Episodes
Hagfræðingurinn og eðlisfræðingurinn David Friedman var nýlega staddur hér á landi. Hann kom við í Þjóðmálastofunni og ræddi þar um hinn frjálsa markað, hversu mikil völd hið opinbera ætti að hafa, um loftslagsmál, stöðu háskóla í hinum vestræna heimi og margt fleira.
Published 05/06/24
Published 05/06/24
Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta, hver sé líklegur til að verða varaseðlabankastjóri og hvaða áhrif það mun hafa á peningastefnunefnd bankans, hversu líklegt það sé að vextir lækki í bráð, um aukna arðgreiðslu Landsvirkjunar og möguleikana á að skrá hluta félagsins á markað, um stöðuna á annars daufum hlutabréfamarkaði, dauf uppgjör bankanna og margt fleira.
Published 05/03/24
Stefán Einar Stefánsson og Örn Arnarson ræða um þau forsetaframboð sem komin eru fram, erfiðar spurningar sem frambjóðendur hafa fengið um lífsgildi sín og viðhorf, hvernig kannanir eru að þróast og fleira því tengt. Þá er rætt um stöðu verðbólgunnar, þróun og áhrif vaxta, skráningu Oculis á markað og annað skemmtilegt í líflegum þætti.
Published 04/26/24
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í stjórnmálunum, undarlega grein nýs formanns VG um orkumál, skot Framsóknar á Samfylkinguna um helgina, stöðu Bjarna Benediktssonar, hvort að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gætu mögulega unnið saman, um skrýtna stöðu í borginni og afneitun borgarfulltrúa á veruleikanum. Þá er rætt um komandi forsetakosningar, áhugavert viðtal við Katrínu Jakobsdóttur í Spursmálum Morgunblaðsins og margt fleira.
Published 04/22/24
Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson ræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er líkleg til að viðhalda verðbólguþrýstingi, yfirlýsingar þeirra sem héldu því fram að hugtakið gróðaverðbólga væri raunverulegt, skrýtin átök bankaráðs Landsbankans við Bankasýsluna, árshátíðarferð Landsvirkjunar, fjármunina sem streyma til Rúv, hugmyndir um alheimsskatt og margt fleira.
Published 04/18/24
Albert Jónsson, fv. Sendiherra og einn helsti sérfræðingur landsins í alþjóðamálum, ræðir um áhrif og afleiðingar af árás Írans á Ísrael um helgina, stöðu Ísraels og viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hvernig útlitið er framundan á þessu svæði, hvaða hagsmuni Kínverjar hafa á svæðinu og fleira þessu tengt. Þá er rætt um stöðuna í Úkraínu, hvort að Bandaríki og evrópsk ríki hafi brugðist Úkraínumönnum og hvaða staða myndast ef að Rússar hafa betur í því stríði sem nú stendur yfir. Loks er rætt um...
Published 04/15/24
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um skipun nýrrar ríkisstjórnar, hvort líklegt sé að hún nái að leysa þann ágreining sem ríkt hefur, hvaða aðrir möguleikar voru í boði, hvort að VG reyni að sprengja ríkisstjórnina síðar á árinu og hvort að gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Svandísi Svavarsdóttur hafi verið innantóm. Þá er rætt um stöðu Alvotech sem hefur valdið óróa á markaði, aukna bindiskyldu bankanna sem mun fela í sér kostnað fyrir viðskiptavini þeirra, brotthvarf...
Published 04/10/24
Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um nýjustu vendingar í pólitíkinni, forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, hvaða áhrif pólitísk fortíð hennar hefur og þá hvaða áhrif hún mun hafa, hverjir möguleikar annarra forsetaframbjóðenda eru, hvernig ný ríkisstjórn getur litið út, hvort að þessar breytingar feli í sér tækifæri fyrir aðra flokka og margt fleira.
