Barselóna, símasala og Öskubuskuævintýri í Svíþjóð
Listen now
Description
Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka hringingar frá samtökum sem eru að falast eftir framlögum. Árangur knattspyrnufélagsins Östersund - í Svíþjóð og í Evrópu - er líklega mesta öskubuskusaga í sænskri íþróttasögu. Smábæjarlið frá Norður-Svíþjóð sem vann stórlið Arsenal á heimavelli þess. En kannski var það ekki bara samheldni og dugnaður sem skilaði þessum góða árangri. Fyrrverandi formaður knattspyrnufélagsins bíður nú dómsuppkvaðningar eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.
More Episodes
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti...
Published 01/10/20
Published 01/10/20