Episodes
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Aníta Rún Guðnýjardóttir eigandi verslunarinnar Sassy sem selur nærfatnað, aðfaldsfatnað og aðgerðarfatnað. Aníta er með ótrúlega gott úrval af vörum fyrir konur sem eru með eitt, tvö eða engin brjóst og leggur mikið upp úr því að fræða konur um hvernig þær eiga að klæðast brjóstahöldurum í réttri stærð. Saga Anítu er áhugaverð en hún eignaðist 3 börn á þremur árum og hefur farið í gegnum allskonar breytingar á líkama og sál í gegnum lífið. Hér er á...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Hin dásamlega Hekla Guðmundsdóttir er viðmælandi í Spegilmyndinni að þessu sinni. Hekla hefur gengið í gegnum röð áfalla á sinni lífstíð en hefur tekist á við þau verkefni af mikilli þrautseigju og jákvæðni. Hún var frá vinnumarkaði í um 14 ár vegna veikinda en hefur í dag fundið sína köllun. Bandvefslosun er hennar hugarfóstur en það kennir hún í Dans og jóga ásamt því að halda pop up viðburði reglulega. Hekla deilir sögu sinni af mikilli einlægni í þessum þætti og lýsir því hvernig...
Published 04/23/24
Helga Ólafsdóttir er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún starfar í dag sem stjórnandi Hönnunarmars sem er hátíð hönnunar og arkitektúrs. Helga er með gríðarlega víðtæka reynslu í heimi hönnunar, þróunar skapandi verkefna, í stjórnun og rekstri. Hún er með BA gráðu í fata­hönn­un og vöruþróun frá Hell­erup Textile Col­l­e­ge í Kaup­manna­höfn og fata­hönn­un frá Kent Institu­te of Art and Design á Englandi. Í 11 ár rak hún hönnunarfyrirtækið sitt Ígló og Indí með barnaföt og hefur...
Published 04/17/24
Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Judith Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðinema, en hún ferðaðist til Tyrklands fyrir nokkrum vikum síðan og lagðist undir hnífinn til þess að fá nefið sem hana hafði dreymt um. Síðan hún man eftir sér átti hún erfitt með að sætta sig við nefið sitt, þrátt fyrir að hafa ekki skort sjálfstraust. Hún var staðráðin í því að breyta nefinu og lét til skarar skríða fyrir nokkrum vikum. Hún er himinlifandi með útkomuna þó hún sé enn að venjast nýrri útgáfu af sjálfri...
Published 04/08/24
Lilja Sigurgeirsdóttir er eins og ferskur andblær þegar hún kemur inn í upptökuverið, en hún er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún hefur aldrei verið þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en starfar sjálfstætt í dag sem liðleika og hreyfanleika þjálfari. Lilja hefur verið með vinsæl námskeið sem heita Stirðir strákar og Flex Fit og segir alltof marga vera að eiga við stoðkerfisvandamál í dag. Nútimasamfélagið hafi gert það að verkum að fólk hafi hætt að hreyfa eins og áður þegar við...
Published 03/31/24
Jarþrúður eða Jara Gian Tara er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún er mögnuð kona. Hún er listakona, jógakennari og stjörnuspekingur sem semur tónlist og lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Jara trúir á stjörnurnar og Human design. Hún aðhyllist stjörnuspeki og dulspeki og segir að það skipti máli hvenær og hvar við fæðumst. Jara vill meina að við höfum öll tilgang en oft þurfum við að komast í dýpri tengingu við okkur sjálf til þess að lífið verði magískt. Marín Manda ræddi...
Published 03/21/24
Björn Þór Sigurbjörnsson eða Bjöddi þjálfari er nýjasti gestur Marín Möndu í Spegilmyndinni. Björn er einnig Ostopatíu nemandi og starfar í World Class. Hann er með yfir 20 ára reynslu af heilsu -og líkamsræktargeiranum og margir skjólstæðingar hans í dag eru konur á breytingaskeiðinu. Hér er á ferðinni ansi fræðandi og skemmtilegt spjall við Björn sem hefur sterkar skoðanir á matarkúrum, markaðsöflunum og hugarfari. Samkvæmt honum þarftu að hafa hugann í lagi til þess að þjóna líkamanum sem...
Published 03/15/24
Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi er nýjasti gestur Spegilmyndarinnar. Hún er mikill matgæðingur, hefur gefið út matreiðslubækur og rak Gulur rauður grænn og salt, eitt vinsælasta matarblogg um langt skeið. Fyrir ekki svo löngu síðan stóð hún á tímamótum þegar hún þurfti að kveðja vörumerkið sitt og það tók virkilega á. Berglind er dásamlega skemmtileg og einlæg kona sem í dag heldur úti Instagram miðlinum Lífsgleðin og vefmiðlinum Salina.  Einnig sér hún um fararstjórn...
