Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð, 500 þúsund króna lágmarkslaun.
Listen now
Description
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að samtökin 78 voru stofnuð. Erfiðleikana og fordómana sem mættu þeim í upphafi, sigra og og ósigra, gjörbreytingu á viðhorfi þjóðarinnar um miðjan tíunda áratuginn, réttarbætur löggjafans, tregðu þjóðkirkjunnar til að viðurkenna fullan rétt samkynhneigðra og í lokin klofning og sárindi í samfélagi þeirra sem enn hafa ekki gróið. Höfundur myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hún vann að henni í 26 ár. Kristján Sigurjónsson ræddi við Hrafnhildi . Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verða 500 þúsund í lok samningstímans. Samningurinn á að tryggja kaupmáttaraukningu. Enn á ríkið eftir að semja við 21 félag innan BHM og félög innan BSRB. Arnar Páll Hauksson segir frá. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skota 2014 vildu 55 prósent áfram vera hluti af Bretlandi. Í ESB-þjóðaratkvæðagreiðslunni kusu 62 prósent Skota að vera áfram í ESB. Nú þegar hinir ESB-sinna Skotar sjá fram á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er sjálfstæðishugmyndin aftur komin á kreik. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
More Episodes
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti...
Published 01/10/20
Published 01/10/20