Episodes
Þórarinn ræðir við Höllu Hrund Logadóttur en hún býður sig fram til forseta í kosningum sem háðar verða þann 1. júní næstkomandi. Í þessu hlaðvarpi er rætt um orkumál, háskólamál í Bandaríkjunum, hvaða áherslur Halla telur sig muna koma til með að leggja áherslu á verði hún forseti og margt fleira. Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
Published 04/27/24
Þórarinn ræðir við Jasmínu Vajzović Crnac um viðsnúning Samfylkingarinnar í hælisleitendamálum. Fjallað er um orðið inngildingu, agavandamál í skólum, hvernig eigi að takast á við glæpi sem framdir eru af erlendum ríkisborgurum, stefnu stjórnvalda og margt fleira. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Published 04/26/24
Published 04/26/24
Þórarinn ræðir við Heiðar Guðjónsson um Landspítalann, hugmyndafræði, Javier Milei, ábyrgð og skyldur, útlendingamál, orkumál og forystu Sjálfstæðisflokksins.
Published 04/23/24
Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eða HMS. Þórarinn ræðir efasemdir um, og fær svör við, ákvarðanir um: Hlutdeildarlán og önnur sértæk úrræðiMerkjalýsingarSértök úrræðiLoftslagsmarkmiðForgangsröðunEr mygla í skólum siðfár?Hlaðvarpið í heild sinni má finna á www.pardus.is/einpaeling
Published 04/20/24
Þórarinn ræðir við Jón Gnarr en hann býður sig fram til forseta í kosningum sem háðar verða þann 1. júní næstkomandi. Í þessu hlaðvarpi er rætt um áherslur Jóns, hvort að grínisti geti valdið svo formlegu embætti, hvað hann vill setja á dagskrá verði hann forseti, muninn á þjóðarstolti og stærilátum, framboð Katrínar Jakobsdóttur, Bandaríkin og margt fleira. Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
Published 04/16/24
Þórarinn ræðir við Helgu Þórisdóttur um það hvaða áherslur hún sér fyrir sér að leggja fram fyrir komandi kosningar en hún hefur boðið sig fram til forseta. Rætt er um persónuvernd, gildi, agaleysi í skólum, PISA kannanir hvort að börn séu snillingar og margt fleira.
Published 04/13/24
Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann samtakanna Ísrael-Palestína. Rætt er um: - Árás Hamas samtakanna þann 7. október - Hverjum tilheyrir landsvæði Ísraels og Palestínumanna - Eru Hamas samtökin hryðjuverkasamtök? - Er tveggja ríkja lausnin fyrir bí? Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Published 04/10/24
Þórarinn ræðir við Baldur Þórhallsson en hann sækist eftir forsetaembættinu í komandi kosningum. Hér er rætt um hatursorðræðu, veru maka Baldurs, Felix Bergssonar á Twitter, hvað framboð Katrínar Jakobsdóttur þýði fyrir stjórnmálin á Íslandi, alþjóðastjórnmálin og margt fleira.
Published 04/07/24
Þórarinn ræðir við Höllu Tómasdóttur en Halla býður sig fram til forseta í komandi kosningum.
Published 04/06/24
Þórarinn ræðir við Arnar Þór Jónsson en Arnar hefur boðið sig fram til forseta í komandi kosningum.
Published 04/03/24
Þórarinn ræðir við Andreu Sigurðardóttur um ýmis mál og eftirfarandi spurningum svarað: Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?Afhverju virðist HMS ekki taka góðar ákvarðanir?Hvernig verður lágri fæðingartíðni snúið við?Hvað er hægt að gera í leikskólamálum?Áhrif áforma Sigurðar Inga um þrengri leigulög á leigjendur.Hlaðvarpið má finna í heild sinni á www.pardus.is/einpaeling
Published 03/30/24
Þórarinn ræðir við Orra Pál Jóhannsson, alþingismann og þingflokksformaður Vinstri Grænna. Í hlaðvarpinu ræða tvímenningarnir um stjórnmálin, útlendingamál, muninn á aðlögun og inngildingu, hatursorðræðu og mannréttindastofnun. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Published 03/26/24
Þórarinn ræðir við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann leigjendasamtakanna, um nýundirskrifaða kjarasamninga og hvaða áhrif þeir muni koma til með að hafa á stöðu leigjenda. - Erum við enn í Covid stjórnmálunum? - Skyldu stéttarfélögin leigjendur eftir? - Þurfti fátækasta fólkið á ókeypis skólamáltíðum að halda? - Þarf húsnæðismarkaðurinn á fleiri kostum og úrræðum til þess að búa til húsnæði? Þessum spurningum er svarað hér. Í heild sinni á www.pardus.is/einpaeling
Published 03/22/24
Þórarinn ræðir við Jakob Bjarnar Grétarsson um listamannalaun, stöðu blaðamanna, útlendingamálin og rétttrúnaðinn. - Er afhending blaðamannaverðlaunanna á villigötum? - Eru hlaðvörp fjölmiðlar? - Var Kristrún að segja það sem að öllum finnst? - Hver ber ábyrgð á auknum fasisma? - Afhverju er Gunnar Smári woke? - Eigum við að taka þátt í Eurovision?  - Er rétttrúnaðurinn með stjórnmálmenn í sjálfritskoðaðri gíslingu? - Hver verður forseti? Þessum spurningum er svarað hér. Hlaðvarpið í...