Published 04/05/24
Björn Berg Gunnarsson og Þórður Pálsson fara yfir stöðu mála í hagkerfinu, hvort og hvenær megi vænta þess að vextir lækki, hvaða áhrif verðbólguvæntingar hafa, stöðuna á fasteignamarkaði, hvernig næstu ár kunna að líta út í efnahagslegu tilliti og margt fleira.
Published 04/01/24
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fjallar um sögu og uppbyggingu félagsins, hvernig það kom til að þrír ungir frændur ákváðu að reyna fyrir sér í sjávarútvegi, um framtíð greinarinnar og samkeppnina við erlenda risa, hvaða möguleikar kunna að felast í fiskeldi, hvort til greina komi að skrá Samherja í Kauphöllina, hvernig umræða um fiskveiðistjórnunarkerfið hefur þróast, 12 ára baráttu við Seðlabankann og aðra anga kerfisins, ummælin um Gugguna sem átti að vera gul og margt...
Published 03/27/24
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fjalla um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM, um ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti og ákall formanns VR um götuóreiðir, forstjóraskipti hjá Play og hvort að hægt sé að reka hér tvö alþjóðleg flugfélög, um hlaðvarpsgerð starfsmanna Rúv um sjálfa sig, um endalausar uppsprettur skattahækkana, um ríkisstyrk til forsætisráðherra og margt fleira.
Published 03/20/24
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, ræðir um stöðuna í stjórnmálunum bæði hér og erlendis. Rætt er um þunga málaflokka sem stjórnmálin eiga erfitt með, hvort að gagnrýni Miðflokksins á Sjálfstæðisflokkinn eigi rétt á sér, hvort að erindi stjórnmálamanna sé það sama í aðdraganda kosninga og að kosningum loknum, um Samfylkinguna sem Sigmundur Davíð segir vera í tísku, fyrirhugað forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og margt fleira.
Published 03/15/24
Hörður Ægisson og Örn Arnarson ræða um stöðuna á vinnumarkaði í kjölfar undirritun kjarasamninga, ummæli stjórnarmanns VR um að það sé nóg til af fjármagni í þjóðfélaginu sem þurfi bara að sækja, ummæli Joseph Stiglitz um stýrivexti og verðbólgu, ímyndað samfélagslegt tap af meintu samráði skipafélaga, stjórnarkjör í Festi og undarlega hegðun lífeyrissjóða í aðdraganda kjörsins, fyrirhugaða sölu í Íslandsbanka og margt fleira.
Published 03/11/24
Hlaðvarpi Þjóðmála er annt um raunhagkerfið og var því að sjálfsögðu statt á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins, sem nú fagna 30 ára afmæli. Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs, og Hörð Ægisson, ritstjóra Innherja og yfirgreinanda Þjóðmála. Þá er einnig rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um erindi sem hún hélt á þinginu.
Published 03/09/24
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um nýjan kjarasamning sem undirritaður var í dag, hvaða áhrif hann hefur, hvað hann mun kosta, aðdraganda hans, undarlega aðkomu ríkisins að samningnum. Þá er rætt um þá aðila sem eiga ekki aðild að þessum samningi og hver staða þeirra er. Einnig er rætt um árásir á stjórnmálamenn, þörf á öryggisgæslu þeirra og annað því tengt.
Published 03/08/24
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir um stöðuna í alþjóðakerfinu og pólitíkina hér heima í ítarlegu viðtali. Þá er fjallað um hlutverk háskóla, hvernig þjóðfélagsumræða er að þróast, rifjað er upp þegar hann ásamt fleirum stóð fyrir opnun ólöglegrar útvarpsstöðvar, rætt er um að það sé betra að flytja vörur og þjónustu á milli landa frekari en hermenn, hlutverk ríkisins í þeirri stöðu sem nú er komin upp í Grindavík og margt fleira í afar fróðlegum og skemmtilegum þætti.