Published 03/07/24
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hún hefur rekið sína eigin stofu um árabil en hún útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005. Í dag hefur hún sérhæft sig í kvenheilsu og þótti því viðeigandi að ræða breytingarskeið kvenna, mataræði og ýmis náttúruleg bætiefni sem konur geta stuðst við á þessu tímabili. Ásdís starfar einnig í dag með GreenFit og hefur sjálf prófað allt undir sólinni í mataræði. Ásdís er...
Published 03/01/24
Hilmir Petersen Hjálmarsson starfaði  áður sem bakari en starfar í dag sem öndunarþjálfari og gengur undir nafninu Breatheviking á samfélagsmiðlum. Hann er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í Spegilmyndinni. Hann ræðir á mjög einlægan hátt hvernig hann upplifði mikið þunglyndi í fjölda ára og var búin að ákveða hvenær, hvernig og hvar hann ætlaði að taka eigið líf. Í dag er hann nýr og breyttur maður og deilir með hlustendum hvernig hann náði að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Í dag aðstoðar...
Published 02/19/24
Að þessu sinni eru það Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir  sem komu í spjall í Spegilmyndina, en þær eru eigendur fataleigunnar og umboðssölunnar Spjöru. Þessar frábæru konur sem eru fullar af eldmóð, ákváðu að opna fataleigu fyrir sparilegri tilefni og leigja út fallega merkjavöru með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi. Þær fengu þessa hugmynd til þess að sporna við textílvandanum með von um það að fá fólk til þess að hugsa tísku upp á nýtt. 
Published 02/12/24
Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Írisi Björk Reynisdóttur förðunarfræðing, ljósmyndara og eiganda Beautybox verslunarinnar en Íris ræðir meðal annars um hversu varhugavert það er orðið að börn og unglingar séu að sækjast í virkar húðvörur. Hún telur að þessi þróun sé mikið áhyggjuefni í þessum heimi samfélagsmiðla þar sem skilaboðin herja á börn og unglinga (og fullorðna) að það eigi allir að vera með fullkomna húð. Þessi þáttur er stútfullur af fróðleik fyrir foreldra sem og aðra sem...
Published 01/31/24
Í þessum fyrsta þætti ársins fékk Marín Manda hana Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðing í spjall til þess að ræða kynlíf, samskipti, kynhegðun og sambönd, en hún gaf út bókina; LÍFIÐ ER KYNLÍF, á síðasta ári. Áslaug er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og segist hafa vitað snemma hvað hana langaði að starfa við. Áhugavert samtal við skemmtilega konu sem hvetur fólk í langtímasamböndum til þess að sinna nándinni og kynlífinu betur með allskonar góðum ráðum. 
Published 01/18/24
Viðmælandi Marín Möndu að þessu sinni er Aldís Arna Tryggvadóttir en hún starfar sem PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, klínískur dáleiðari, heilari og fyrirlesari hjá Heilsuvernd. Í þessum skemmtilega þætti ræðir hún um sína persónulega vegferð í gegnum streitu og áföll, upprisuna eftir leit að lífsins svörum, dáleiðslu og undirmeðvitundina. Aldís Arna var einstaklega áhugaverður viðmælandi sem virkilega fær mann til að doka við og hugsa líf sitt í þaula.  
Published 12/05/23
Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Þóra Hrund sem er markaðsspekúlant, mannræktarmógull, markþjálfi og upplifunarhönnuður. Hennar nýjasta hugarfóstur er verkefnið „fjölskyldanmínehf" sem er einskonar leiðirvísir að betra skipulagi, samvinnu og samskiptum innan fjölskyldunnar. Ákaflega skemmtilegt spjall við hugmyndaríka og áhugaverða konu sem veit ekkert betra en að efla fólk í kringum sig með jákvæðri sálfræði.  Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér: thorahrund.com og...
Published 11/21/23
Fanney Magnúsdóttir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá TÁP er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún hefur sérhæft sig í grindarbotninum og kvenheilsu en heldur einnig úti Instagram miðlinum Móðurmáttur ásamt samstarfskonu sinni. Í þessum þætti ræðir hún mikilvægi þess að vinna betur með grindarbotninn sem getur verið lykillinn að allskyns vandamálum sem konur eru sérstaklega að eiga við, hvort sem það er tengt spennu í líkamanum, þvagleka eða verkjum við samfarir. Áhugavert og...
