Episodes
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem...
Published 01/10/20
Published 01/10/20
Það gæti stefnt í almennar kosningar árlega næstu þrjú ár. Ef sitjandi forseti fær mótframboð verða forsetakosningar í júní, svo Alþingiskosningar á næsta ári og sveitarstjórnarkosningar 2022. Arnar Páll Hauksson tók saman. Embætti ríkislögreglustjóra telur hátt hlutfall innflytjenda í ákveðnum hverfum auka hættuna á því að hér verði til viðkvæm svæði eða gettó þar sem glæpagengi vaði uppi. Þetta má ráða af nýrri skýrslu embættisins um hugsanlegar áskoranir sem lögregla gæti staðið frammi...
Published 01/02/20
Við rifjum upp það sem gerðist í stjórmálum og ferðaþjónustu á þessum áratug. Stjórnmálaprófessor segir að hann hafi einkennst af miklu vantrausti. Hótelrekandi segir Airbnb hafa breytt öllu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Eirík Bergmann. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristófer Oliversson og Soffíu Kristínu Þórðardóttur.
Published 12/27/19
Mikil vöxtur hefur verið í netverslun með matvæli. Því er spáð að netverslun springi út á næstu árum. Arnar Páll talar við Guðmund Magnason og Helga má Þórðarson. Rétt fyrir jólin 1969, fyrir 50 árum, var Árnagarður á lóð Háskóla Íslands, formlega tekinn í notkun. Húsið hafði verið tæp þrjú ár í byggingu en á stysta degi ársins, 21. desember 1969, var eigendum afhent húsið. Kristján Sigurjónsson talaði við Guðrúnu Nordal. Sextán börn, með Gretu Thunberg í fararbroddi, fara fram á það við...
Published 12/20/19
Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót muni félagsmenn hefja undirbúning aðgerða sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Stefán Jónson, Önnu Maríu Frímannsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart...
Published 12/19/19
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson. Skýrar línur - það er útkoman úr bresku...
Published 12/13/19
Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Arnar Páll Talar við Þórdísi Ingadóttur. Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á...
Published 12/04/19
Ríki og borg skrifuðu undir samkomulag í gær um að hafnar verði nauðsynlegar rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort mögulegt eða fýsilegt er að leggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Þar yrði aðsetur innanlandsflugs og kennslu og æfingaflugs. Jafnfram myndi hann gegn hlutverki varaflugvallar. Hvassahraun myndi taka við af flugvellinum í Vatnsmýrinni en það yrði þó ekki fyrr en eftir nærri 20 ár. Arnar Páll Hauksson talaði við Njál Trausta Friðbertsson. Fyrrverandi yfirlögregluþjónn í...
Published 11/29/19
Millilandaflug verði áfram á Keflavíkurflugvelli og hafist verði handa við að kanna flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun. Ekki þykir fýsilegt að innanlandsflug verði flutt til Kefávíkur. Þetta eru tillögur stýrihóps sem samgönguráðherra skipaði í fyrra um flugvallakosti á Suðvesturhorninu. Það hefur lengi verið deilt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og fjölmargar skýrslur hafa verið gerðar. En þýðir þessi niðurstaða að skriður komist á málið? Arnar Páll ræðir við Dag B....
Published 11/28/19
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Nagladekk slíti malbiki minna en áður en um helmingur svifryksins sé samt tilkominn vegna þeirra. Hann fagnar því að sveitarfélögin og Vegagerðin hafi fengið heimild til að takmarka umferð tímabundið til að bregðast við mengunartoppum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Þorstein Jóhannsson. Michael Bloomberg er ýmist Repúblikani, óháður eða Demókrati. Nú...
Published 11/27/19
Peningaþvætti Danske Bank er dæmi um mál, sem tæplega hefði komist upp án uppljóstrara, sakamálarannsókn tekur tíma og að jafnvel þegar fyrirtæki fá óháða aðila til rannsókna á starfsemi sinni er útkoman ekki alltaf afdráttarlaus. Sigrún Davíðsdóttir. „Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu...