Published 03/04/24
Tímamótaþáttur í hlaðvarpi Þjóðmála, þáttur nr. 200. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta í viðskiptalífinu, nýtt nafn á sameinað félag Fossa og VÍS, bréf forstjóra Stoða til hluthafa, hversu oft sé hægt að nýta hækkað veiðigjald, samdrátt í hagkerfinu, viðbrögð Seðlabankans, stöðu Alvotech, undarlega baráttu gegn Rapyd, stöðuna í pólitíkinni og margt fleira.
Published 02/29/24
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, ræðir um nýlega ferð sína til Úkraínu, um stöðuna í stjórnmálunum hér heima og erlendis, hvernig henni varð við þegar veist var að henni fyrir utan Alþingi nýlega, um stjórnmálamenn sem veigra sér undan því að taka afstöðu til mála, blýhúðun á regluverki og hvort að það séu einhverjar líkur á því að það komi til með að breytast, um ríkisstuðning til stjórnmálaflokka og margt fleira.
Published 02/26/24
Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna. Þeir ræða um skrautlega uppákomu í þinginu, hvernig umræða um útlendingamál hefur tekið breytingum, krísustjórnun RÚV fyrir hönd Samfylkingarinnar, ríkisstjórnarsamstarfið, stöðu fjölmiðla, hlaðvarpsframleiðslu opinberra stofnana og margt fleira.
Published 02/23/24
Kristján Johannessen, fréttastjóri á Morgunblaðinu og stríðsfréttaritari Þjóðmála, ræðir um stöðuna í Úkraínu, hvernig herjum Rússa og Úkraínumanna hefur orðið ágengt, hvort að vestræn ríki séu að standa sig í stuðningi við Úkraínu, um tækjatjón Svartahafsflotans, ummæli Trump um varnarmál Evrópuríkja og margt fleira.
Published 02/20/24
Við færðum Þjóðmálastofuna á Kringlukrána og tókum upp þátt fyrir framan fullt hús af hlustendum sem nutu þess að vera viðstaddir upptöku á valentínusardaginn. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um undarlega umræðu stjórnmálamanna um HS Orku, hugmyndir VG um svonefnt atvinnulýðræði, um stöðu flugfélaganna og ferðaþjónustunnar, stöðuna í kjaraviðræðum auk þess sem teknar eru áhugaverðar spurningar úr sal. Þátturinn er unninn í samstarfi við Kringlukrána og Ölgerðina.
Published 02/15/24
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, ræða um samspil hins opinbera og einkageirans, hvort að líkur séu á því að opinberir aðilar nýti sér þær lausnir sem einkafyrirtæki hafa upp á að bjóða eða þá þekkingu og reynslu sem þau búa yfir, hversu margar ríkisstofnanir það þarf til að reka um 400 þúsund manna samfélag, hvernig gögn nýtast til framþróunar og annað þessu tengt sem rætt var á nýafstöðu Viðskiptaþingi.
Published 02/12/24
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson ræða um Viðskiptaþing, hvernig Viðskiptaráð hefur þróast, hvort að stjórnendur í atvinnulífinu eigi að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og þá hvernig, um samskipti einkageirans og hins opinbera, hvort að áhersla fyrirtækja á samfélagsskýrslur fari þverrandi og fleira þessu tengt. Þá er einnig tekin umræða um stöðuna í stjórnmálunum, hvort að ólík afstaða stjórnarflokkanna í mörgum málum geri stjórnarsamstarfið erfiðara en það er nú þegar, um fylgi...
Published 02/08/24
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra og varformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir um stöðuna í stjórnmálunum og á stjórnarheimilinu, þá gagnrýni sem ríkisstjórnin fær á sig fyrir að ná ekki saman um stór og mikilvægi mál, um fjármálaráðuneytið og ríkisfjármálin, fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka, hvernig hægt er að bregðast við stöðunni í Grindavík, stöðu Sjálfstæðisflokksins og margt fleira í ítarlegu viðtali.
Published 02/02/24