Vilja að FAO kanni fiskveiðar og kvótakaup
Listen now
Description
Ríkisstjórnin samþykkti dag að fá Alþjóðamatvælastofnunina til að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir. Á ríkisstjórnarfundi voru kynntar nokkra leiðir til að bæta orðspor Íslands í kjölfar Samherjamálsins. Ef kostnaður fyrirtækja við að framfylgja reglum er hvati til lögbrota þá eru slíkir hvatar ansi víða í kerfinu. Þetta er mat Umhverfisstofnunar. Stofnunin vísar því á bug að það það sé hvati til þess hjá þeim sem vinna með kælikerfi að hleypa öflugum gróðurhúsalofttegundum, svokölluðum F-gösum, út í andrúmsloftið. Stofnunin viðurkennir að reglum um að þeir sem vinna með kælikerfi séu vottaðir hafi ekki verið fylgt en segir að úr því verði bætt á næstunni, þá hafi eftirlit með innflutningi á F-gösum verið hert. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá. Talað er við 'isak Bragason. Stórum hluta af því metani sem er framleitt hér á landi er brennt og nýtist því ekki sem orkugjafi. Þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun næstum tvöfaldast framleiðslugetan. Framkvæmdastjóri Sorpu segist þess fullviss að hægt verði að nýta allt metan þó að það gerist ekki strax. Arnar Páll Hauksson talar við Björn H. Halldórsson hjá Sorpu.
More Episodes
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti...
Published 01/10/20
Published 01/10/20