Episodes
Það skiptir ekki máli hvernig veðrið er úti það er hægt að kæla það sem þarf að kæla og frysta það sem þarf að frysta. Þetta er gert með kælikerfum og í flest þeirra eru notaðar flúoraðar gastegundir, svokölluð F-gös. Þjóðum heims tókst með Montreal-bókuninni frá árinu 1987 að stoppa í gatið í ósonlaginu og þessi F-gös voru lykillinn að þeim árangri, þau komu í stað freons og annarra ósoneyðandi efna. F-gösin kærkomnu reyndust þó ekki gallalaus, það lá fyrir frá upphafi að þau væru...
Published 11/08/19
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Arnar Páll Hauksson talar við Elísabetu Brynjarsdóttur. Kosningabaráttan í Bretlandi er rétt að byrja og það liggur þegar í loftinu að hún verði einkar hörð og Brexit-áhrifin óútreiknanleg. Íhaldsflokkurinn þarf að verja um tíu prósenta...
Published 11/08/19
Það er ljóst að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er stærsti jarðeigandi á Íslandi. Það er hins vegar óljósara hversu margar jarðir hann á í raun. Ein ástæðan er sú að eignarhalda jarðanna var þegar aflandsvætt og viðskiptin fara því að hluta fram utan landsteinanna. Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina,...
Published 11/08/19
Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við Davíð Þorláksson. Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, hagfræðiprófessor við Hí, segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði. Forsætisráðherra segir...
Published 11/08/19
Hæstaréttarlögmaður segir ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um miskabætur. Bætur vegna kynferðisbrota séu yfirleitt hærri en bætur vegna ólögmætra uppsagna. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Tómas Hrafn Sveinsson. Þegar Norðurlandabúar hittast gera menn að einhverju marki ráð fyrir því að Svíar, Danir og Norðmenn skilji tungumál hverjir annarra. Sá skilningur er þó oft takmarkaður, hvað þá Íslendinganna. Danskur málfræðingur telur að tryggja megi skilning með orðalista. Anna Kristín...
Published 11/08/19
Arne Sólmundsson segir að óháð veiðum séu ekki forsendur í náttúrunni til að byggja upp stóra rjúpnastofna eins og þekktust hér áður fyrr. Hann segir að fjöldi veiðidaga skipti ekki máli heldur hvenær árs sé veitt. Hann hefur rýnt í gögn um rjúpuna sem staðfesti að viðkoma hennar hafi minnkað um fimmtung frá árinu 2004. Arnar Páll Hauksson talar við Arne Sólmundsson. Tveir af hverjum fimm núlifandi Íslandingum voru sendir í sveit á sumrin. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn um hvers...
Published 11/08/19
30 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Kristján Sigurjónsson talaði við hjónin Helga Hilmarsson og Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem voru við nám í Vestur Berlín og hann talaði líka við Kristínu Jóhannsdóttur sem var ný flutt frá Austur Þýskalandi til Berlínar. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði áfram um F- gös sem notuð er i kælikerfi. Hún talaði við Auðunn Pálsson og Braga Ragnarsson.
Published 11/07/19
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að samtökin 78 voru stofnuð. Erfiðleikana og fordómana sem mættu þeim í upphafi, sigra og og ósigra, gjörbreytingu á viðhorfi þjóðarinnar um miðjan tíunda áratuginn, réttarbætur löggjafans, tregðu þjóðkirkjunnar til að viðurkenna fullan...
Published 10/30/19
Í dag þurfa stjórnendur fyrirtækja ekki að gægjast yfir öxlina á starfsfólki sínu til að athuga hvort það sé að slæpast á Facebook. Þau nota hugbúnaðarforrit og gervigreind. Vestanhafs fylgja vinnuveitendur starfsmönnum sínum nánast hvert fótmál, jafnvel heima líka. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Ölmu Tryggvadóttur, persónuverndarfulltrúa Landsbankans. Samningurinn sem þingið samþykkti og þó ekki. Kosningarnar sem verða og þó óljóst hvort og hvenær. Á viðsjárverðum Brexit-tímum í...