Published 11/22/19
Ríkisstjórnin samþykkti dag að fá Alþjóðamatvælastofnunina til að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir. Á ríkisstjórnarfundi voru kynntar nokkra leiðir til að bæta orðspor Íslands í kjölfar Samherjamálsins. Ef kostnaður fyrirtækja við að framfylgja reglum er hvati til lögbrota þá eru slíkir hvatar ansi víða í kerfinu. Þetta er mat Umhverfisstofnunar. Stofnunin vísar því á bug að það það sé hvati til þess hjá þeim sem vinna...
Published 11/19/19
Published 11/18/19
Namibía, land hinna hugrökku sem sigruðu í sjálfstæðisstríðinu. Þjóðsöngurinn var tekinn upp 1991 eftir sigur í sjálfstæðisstríðinu gegn Suður-Afríku. Áður höfðu þjóðsöngvar landsins verið á þýsku og fjallað um landið í suðvestri.Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Þjóðarmorðin í Namibíu er sögð fyrirmynd Helfarar nasista í seinni heimstyrjöldinni og aðskilnaðarstefna Suður-Afríku lék landið grátt. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð...
Published 11/15/19
Namibía, land hinna hugrökku sem sigruðu í sjálfstæðisstríðinu. Þjóðsöngurinn var tekinn upp 1991 eftir sigur í sjálfstæðisstríðinu gegn Suður-Afríku. Áður höfðu þjóðsöngvar landsins verið á þýsku og fjallað um landið í suðvestri.Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Þjóðarmorðin í Namibíu er sögð fyrirmynd Helfarar nasista í seinni heimstyrjöldinni og aðskilnaðarstefna Suður-Afríku lék landið grátt. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð...
Published 11/15/19
Ísland tekur við formennsku Norðurlandaráðs á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin forseti ráðsins fyrir árið 2020 á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku. Arnar Páll Hauksson talaði við Oddnýju Harðardóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur um samfélagsöryggi. Umræðunar byrjuðu þó með því að fjalla um Samherjamálið. Mútugreiðslur vestrænna fyrirtækja í fjarlægum heimsálfum hafa lengi verið viðloðandi. GRECO er óformlegur...
Published 11/14/19
Ísland tekur við formennsku Norðurlandaráðs á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin forseti ráðsins fyrir árið 2020 á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku. Arnar Páll Hauksson talaði við Oddnýju Harðardóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur um samfélagsöryggi. Umræðunar byrjuðu þó með því að fjalla um Samherjamálið. Mútugreiðslur vestrænna fyrirtækja í fjarlægum heimsálfum hafa lengi verið viðloðandi. GRECO er óformlegur...
Published 11/14/19
Tengsl Íslands og Namibíu ná langt aftur. Spegillinn ræddi við Íslendinga sem störfuðu fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands á tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar. Sjöfn Vilhelmsdóttur, Guðbjart Gunnarsson og Ingu Fanneyju Egilsdóttur.
Published 11/13/19
Samkvæmt nýrri samevrópskri rannsókn telur mikill meirihluti Íslendinga að lífskjör aldraðra hér á landi séu slæm. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sigrúnu Ólafsdóttir prófessorí félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðhorf fólks til vinnu eru að breytast, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, yngra fólk vilji ekki verða þrælar vinnunnar. Íslendingar hafi löngum skorið sig frá nágrannaþjóðum í því að setja samasemmerki milli þess að vinna mikið og vera...
Published 11/12/19
Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Ólafsdóttur. Viðhorf fólks til vinnu eru að breytast, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, yngra fólk vilji...
Published 11/11/19
Ástandið í kælibransanum minnir á villta vestrið, eftirliti er ábótavant og hvati til að láta fílsterkar gróðurhúsalofttegundir gossa út í andrúmsloftið í stað þess að skila þeim í förgun. Þetta segja starfsmenn Kælitækni, fyrirtækis sem flytur inn um helming flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem notaðar eru sem kælimiðlar hér á landi. Það séu glufur í regluverkinu og brotalamir í kerfinu. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa lýst yfir sérstöku...
Published 11/08/19