Episodes
Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar. Líkt og í fyrri þátt­um verður Höllu gert að svara krefj­andi spurn­ing­um. Beint verður að henni spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team. Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks...
Published 05/17/24
Jón Gnarr svarar krefj­andi spurn­ing­um er varða fortíð hans og bak­grunn sem einn vin­sæl­asti grín­isti lands­ins í sam­hengi við fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands. Einnig var knúið á um svör hvers kon­ar hug­sjón­ir Jón hef­ur á for­seta­embætt­inu og með hvaða hætti hann kem­ur til með að beita sér í því verði hann kjör­inn. Fjöl­miðlamaður­inn Frosti Loga­son og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins mættu í settið til að fara yfir stærstu...
Published 05/10/24
Published 05/10/24
Lagðar eru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar verða mál­skots­rétt­ur­inn, stjórn­ar­skrá­in, tungu­málið og margt annað sem kem­ur í hlut­skipti for­set­ans til umræðu.  Vafi hef­ur leikið á tengsl­um Orku­stofn­un­ar við verk­taka sem starfa nú í kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar. Þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað hvað tengsl­in varðar og hug­mynd­ir uppi um...
Published 05/03/24
Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um. Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að Baldri og fram­boði hans til embætt­is for­seta Íslands. Auk Bald­urs mæta þau Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins, og Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði, í settið til að fara yfir helstu frétt­ir líðandi viku. 
Published 04/26/24
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi hjá NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku. Bú­ast má við að...
Published 04/19/24
Staðan í póli­tík­inni og ný­myndað stjórn­ar­sam­starf er í brenni­depli í Spurs­mál­um. Þau Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða ný­myndað rík­is­stjórn­ar­sam­starf sem hlotið hef­ur tölu­verða gagn­rýni síðustu daga.  Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæt­ir í settið ásamt Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur, blaðamanni og bóka­gagn­rýn­anda til að rýna helstu...
Published 04/12/24
Spurs­málaþátt­ur vik­unn­ar verður helgaður yf­ir­vof­andi for­seta­kosn­ing­um þar sem kafað verður ofan í kjöl­inn á þeirri for­dæma­lausu stöðu sem nú er kom­in upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þau Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem sit­ur í kosn­inga­stjórn hjá Jóni Gn­arr, og Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjóra, mæta í settið til að ræða nýjasta útspil forsætisráðherra sem mun biðjast lausnar sem...
Published 04/05/24
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri er aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í vik­unni um að staða stýri­vaxta héld­ist óbreytt og yrði áfram í 9,25 pró­sent­um. Ákvörðunin hef­ur valdið þó nokkru upp­hlaupi einkum í sam­hengi við ný­und­ir­ritaða kjara­samn­inga sem ætlað var að hafa áhrif á lækk­un og þróun verðbólgu. Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að seðlabanka­stjóra um horf­urn­ar á...
Published 03/22/24
Í þætt­in­um tak­ast þeir Jens Garðar Helga­son aðstoðarfor­stjóri Fisk­eld­is Aust­fjarða og Jón Kal­dal, talsmaður Íslenska Nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins og fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðsins á um sjókvía­eldi við strend­ur Íslands.  Þing­kon­an Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir fer yfir fréttir vikunnar sem er að líða ásamt Mörtu Maríu Win­kel Jón­as­dótt­ur frétta­stjóra dæg­ur­mála hjá Morg­un­blaðinu sem er vitaskuld þekkt fyr­ir að vera alltaf með putt­ann á púls­in­um.
Published 03/15/24
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, takast á um stóru mál samfélagsins í nýjasta þætti Spursmála. Þar verða útlendingamálin kapprædd, kjaramálin gerð upp og ríkisstjórnarsamstarfið rætt í þaula.  Ekki er hægt að tala um að fréttaþurrð hafi einkennt vikuna sem senn er á enda. Þau Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, og leikarinn og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, rýna helstu fréttir líðandi viku með...
Published 03/08/24
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum vikunnar. Þar ræðir hún útlendingamálin, ríkisstjórnarsamstarfið og möguleg stjórnarmynstur í náinni framtíð. Þorgerður hefur bent á að margt megi betur fara í málaflokki innflytjenda og flóttafólks en varasamt sé þó að gera útlendingamálin að kosningamáli. Í þættinum verða fréttir vikunnar að stórum hluta tileinkaðar 35 ára afmæli bjórsins. Arnar Sigurðsson, eigandi...
Published 03/02/24
Bergþóra Þorkelsdóttir forstóri Vegagerðarinnar situr fyrir svörum um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins í nýjasta þætti Spursmála. Framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar er í forgrunni þar sem knúið er á um svör við krefjandi spurningum um umfram kostnaðaráætlun og tillögu að hönnun brúarinnar. Hvort tveggja hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Yfirferð á helstu fréttum vikunnar verður einnig á sínum stað í þættinum. Bragi Valdimar Skúlason, orðasnillingur, þáttagerðarmaður og textasmiður...
Published 02/23/24
Hvað eiga rekstr­ar­töl­ur Land­spít­al­ans, Vík­ing­ur Heiðar, Don­ald Trump, RÚV og Pípu­lagn­inga­sveit Al­manna­varna sam­eig­in­legt? Jú, allt þetta og meira er til umræðu í tólfta þætti Spursmála.  Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala situr fyrir svörum um rekstur spítalans í nýjasta þætti af Spursmálum. Rætt verður um stöðu spítalans í samanburði við tölur sem nýlega voru birtar úr nýju bráðabirgðauppgjöri og sýndu jákvæða afkomu. Fréttir vikunnar verða að vanda á sínum stað. Að...