Published 10/30/19
Samsetning ferðamanna sem hingað koma er að breytast, færri koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi, fleiri frá Kína. Nú er einn af hverjum 20 ferðamönnum sem hingað kemur kínverskur og hlutfallið gæti hækkað, af öllum þeim þjóðernum sem hingað koma er vöxturinn mestur hjá Kínverjum. Arnhildur Hálfdánardóttir fjalla um ferðavenjur Kínverja og ræðir við Arnar Stein Þorsteinsson kínverskufræðing. Stefnt er að því að banna allar selveiðar við Ísland vegna þess hve mikið sel hefur fækkað....
Published 10/30/19
Samsetning ferðamanna sem hingað koma er að breytast, færri koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi, fleiri frá Kína. Nú er einn af hverjum 20 ferðamönnum sem hingað kemur kínverskur og hlutfallið gæti hækkað, af öllum þeim þjóðernum sem hingað koma er vöxturinn mestur hjá Kínverjum. Arnhildur Hálfdánardóttir fjalla um ferðavenjur Kínverja og ræðir við Arnar Stein Þorsteinsson kínverskufræðing. Stefnt er að því að banna allar selveiðar við Ísland vegna þess hve mikið sel hefur fækkað....
Published 10/30/19
Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill ráðast í aðgerðir til að bæta kjör láglaunafólks í Evrópu. Hún hefur viðrað hugmyndir um að lágmarkslaun verið innleidd með tilskipun. Kristján Bragason segir að launamunurinn sé mikill. Víða í Suðaustur-Evrópu séu tímalaun undir tveimur evrum á sama tíma og greiddar séu 12 til 18 evrur í löndum Vestur-Evrópu. Arnar Páll talar við Kristján Bragason. Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu...
Published 10/24/19
Fimm BHM-félög sömdu á nótum lífskjarasamningsins. Mánaðarlaun hækka um tæp 70 þúsund á næstu fjórum árum. Samið var til fjögurra ára og um að vinnuvikan geti styst í allt að 36 klukkustundir á viku. Hvernig staðið verður að styttingu vinnuvikunnar ræðst á hverjum vinnustað fyrir sig. Arnar Páll Hauksson. Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna...
Published 10/22/19
Ríkið er svo gott sem eini eigandi Landsbankans og á Íslandsbanka að fullu. Fyrir nokkrum vikum sagði fjármálaráðherra að hann vænti þess að fljótlega kæmi tillaga frá Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins um sölu þeirra. Í dag var sérstök umræða á þingi að ósk Oddnýjar Harðardóttur, Samfylkingu um sölu á hlut ríkisins í bönkunum og henni finnst ekki komið að því að selja. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gylfa Magnússon. Laugardagurinn var enn einn dagurinn þegar stefndi í að...
Published 10/21/19
Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka...
Published 10/18/19
Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka...
Published 10/18/19
Ísland er grafreitur erlendra skyndibitakeðja. Þetta segir forstjóri Dominos sem útilokar ekki að fjárfesta sjálfur í keðjunni hér, nú þegar breski eigandinn hyggst selja. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Birgi Örn Birgisson, forstjóra Dominos á Íslandi. Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands og Ásmundur Stefánsson fyrrum forseti ASÍ rifjuðu á ársfundi Samtaka atvinnulífsins upp, þjóðarsáttina sem gerð var 1990. Arnar Páll Hauksson ræddi við...
Published 10/17/19
Einsemd og félagsleg einangrun eru hættuleg heilsunni, segir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Þar fær fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með margvíslegum hætti. Kristín Sigurðardóttir kynnti sér starfsemi hlutverkaseturs - allt frá sjósundi til súpugerðar. Fulltrúi landlæknisembættisins fagnar því að í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sé lagður til sykurskattur og vill helst banna nammibari. Lítið er vitað um mataræði íslenskra...