Published 10/31/23
Viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni er förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir. Hún er móðir, frumkvöðull, förðunarfræðingur og förðunarkennari en hún rekur Makeup studio Hörpu Kára. Hún ræðir meðal annars um öfgana í förðunarheiminum á samfélagsmiðlum við Marín Möndu, um vinsælu námskeiðin sem hún heldur fyrir fólk á öllum aldri og ástríðuna að hvetja áfram upprennandi förðunarfræðinga á Íslandi. Skemmtilegt spjall við dásamlega konu. 
Published 10/18/23
Í þættinum ræðir Marín Manda við Sigríði Svöludóttur og Rakel Guðmundsdóttur eigendur Venju, sem er sérhönnuð fæðubótalína fyrir konur á ólíkum lífsskeiðum. Sigríður eða Sirrý hefur starfað í bætiefnabransanum í rúmlega 10 ár og var með þá hugmynd í maganum að leysa þetta flækjustig sem fólk upplifir þegar það kaupir fæðubótaefni og þannig hjálpa konum að gera upplýst kaup. Hugmyndin að Venju fékk að blómstra þegar hún hitti Rakel sem var þá að stýra Gló. Þær ræða mikilvægi þess að nota...
Published 09/28/23
Hannes Sigurjónsson lýtalæknir er gestur Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Sem ungur læknanemi fékk hann að vera með í aðgerðum sem faðir hann gerði sem er andlits-og kjálkaskurðlæknir - þannig fékk hann áhugann á lýtalækningum. Í þessum þætti ræðir hann ýmislegt sem við kemur fegrunarinngripum og aðgerðum og varar við áhættunum að leita til ófaglærðra innan þessa bransa. Áhugavert og fræðandi spjall við hann Hannes sem greinilega hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli. 
Published 09/17/23
Rakel Pálmadóttir framkvæmdastjóri hjá Harklinikken kom í skemmtilegt spjall til Marín Möndu. Rakel ræddi meðal annars um mikilvægi þess að hársvörðurinn sé í jafnvægi til að viðhalda heilbrigðu hári. Hjá Harklinikken fær hún til sín allskonar fólk sem kemur í einstaklingsmiðaða meðferð vegna hárþynningar. Hún ræðir einnig um það hvernig stress og allt álag á líkamann getur haft áhrif á hárið. Sérstaklega geta hornmónasveiflur sem konur ganga í gegnum getur haft mjög mikil áhrif á...
Published 08/30/23
Lukka Pálsdóttir stofnandi Greenfit er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Lukka hefur aðstoðað fólk um áraraðir í heilsutengdum efnum tengt mataræði og heilsu, en fyrir um þremur árum varð Greenfit að veruleika. Þeirra yfirlýsta markmið með Greenfit er að reyna fjölga heilbrigðum æviárum hjá fólki með heilsufarsmælingum - því um leið og fólk getur mælt heilsuna sína þá fær það betri yfirsýn. Við áttum skemmtilegt spjall um allskonar heilsutengd efni og mikilvægi þess að fá upplýsingar...
Published 08/21/23
Að þessu sinni er textíl og fatahönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir gestur hlaðvarps Spegilmyndarinnar. Linda er einnig stofnandi Scintilla sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki þekkt fyrir frumlega hönnun á mynstrum á vefnaðarvöru og fylgihlutum fyrir heimilið. Linda segir frá vegferð sinni sem hönnuður, árunum í París og áhugaverðu doktorsnámi sínu í félagsfræði tískunnar. Hún segir það vera augljóst mál að tíska er fyrst og fremst tæki til breytinga.    Bakhjarl þáttarins er húðvörumerkið...
Published 08/13/23
Að þessu sinni kom Lára G. Sigurðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum í spjall. Lára hefur hellt sér út í hinar ýmsu forvarnar rannsóknir til þess að fræðast betur um það hvernig við getum fengið sem best út úr lífinu. Hún rekur einnig Húðina skin care klíník sem nú flytur í nýtt og stærra húsnæði og mun bjóða upp á nýjungar og meðferðir til að viðhalda húðinni í sem besta ástandi og vinna gegn öldrunareinkennum. Nýlega gaf hún út Húðbókina sem er ansi áhugaverð. Skemmtilegt spjall við fróða...
Published 07/24/23
Ingeborg Andersen grasalæknir er gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún lærði vestrænar grasalækningar í London og heldur úti síðunni jarðviska.is. Hún er einnig hluti af hópnum Nærðar konur. Í þessum þætti ræðir hún um starf sitt sem grasalæknir, hormónakerfi kynjanna sem er gjörólíkt, jurtir sem fegra og styðja við líkamann og nýja móðurhlutverkið sem er svo magnað - og fleira.    * Þessi þáttur er í boði NEOSTRATA. Þessar frábæru húðvörur fást hjá Hverslun.is og í öllum helstu...
Published 07/12/23