#18. Stjórnarkreppa í kortunum?
Listen now
Description
Spurs­málaþátt­ur vik­unn­ar verður helgaður yf­ir­vof­andi for­seta­kosn­ing­um þar sem kafað verður ofan í kjöl­inn á þeirri for­dæma­lausu stöðu sem nú er kom­in upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þau Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem sit­ur í kosn­inga­stjórn hjá Jóni Gn­arr, og Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjóra, mæta í settið til að ræða nýjasta útspil forsætisráðherra sem mun biðjast lausnar sem forsætisráðherra og hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Viðmælendur þáttarins velta fyrir sér með fróðlegum og athyglisverðum hætti hvers sé næst að vænta miðað við stöðuna sem nú er yf­ir­stand­andi.
More Episodes
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, situr fyrir svörum  í nýjasta þætti Spursmála. Lagabreytingatillögur Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa að undanförnu hlotið mikla gagnrýni af hálfu forsvarsmanna SFS og verður Heiðrún Lind meðal...
Published 09/13/24
Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, og Tryggvi Hjalta­son, formaður hug­verkaráðs og höf­und­ur ný­legr­ar skýrslu um stöðu drengja í ís­lensku mennta­kerfi, sitja fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Í kjöl­far hnífa­árás­ar­inn­ar í miðborg Reykja­vík­ur á Menn­ing­arnótt...
Published 09/06/24
Published 09/06/24