Published 10/16/19
Það brutust út mikil mótmæli í gær í Katalóníu eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 forystumenn aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Fjöldamótmæli voru við flugvöll Barselóna og fresta var 110 flugferðum vegna þeirra. Og það var víða mótmælt. 45 ferðum var svo aflýst í morgun. Í Girona var logandi hjólbörðum raðað á járnbrautarteina þannig að stöðva þurfti ferðir hraðlestarinnar milli Barcelona og Frakklands. Mótmælin hafa haldið áfram í dag víða í Katalóníu. Rætt var við Hallór Má...
Published 10/15/19
Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í dag. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal og Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Það hefur orðið sprenging í komum svokallaðra leiðangursskipa, þau eru minni en hefðbundin skemmtiferðaskip, gera út á það að kanna framandi slóðir og fræða farþega um náttúru og menningu norðurslóða. Þessi...
Published 10/14/19
Arctic circle er stórmerkileg samkoma, þetta segir utanríkisráðherra um þing hringborðs Norðurslóða sem nú er í fullum gangi. Samískir hreindýrabændur taka undir með honum, já og færeyskir prestar. Spegillinn kynnti sér þetta stóra þing sem laðar að 2000 gesti víðsvegar að úr veröldinni og beinir líka sjónum að ungum héraðsstjóra við heimskautssbaug sem Pútín hefur handvalið. Friðarverðlaunahafi Nóbels fellur í ár algerlega að bókstaf stofnskrár Alfreðs Nóbels. Valið kemur ekki á óvart...
Published 10/11/19
Danska ríkisstjórnin tilkynnti auknar öryggisráðstafanir í dag vegna tíðra sprengitilræða og skipulagðrar glæpastarfsemi. Jafnframt hefur verið ákveðið að herða tímabundið eftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Ráðstafanirnar fela meðal annars í sér að eftirlitsmyndavélum verður fjölgað umtalsvert og rannsóknarheimildir lögreglu verða auknar. Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á...
Published 10/10/19
Tyrkir réðust inn á yfirráðasvæði Kúrda sunnan landamæra Tyrklands og Sýrlands í dag. Forystumenn Kúrda segja Tyrki hafa gert loftárásir á borgaraleg mannvirki og að mikill skelfing hafi gripið um sig meðal almennra borgara. Mannfall hafi orðið og þúsundir hafi þurft að flýja heimkynni sín. Kristján Sigurjónsson talar við Magnús Þorkel Bernhardsson. Atvinnu-og nýsköpunarráðherra upplýsti á Alþingi að til skoðunar væri hvort málsmeðferð virkjunarorku ætti að vera önnur en hefðbundinna...
Published 10/09/19
Tyrkir hóta að ráðast yfir landamærin og inn í Sýrland og mynda þar svokallað öryggissvæði. Sýrlandsmegin er yfirráðasvæði Kúrda sem berjast gegn Assad Sýrlandsforseta ásamt öðrum stjórnarandstæðingum og hafa verið leiðandi í stríðinu gegn hryðjaverkasamtökunum sem kalla sig íslamskt ríki, eða ISIS, og hafa þar verið bandamenn Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða. Á sama tíma þá tortryggja Tyrkir, bandalagsþjóð NATÓ, Kúrda, vilja sem minnst hafa saman við þá að sælda og líta á...
Published 10/08/19
Horfur er á að á næstunni verðir settar upp yfir 150 hleðslustöðvar víðs vegar um landið. Þetta er niðurstaðan eftir að stjórnvöld auglýstu styrki til að koma upp hleðslustöðvum. Alls bárust umsóknir um að setja upp hraðhleðslustöðvar fyrir tæpa 2 milljarða króna. Tilkynnt verður um miðjan október hverjir fá styrki. Arnar Páll Hauksson. „Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna.“ Svona lýsir Jóhann Gunnarsson, þeim tímamótum að hætta að vinna. Þetta vandist með...
Published 10/07/19