvá býður upp á STVF. Ég fékk póst í vikunni. Viðskiptavinir Sjóvá borga ekki lögboðnar bílatryggingar í maí. Ókei, næææs.  – Bónus...
Published 02/17/22
S01E91  – Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs, staðgengill borgarstjóra í Reykjavík og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún hefur komið að bissness og stjórnmálum, rekið Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi og komið sprotafyrirtæki á laggirnar. Hún er útlærður sjónvarpsmógúll frá New Orleans en starfaði síðan hinum megin við vélarnar, sem og við hljóðnema. Þulur í Gettu betur og aldrei að pródúsera neitt. Hún er gæd og hefur sterkar tengingar við Reykjadalinn fagra....
Published 02/10/22
S01E90  – Við höfum sennilega öll kallað hann Ævar vísindamann, en svo einföld er sagan nú ekki. Ævar Þór er gríðarlega afkastamikill rithöfundur og grúskari en aðspurður segist hann vera leikari fyrst og allt annað á eftir. Hann er mikill talsmaður barnamenningar sem og fræðslu- og afþreyingarefnis fyrir börn og sér tækifæri í hverju horni. Hann virðist óþreytandi þegar kemur að því að koma þekkingu og gáska á framfæri en játar þó að hann sé farinn að velja tilefnin aðeins betur en hann...
Published 02/03/22
S01E89  – Broddi Kristjánsson er goðsögn. Hann hefur unnið yfir 40 íslenska titla, hefur farið á fleiri heimsmeistaramót en hann hefur tölu á og keppti á ólympíuleiknum í Barcelona árið 1992. Hann er sagnakista og ljúfmenni, lítillátur og góðlegur. Það er þó ekki erfitt að sjá keppnisskapið í gegnum þetta allt enda kemst enginn á þennan stað nema með vinnu og ákveðni. Hann vann ekki fyrsta titilinn fyrr en furðuseint, en eftir það fékk ekkert stoppað hann. Hann lærði til íþróttakennara á...
Published 01/27/22
S01E88  – Vigdís Jóhannsdóttir er trukkur. Hún er vinkona mín og við unnum saman á auglýsingastofunni Pipar\TBWA í mörg ár. Hún er markaðsstjóri hjá Stafrænu Íslandi í dag og sinnir ytri og innri markaðsmálum. Hún er alin upp í Keflavík, miklu yngri en bræður hennar tveir, tók þátt í fegurðarsamkeppnum, lærði á hljóðfæri og lék með leikfélaginu. Hún ætlaði að verða leikkona, veðurfræðingur og allskonar fleira áður en hún lenti í kjafti fjölmiðlabransans þar sem hún ílengdist í mörg ár. Hún...
Published 01/20/22
S01E87  – Arnar Þór Gíslason er einn af mest áberandi trymblum landsins. Bæði er hann afskaplega afkastamikill, spilar og hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarfólks, en þar á meðal eru Dr. Spock, Pollapönk, Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Írafár og miklu fleiri, en að auki hefur hann áberandi og heillandi stíl. Addi er þó ekki tónlistarmaður að aðalatvinnu því hann er framkvæmdastjóri þeirrar stórkoslegur búðar sem Hljóðfærahúsið kallast og stendur þar vaktina dags daglega. Hann...
Published 01/13/22
S01E86  – Esther Talía Casey er leikkona og söngkona, tveggja bara móðir og tískuáhugamanneskja. Hún er hálfur Íri en leiðir hennar og föður hennar skildu þegar hún var tveggja ára. Siðan þá hefur hún hitt hann afar óreglulega og ekki hægt að segja að hann sé hluti af lífi hennar. En það er allt í lagi og allir sáttir. Esther var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang en þurfti að velja á milli hljómsveitarinnar og leiklistarferilsins, vegna þess að einhverjar leiklistarfrekjur fóru fram á...
Published 01/06/22
S01E85  – Sigga Beinteins er þjóðargersemi og í mínum veruleika hefur hún alltaf verið til. Hún hóf ferilinn í bandi með dr. Gunna, en hafði áður búið í pínulitlu asbesthúsi. Hún er ekki eins og allar stelpurnar sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er og það eitt og sér skaut henni upp á vinsældahimininn með tilþrifum árið 1984. Hún hefur farið þrisvar í Eurovision, rekið söngskóla í tveimur löndum, fengið blóðtappa sökum álags og alið upp tvíbura. Hún er hljóðfæraleikari í dvala,...
