Episodes
Í seinustu viku kom það í ljós þegar þáttur á RÚV tók viðtal við fólk í Kringlunni að nánast enginn vissi hvað Páskar snérust um, en núna verður það útskýrt. Nú er komið að því að ég (Gunnar) og Svava erum að undirbúa okkur fyrir ferð til Svíþjóðar þar sem Salómon okkar þarf aðgerð, megið endilega biðja fyrir því, en það þýðir því miður að við verður ekki að gera þætti næstu 3 vikur en í dag setjum við inn Íslenska kennslu um páskana sem ber titilinn “Líf í gegnum dauða” og fer yfir páska...
Published 04/05/24
Published 04/05/24
Margir koma til trúar og átta sig á því að það sem fær það hvað helst til að segja ekki frá Jesú eða vera meira opin með trúnna sína er ótti við menn eða álit annara, hvað er hægt að gera í því? Svava og Gunni leitast hér eftir Biblíulegum svörum við hversdagslegum spurningum sem þessari :) --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 03/22/24
Nú hefur eitthvað verið umræða um biskupa þar sem Íslenska Þjóðkirkjan er að taka atkvæði um hver mun sinna því hlutverki í komandi framtíð, en lítið hefur verið rætt (af því sem við höfum tekið eftir), hverju einstaklingarnir trúa eða hvort Biblían hafi álit á því hver ætti að sinna biskupsstarfi. Gunni og Svava ræða þetta mál. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 03/15/24
Boðorðin 10 gefa okkur boð um að heiðra foreldra, stundum getur það verið auðvelt og stundum erfitt, í dag taka Gunnar og Svava það fyrir hvernig við eigum að heiðra foreldra þegar það er erfitt. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 03/08/24
Hvað er gott að hafa í huga þegar maður tekur eitt stærsta skref lífs síns? Og Hvað segir Biblían um giftingarathafnir? Gunni og Svava demba sér í spjall. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 03/01/24
Hver er boðskapur jólanna, hvernig getum við munað að fagna ekki bara, heldur afhverju við fögnum? Gunnar og Svava renna yfir Biblívers sem tengjast fæðingu Jesú, hvað það þýðir fyrir okkur og hvaða fordæmi það setur fyrir okkar líf. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 12/08/23
Gunni og Svava demba sér í meiri praktísku hliðina á að deila trú sinni og halda áfram að ræða umræðuefnið frá seinustu viku, her fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir nefndar og spurningar til að íhuga: Hvað hefur Guð gefið þér ástríðu fyrir? Hvernig hefur Guð skapað þig? 1-on-1 spjall? Margmiðlun? Fyrirlestra? Búa til lista yfir 3 manneskjur sem þú vilt sjá koma til trúar, biðja fyrir þeim og leitast eftir tækifærum til að segja þeim frá Jesú. Hugmyndir fyrir fólk sem á auðvelt með að...
Published 12/01/23
Í þætti 58 enduðum við á leiðinlegu stefi, að mjög fáir á Íslandi virðast vera Kristnir miðað við skoðunarkönnun sem við vorum að ræða, en okkar von er ekki bara að ræða hlutina heldur spyrja hver lausnin er, og í dag er fyrsti hluti af þeim þáttum þar sem við ræðum hvernig á að deila trú sinni. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 11/24/23
Því miður vorum við að díla við veikindi á heimilinu og gátum ekki tekið upp þátt en hér kemur gamall þáttur sem fer í endurspilun sem bar nafnið "Bæn og áhrif hennar" --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 11/17/23
Nú fyrir 2 dögum kom út grein með niðurstöðum úr skoðunarkönnun sem snérist að skoðunum Íslendinga hvað varðar trú og niðurstöðurnar eru nokkuð sjokkerandi... Mikil breyting hefur átt sér stað frá 2006 í því hvernig Íslendingar horfa á tilvist Guðs. Gunni og Svava fara í að skoða niðurstöðurnar, pæla í hvað hefur gerst og hvað er hægt að gera í komandi framtíð. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 11/10/23
Það kom góð spurning inn til okkar, en Gunni og Svava gera sitt besta að svara þessari mikilvægu spurningu: Hvernig er best að byrja að lesa Biblíuna? Eða eins og Gunnar segir: Hvernig byrjar noobi að lesa Biblíuna. Hér er nokkrar vefslóðir sem voru nefndar í þættinum: https://www.biblegateway.com/ https://www.blueletterbible.org/ https://enduringword.com/bible-commentary/ https://www.youtube.com/@bibleproject En einnig er nefnt Biblíu appið sem heitir einfaldlega Bible og er...