Published 03/16/24
Þórarinn ræðir við Þorstein Siglaugsson um áhrif gervigreindar, einstaklingsábyrgð, nýjar kröfur og samfélagshnignun. Fer Ísland sömu leið og Feneyjar forðum?Mun gervigreind eyðileggja samfélagsmiðla?Hvaða áhrif hefur gervigreind á fjölmiðla?Hvaða áhrif hefur gervigreindin á persónulega ábyrgð?Hvað gerist þegar gervigreindin tekur störfin?Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Published 03/11/24
Þórarinn ræðir við Árna Helgason um útlendingamál. Árni hefur starfað sem lögmaður á ýmsum mismunandi sviðum í útlendingamálum í yfir 15 ár. Tvímenningarnir reyna að finna svörin við eftirfarandi spurningum: - Hvernig getur Ísland lært af Norðurlöndunum? - Breytti Kristrún Frostadóttir umræðum um hælisleitendamál? - Hvað finnst Pólverjum á Íslandi um hælisleitendamál? - Hvaða áhrif hefur breytt staða á stöðu ríkisstjórnarinnar? Þessu og fjölmörgu öðru er svarað hér. Hlaðvarpið í...
Published 03/05/24
Þórarinn ræðir við rithöfundinn Halldór Armand þar sem eftirfarandi spurningum er svarað: - Hversu langt má ríkið ganga í því að verja mig fyrir sjálfum mér? - Þarf ríkið að réttlæta eigið vald? - Afhverju erum við hérna saman? - Hvað sameinar okkur? - Hvert erum við að fara? - Hvernig ræktum við hæfileika okkar? - Hvað þýðir það að við treystum ekki löggjafanum? - Rifna samfélög frá vinstri til hægri eða upp og niður? - Er menningarstríðið afvegaleiðing frá raunverulegum...
Published 03/02/24
Snorri Másson stýrir miðlinum Ritstjóri en miðillinn hefur náð mikilli athygli allt frá því að hann hóf göngu sína. Í þessum þætti er rætt um stöðu íslenskrar tungu og menningar ásamt þeim spurningum sem vert er að spyrja sig á tímum mikilla samfélagsbreytinga. Þessum spurningum er meðal annars svarað: Hvaða áhrif hefur bág fæðingartíðni Íslendinga?Er rétttrúnaðurinn liðinn undir lok?Afhverju hætti Ritstjórinn á Stöð 2?Munum við ávallt reiða okkur á Bandaríkin?Er Katrín Jakobsdóttir sammála...
Published 02/28/24
Þórarinn ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson um stöðu mála í síbreytilegu alþjóðakerfi. Rætt er um tengsl stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs við stríðinu í Úkraínu, stöðu Bandaríkjanna og Kína. Hvernig Ísland eigi að móta sína stöðu í breyttum heimi og ályktanir um það hvað framtíðin ber í skauti sér.
Published 02/25/24
Þórarinn ræðir við Brynjar Níelsson um hælisleitendamál, íslensk stjórnmál, heimspeki, menningu og margt margt fleira.
Published 02/23/24
Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson, meðeiganda hjá Deloitte. Í þættinum er rætt við skilvirkni og hagræðingu innan opinberra kerfa. Farið er yfir hvaða forsendur og hvatar þurfa að liggja fyrir ef að bæta eigi kerfi og hvaða áhrif það hefur ef að starfsfólk vinnur við öfugsnúna hvata. Rætt er um eftirfarandi spurningar: Er neyslumynstur upplýsinga að breytast? Hvað er Íslendingur og hvað er samfélag? Höfum við það of gott til þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða? Í hvað eyðir...
Published 02/18/24
Þórður Snær er ritstjóri hjá Heimildinni en í þessu hlaðvarpi er rætt um hælisleitendamál. Þórður telur að umræðan sem hefur átt sér stað undanfarið vera til komin vegna pólitískrar tækifærismennsku Sjálftæðisflokksins sem beitir þessum málaflokki sem örþrifaráði vegna sífallandi fylgi flokksins.. Þarf að hafa áhyggjur af menningarlegum breytingum á Íslandi vegna aukins fjölda útlendinga?Er núverandi umræða um hælisleitendur örþrifaráð Sjálfstæðisflokksins?Hver ber ábyrgð á núverandi...
Published 02/13/24
Þórarinn ræðir enn einu sinni við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að þessu sinni er rætt um hælisleitendamál og hvað Samfylkingin sér fyrir sér að þurfi að gera í þeim efnum. - Hvað finnst Kristrúnu um fyrirhuguð áform Guðrúnar Hafsteinsdóttur um lokaðar flóttamannabúðir? - Hvað fannst Kristrúnu um tjaldbúðirnar á Austurvelli? - Telur Kristrún að grípa þurfi til álíka úrræða og Mette Fredriksen hefur gert í Danmörku? - Hvaða ráðstafanir þarf að gera til þess að taka á...
Published 02/10/24
Þórarinn ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um stöðu ríkisstjórnarinnar, hælisleitendamálin og orkumálin. Mun VG koma í veg fyrir orkuöflun og mun þessi ríkisstjórn geta komið í veg fyrir orkuskort?Hvað finnst Guðlaugi um tjaldbúðirnar á Austurvelli?Mun Guðlaugur bjóða sig aftur fram í formann Sjálftæðisflokksins?Er Ísland að ljúga að sjálfu sér með fyrirhuguðum loftslagsmarkmiðum?Hlaðvarpið má finna í heild sinni á www.pardus.is/einpaeling
Published 02/08/24