Published 12/30/21
S01E84  – Ég og Jóhannes Haukur þekkjumst alveg ljómandi vel og mig langaði bara til þess að hafa jó(l)a(guðs)spjallið hressandi og algerlega inni á mínu eigin þægindasvæði. Það breytir því ekki að ég komst að ógeðslega mörgu um hann sem ég vissi ekki fyrir. Þetta varð á löngum köflum algerlega gagnvirkt spjall frekar en viðtal af nokkru tagi og hann spurði jafnvel meira en hann svaraði. Jóhannes er ótrúlegur hæfileikamaður og virðist aldrei efast um neitt. Það er samt ekki alveg svona...
Published 12/23/21
S01E83  – Aldís Amah Hamilton er mjög berorð manneskja. Hún liggur ekki á neinum skoðunum og tók mig svona allt að því á teppið með suma hluti. Það er gott, hún gerði það vel og var mjög til í samtalið. Og hey, hún hefur líka rétt fyrir sér. Aldís Amah er fædd í Þýskalandi, er af íslenskum og bandarískum ættum en eins framandi og það kann að hljóma er hún á flestan hátt alveg ofurvenjulegur Íslendingur, í besta skilningi. Hún fór í Verzló á röngum forsendum en lærði að lokum leiklist, okkur...
Published 12/16/21
S01E82  – Elíza Geirsdóttir Newman er söngkona, fiðluleikari og forsprakki Kolrössu Krókríðandi, sem síðar nefndist Bellatrix. Kolrassa var stofnuð laust fyrir Músíktilraunir Tónabæjar 1992 og vann keppnina með afar sannfærandi hætti. Þá strax fór allt af stað sem leiddi bandið og Elízu til útlanda þar sem reynt var á meikdraumana. Allt var það keyrt til enda og síðan þá hefur Elíza búið til og gefið út tónlist, bæði sem sóló en líka í slagtogi við aðra. Fyrir utan tónlistina hefur Elíza...
Published 12/09/21
S01E81  – Lára Sóley er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er fullkomin í djobbið. Hún er Húsvíkingur í grunninn, var fyrirmyndarbarn og -unglingur, lærði á fiðlu og fór snemma að skipuleggja viðburði. Allt sem hún lærði lærði hún vel, og mögulega stundum aðeins of vel. Árum saman var hún stór hluti af tónlistarlífi Akureyrar, kom að uppbyggingu Hofs og þjónaði starfi framkvæmdastjóra þar um tíma. Fram og til baka hefur hún numið tónlist og tónlistarstjórnun erlendis og lauk...
Published 12/02/21
S01E80  – Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast...
Published 11/25/21
S01E79  – Sigurlína Valgerður er oftast kölluð Lína. Hún er súpernörd sem hefur haft áþreifanleg áhrif á tölvuleikjaspilun heimsins, og þá einna helst með aðkomu sinn að FIFA-fótboltaleikjunum frá EA þar sem hún setti fjölbreytileikann í forgang. Hún stjórnaði einnig gerð Star Wars Battlefront og að þessu vann hún, ásamt fleiru, á nokkurra ára flakki sínu með fjölskylduna um Svíþjóð, Kanada og Bandaríkin. Nú er hún komin heim og vinnur sitt lítið af hverju og hefur miklu að miðla, enda...
Published 11/18/21
S01E78  – Örn Eldjárn er að norðan, úr Svarfaðardal nánar tiltekið. Hann er sveitastrákur að upplagi, hóf sína heimavistarvist aðeins sjö ára gamall og leið oftast vel í skólanum, þrátt fyrir margvíslega námserfiðleika. Hann fékk heyrnina fimm ára gamall og varð strax óskaplega góður gítarleikari. Hefðbundið nám lá ekki fyrir honum og þá tókst elítunni næstum því að eyðileggja fyrri honum gítarferilinn. Næstum því, en sem betur fer tókst það ekki vegna þess að í dag er hann einn uppteknasti...
Published 11/11/21
S01E77  – Margrét Stefánsdóttir fluttist úr villingaskóla í Versló og lærði að lokum hagnýta fjölmiðlun. Hún stytti Frakklandsdrauminn til þess að koma öðru í lífinu að og var fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna sem fréttakona í mörg ár. Hún hefur síðan komið að PR-mennsku, kynningarmálum og fyrirtækjastússi ýmiskonar, hefur stofnað sinn eigin rekstur, eignast þrjár dætur og leitast við að gera það sem henni finnst skemmtilegt og breyta því leiðinlega til hins betra. Um þessar mundir...
Published 11/04/21