Aníta Rún Guðnýjardóttir - „80% kvenna eru í rangri brjóstahaldara stærð"
Listen now
Description
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Aníta Rún Guðnýjardóttir eigandi verslunarinnar Sassy sem selur nærfatnað, aðfaldsfatnað og aðgerðarfatnað. Aníta er með ótrúlega gott úrval af vörum fyrir konur sem eru með eitt, tvö eða engin brjóst og leggur mikið upp úr því að fræða konur um hvernig þær eiga að klæðast brjóstahöldurum í réttri stærð. Saga Anítu er áhugaverð en hún eignaðist 3 börn á þremur árum og hefur farið í gegnum allskonar breytingar á líkama og sál í gegnum lífið. Hér er á ferðinni skemmtileg kona sem hvetur aðrar konur til þess að setja sjálfar sig í fyrsta sæti til þess að líða betur í eigin skinni. 
More Episodes
Gunni Hilmarsson er heillandi maður og mörgum kunnur sem mikill tískufrömuður. Hann byrjaði aðeins 16 ára í tískubransanum og hefur síðan þá unnið að ýmsum stórum hönnunarverkefnum í gegnum tíðina. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni og ræðir um líf sitt af mikilli einlægni....
Published 06/03/24
Published 06/03/24
Unnur Már Unnarsson Osteópati er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Unnar Már rekur Sigma heilsumiðstöðina en hann vinnur með manneskjunni á heildrænan hátt og leitast við að finna orsakavaldi sársaukans í stað þess að meðhöndla einungis einkennin. Unnar hefur ákveðnar skoðanir...
Published 05/23/24