Published 11/03/23
Í seinustu viku tókum við fyrir Hjónaband, en Gunnar tekur fyrir fleiri lexíur sem við getum lært af Efesusbréfi 5 og 1. Korintubréfi 7. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 10/27/23
Það var beðið okkur um að ræða aðeins um hjónabönd án þess að taka fram sérstaklega hvað, svo við ræðum eitthvað um það með þeirri von um að það sé blessun fyrir ykkur :) --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 10/20/23
Hefur þú tekið eftir því að margir Kristnir hafa mjög mikinn áhuga á Ísrael? Fyrir nokkrum mánuðum var bent á að þetta væri gott umræðuefni í þátt, en nú þegar margt hræðilegt er að gerast í Ísrael þá var ákveðið að taka þetta umræðuefni fyrir. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 10/13/23
Kynfræðsla hefur mikið verið í umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarna daga þar sem fólk hefur sterkar skoðanir, sömuleiðis hefur eitthvað verið rætt um kristinfræði í skólum, Gunnar kemur fram með einhverjar hugleiðingar fyrir foreldra og dvelur á nokkrum versum í Biblíunni. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 10/06/23
"Í Jesú nafni, amen." er vinsælasti endirinn á bænum okkar, en hvað þýðir það að biðja í Jesú nafni? Hvernig hefði fólk fyrir 2000 árum skilið orð Jesú Krists þegar það kemur að því að biðja í nafni einhverns? Gunni og Svava gera sitt besta að pæla aðeins í þessu. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 09/29/23
Hefur þú heyrt að öll trúarbrögð séu sama súpan? Að í grunninn er þetta allt sami boðskapurinn og lítill sem enginn munur á þeim? Gunni og Svava demba sér í að ræða þetta málefni og athuga hvort það sé raunverulega rétt. --- Send in a voice message: https://podcasters.spotify.com/pod/show/tru-og-lif/message
Published 09/22/23
Oft ertu með kristið fólk með mjög mismunandi skoðanir á hvað það þýðir að dæma og hvenær eða hvort það eigi að vera að dæma yfir höfuð sem kristið fólk, Gunnar og Svava taka þetta mikilvæga umræðuefni fyrir í seinasta þættinum af 5 seríu.
Published 04/21/23
Séra Sindri hefur verið vinsæll á TikTok en það var sent á okkur myndband frá honum fyrir um ári núna þar sem var mælt með að gera svar við þessu, svo hér kemur það, betra seint en aldrei! :)
Published 03/31/23
Það er nóg af lögum í Gamla Testamentinu, en afhverju fylgjum við bara sumum lögmálum þar og ekki öðrum? Og nú einblýnum við sérstaklega á hvíldardaginn.
Published 03/24/23
Oft notum við orð án þess að skilgreina það mikið, hvernig lítur það út fyrir okkur að stíga út í trú? Hebreabréfið 11 og 12 er með fullt af svörum og dæmum fyrir okkur :)
Published 03/17/23
Eru spámenn ennþá til í dag? Ef svo er afhverju er ekkert bætt við ritninguna síðustu 2000 ár, og hvað er eiginlega spámaður eða spákona samkvæmt Biblíunni? Gunni og Svava demba sér í þetta skemmtilega umræðuefni.
Published 03/03/23
Þessa vikuna er spurning sem margir hafa mögulega ekki velt fyrir sér, en Gunnar og Svava demba sér í að pæla í því hvort kristin manneskja geti tapað hjálpræði sínu, sem krefst þess meðal annars að við ræðum almennilega um hvað það er að vera kristinn.
Published 02/24/23
Spurning sem hefur vakið fyrir mörgum sem finna sig í Kristinni trú, Gunni og Svava demba sér í Biblíuna.
Published 02/17/23