Published 02/16/24
Í þessum ellefta þætti af Spursmálum situr Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri hjá Orkustofnun, fyrir svörum við krefjandi spurningum um þá stöðu sem upp er komin í orkumálum hér á landi. Staðan hef­ur um hríð þótt held­ur óljós og yf­ir­vof­andi orku­skort­ur á raf­orku og heitu vatni ekki úti­lokaður. Hefur orkumálastjóri sætt harðri gagnrýni að undanförnu í ljósi stöðunnar. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá...
Published 02/09/24
Mikið hef­ur farið fyr­ir inn­flytj­enda- og flótta­manna­mál­um í sam­fé­lags­um­ræðunni síðustu daga og vik­ur. Í þætt­in­um mun Stefán Ein­ar Stef­áns­son beina krefj­andi spurn­ing­um að ráðherra í takt við þann glundroða sem virðist eiga sér stað í út­lend­inga­mál­um hér á landi.  Einnig má bú­ast við fjör­ugri yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar þegar þau Björt Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og fyrr­um þing­kona, og Berg­ur Ebbi Bene­dikts­son, rit­höf­und­ur og grín­isti, mæta í...
Published 02/02/24
mbl.is leitaði álits lands­manna á því hvern fólk vildi helst sjá í embætti for­seta Íslands þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son læt­ur af embætti þann 1. ág­úst næst­kom­andi. Ríf­lega 2.500 ábend­ing­ar bár­ust á tæp­um tveim­ur sól­ar­hring­um og kenn­ir þar ým­issa grasa.
Published 02/01/24
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness, er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í þessum níunda þætti af Spursmálum. Mikill hiti hefur færst í kjaradeilu breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins (SA) en slitnað hefur upp úr viðræðum samningsaðila og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í vikunni. Dagbjört Hákonardóttir, þinkona Samfylkingarinnar, og Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, fara einnig yfir helstu...
Published 01/26/24
Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður NTÍ, situr fyrir svörum í áttunda þætti af Spursmálum. Í þættinum verður knúið á um svör við krefjandi spurningum um hlutverk náttúruhamfarasjóðsins og yfirvofandi aðgerðiráætlanir í ljósi atburðanna í Grindavík. Nístandi óvissa Grindvíkinga hefur sett mikinn svip á samfélagsumræðuna og ljóst að framtíð þeirra liggur í höndum ríkisstjórnarinnar og Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ). Auk Sigurðar Kára mæta þau Ólöf Skaftadóttir, laxabóndi og...
Published 01/19/24
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, situr fyrir svörum í sjöunda þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Þar er staða heilbrigðiskerfisins höfð í brennidepli og knúið á um svör með hvaða hætti hægt sé að bæta ástand heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, takast einnig á um helstu fréttir vikunnar og létu ólíkar skoðanir sínar í ljós á áliti umboðsmanns Alþingis um ákvörðun...
Published 01/12/24
Ingi­björg Isak­sen þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Brynj­ar Ní­els­son, aðstoðarmaður dóms­málaráðherra og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins eru viðmæl­end­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í þessum sjötta þætti af Spursmálum. Þar takast þau á um ríkisstjórnarsamstarfið sem mörgum þykir vera að líða undir lok. Auk Ingi­bjarg­ar og Brynj­ars ræðir Stefán Einar við Run­ólf­ Ágústs­son fram­kvæmda­stjóra og Ernu Mist Yamagata, lista­konu og pistla­höf­und um helstu...
Published 01/05/24
Kjarnorkuver í Búðardal og sátt um deifikerfið. Orku­mál­in eru í brenni­depli í Spurs­mál­um þar sem þær Björg Eva Er­lends­dótt­ir frá Land­vernd og Sig­ríður Mo­gensen frá Sam­tök­um iðnaðar­ins eru mætt­ar til að ræða um stöðuna sem er kom­in upp í orku­mál­um hér á landi. Þá ætla þeir Tví­höfðabræður Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son rýna í árið sem er fram und­an.
Published 12/29/23
Líflegar umræður sköpuðust í Spursmálum um kjara­mál og stöðuna í aðdrag­anda kjara­samn­inga þar sem þeir Gunn­ar Smári Eg­ils­son, talsmaður Sósí­al­ista, og Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafnamaður og formaður At­vinnu­fjelags­ins, mættu í settið til Stef­áns Ein­ars. Í aðdrag­anda kjara­samn­inga er staða kjara­mála afar viðkvæm í ljósi mik­ill­ar verðbólgu og þá hef­ur kjara­deila flug­um­ferðar­stjóra und­an­farn­ar vik­ur sett umræðuna í nýtt sam­hengi. Í vik­unni dró svo til tíðinda...
Published 12/22/23
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra er aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í þriðja þætti af Spurs­málum. Guðlaug­ur Þór hef­ur hlotið þó nokkra gagn­rýni að und­an­förnu þar sem mörg­um þykir kom­in upp frem­ur neyðarleg staða í orku­mál­um sem ekki sér fyr­ir end­ann á hald­ist staðan óbreytt. Til umræðu í þættinum eru mál sem brunnið hafa á þjóðinni undanfarið; Breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um, yf­ir­vof­andi orku­skort­ur í land­inu og...
Published 12/15/23
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í öðrum þætti Spursmála. Skapaðist spennuþrungið samtal þeirra á milli um starfsemi verkalýðshreyfingarinnar og stöðu vinnumarkaðarins. Auk Sólveigar Önnu ræðir Stefán Einar við þau Áslaugu Huldu Jónsdóttur, aðstoðarmann háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Björn Brynjúlf Björnsson, hagfræðing, um það sem bar efst á góma í fréttum vikunnar með líflegum og skemmtilegum hætti.   ...
Published 12/08/23