Episodes
Hvert er besta lyfið við sárasótt? Eiga atvinnulausir rétt á að gifta sig? Í þessum þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um smágerða snillinginn Franz „sveppaling“ Schubert.
Published 06/22/20
Hver var fyrsti sex-positive feministinn? Hvenær var byrjað að brugga bjór með humlum? Í fyrsta þætti annarar seríu af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um tónskáldið og fjölfræðinginn Hildegard von Bingen.
Published 06/08/20
Published 03/30/20
Sömpluðu tónlistarmenn hvorn annan líka í gamla daga? Eru karlmenn líklegri til að mæta í messu ef að það eru sætar stelpur að spila tónlistina í henni? Í lokaþætti fyrstu seríu af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um rauða prestinn Antonio Vivaldi.
Published 03/30/20
Hvað er mesta meðalið við lamandi óöryggi? Hvað eiga kvikmyndirnar Dunkirk og The Matrix sameiginlegt? Í 17. þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um óskabarn bresku þjóðarinnar, Edward Elgar.
Published 03/23/20
Eru impressionistar slæmir kærastar? Koma tveir elskulegir síamskettir í stað eiginkonu? Í 16. þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um frönsku meistarana Claude Debussy og Maurice Ravel.
Published 03/16/20
Er í lagi að mæta í vinnuna beint af djamminu? Hvað er það versta sem getur hent klassískt tónskáld? Í 15. þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um félagana Camille Saint-Saëns og Gabriel Fauré.
Published 03/09/20
Hvað táknar það ef maður finnur alltaf lykt af brenndu gúmmíi? Getur bílflauta talist hljóðfæri? Í fjórtánda þætti útvarpsþáttarins Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um fremsta klassíska tónskáld sem Brooklyn hefur alið, George Gershwin.
Published 03/02/20
Hefur Shaquille O'Neal alla burði til að verða góður píanóleikari? Hvað finnst rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni um hjónabönd systkinabarna? Í þrettánda þætti útvarpsþáttarins Classic kynnumst við Sergei Rachmaninoff.
Published 02/24/20
Hver er besta leiðin til að fagna velheppnaðri konunglegri endaþarmsskurðaðgerð? Getur það verið lífshættulegt að starfa sem hljómsveitarstjóri? Nanna Kristjánsdóttir veltir þessu fyrir sér, ásamt öðru, í nýjasta þætti af útvarpsþættinum Classic, en umfjöllunarefnið að þessu sinni er barrokkmeistarinn Jean-Babtiste Lully.
Published 02/17/20
Hver er uppruni fyrirbærisins „fangirl“? Hvers vegna myndi nokkur kona að geyma sundurtugginn vindlastubb í brjóstaskorunni? Nanna Kristjánsdóttir veltir þessu og öðru fyrir sér í ellefta þætti af útvarpsþættinum Classic, en í þetta skipti er til umræðu ungverski píanósnillingurinn Franz Liszt.
Published 02/10/20
Hver er besta lausnin við tilvistarkreppu? Hvert er leiðinlegasta tónverk sögunnar? Í 10. þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um furðufuglinn Erik Satie.
Published 01/27/20
Hver var uppáhaldsópera Hitlers? Hver hinna klassísku meistara á metið í að kokkála? Í níunda þætti útvarpsþáttarins Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um Richard Wagner.
Published 01/20/20
Hvað eiga Serge Gainsbourg og deadmau5 sameiginlegt? Var Victor Hugo queer ally? Í áttunda þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um pólska undrabarnið Frédéric Chopin.
Published 01/13/20
Hvernig hljóðar djammtónlist fyrri alda? Hvað eiga íbúar London enska bakaranum Thomas Farriner að þakka? Í sjöunda þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um hinn enska Henry Purcell.
Published 01/06/20
Hvað eiga færeysk jólalög og tónlist Destiny's Child sameiginlegt? Hvernig hélt Ríkharður II konungur Englands upp á jólin 1377? Í sérstakri hátíðarútgáfu af útvarpsþættinum Classic fer Nanna Kristjánsdóttir yfir sögu jólatónlistar.
Published 12/23/19
Annar hluti af umfjöllun Nönnu Kristjánsdóttur um snillinginn Wolfgang Amadeus Mozart.
Published 12/16/19
Hvernig er best að komast yfir það að vera hafnað af gellunni sem þú elskar? Fíla virðuleg tónskáld líka að vera rimmuð? Þetta og fleira kannar Nanna Kristjánsdóttir í fjórða þætti af útvarpsþættinum Classic, þar sem tekinn er fyrir snillingurinn Wolfgang Amadeus Mozart.
Published 12/02/19
Hver er besta leiðin til að jafna sig eftir heilablóðfall? Og hvað gerist ef að maður vandar sig ekki að skjóta úr fallbyssu? Í þriðja þætti útvarpsþáttarins Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um Georg Frederik Händel og mislukkuðustu flugeldasýningu sögunnar.
Published 11/25/19
Hver er besta leiðin til að fela eigin samkynhneigð í Rússlandi? Hvað gerðist ef maður drakk ósoðið vatn í Úkraínu á 19. öld? Í öðrum þætti af Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um ástir og afrek Pyotr Ilyich Tchaikovsky.
Published 11/20/19
Hvað gerist ef þú ferð í augnaðgerð hjá skottulækni? Eru geimverur með eyru? Í fyrsta þætti af útvarpsþættinum Classic fer Nanna Kristjánsdóttir yfir líf og störf eins áhrifamesta tónskálds sögunnar, Jóhanns Sebastans Bach, á einfaldan og aðgengilegan máta fyrir byrjendur og lengra komna. 🎼🎶
Published 11/04/19