#3. Spursmál - Guðlaugur Þór, Dóri DNA og Ásthildur Sturludóttir
Listen now
Description
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra er aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í þriðja þætti af Spurs­málum. Guðlaug­ur Þór hef­ur hlotið þó nokkra gagn­rýni að und­an­förnu þar sem mörg­um þykir kom­in upp frem­ur neyðarleg staða í orku­mál­um sem ekki sér fyr­ir end­ann á hald­ist staðan óbreytt. Til umræðu í þættinum eru mál sem brunnið hafa á þjóðinni undanfarið; Breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um, yf­ir­vof­andi orku­skort­ur í land­inu og niður­fell­ing á íviln­un­um á raf­bíla­kaup­um, svo eitthvað sé nefnt. Auk Guðlaugs Þórs mæta þau Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar og skemmtikraft­ur­inn Hall­dór Lax­ness, bet­ur þekkt­ur sem Dóri DNA, í settið til að ræða það sem bar hæst í frétt­um liðinn­ar viku með bráðskemmtilegum hætti.
More Episodes
Þau Edda Her­manns­dótt­ir markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Íslands­banka, Sindri Sindra­son fjöl­miðlamaður og Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blas­ir við á loka­metr­um kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Miðað við niður­stöður síðustu skoðanakann­ana gæti verið...
Published 05/31/24
Published 05/31/24
Und­an­farið hef­ur fram­boð Arn­ars vakið mikið um­tal. Einna helst eft­ir að Arn­ar Þór kærði Hall­dór Bald­urs­son skopteikn­ara til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands á dög­un­um. Þá hafa hug­sjón­ir Arn­ars og and­óf hans á ríkj­andi stjórn­ar­fari og for­ræðis­hyggju rík­is­valds­ins...
Published 05/24/24