Episodes
Allt sem þú þarft að vita um lyftingar og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að byggja upp vöðva. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó. @nowiceland @netto.is
Published 04/18/24
Published 04/18/24
Birna Varðar, næringarfræðingur, doktorsnemi í íþrótta og heilsufræði, rannsakandi á sviði fæðu og átraskana. Hún hefur skoðað orkuskort í íþróttum og áhrif á heilsu og árangur. Við tölum um orkuskort í æfingum hjá almenna ræktariðkanda því alltof mörg borða of lítið í samræmi við æfingarnar og fjöllum um áhrif of lítillar næringar hefur á líkamlega og andlega heilsu, og langtíma afleiðingar. Fylgdu Birnu á Instagram: @birnavardar @sportbitarnir Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á...
Published 04/03/24
Í þessum þætti tala ég um kreatín og svara algengum spurningum Hvernig virkar kreatín? Hvenær er best að taka það. Hvernig? Hversu mikið? Hvaða týpa er best? Get ég tekið kreatín þó ég sé ekki að æfa? Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 03/27/24
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur er gestur Heilsuvarpsins Geir Gunnar starfar hjá Heilsustofnun NLFÍ og ritstjóri heimasíðunnar. BS í matvælafræði og MS í næringarfræði og einkaþjálfarapróf og brennur fyrir heilsu, næringu, hreyfingu og berst gegn öfgum og hindurvísindum í næringar- og heilsufræðum. Bókin hans Góð heilsa alla ævi án öfga fáanleg í næstu bókabúð. Við töluðum um nýju bókina, mýtur og öfgar í mataræði og hreyfingu og hætturnar við samfélagsmiðla í að miðla áfram...
Published 03/06/24
Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, með MS í stjórnun og stefnumótun, BA í félagsráðgjöf. áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Við tölum um meðvirkni og samskipti og áföll í æsku. Stútfullur þáttur af fróðleik og verkfærum fyrir góð samskipti og aukinn skilning á meðvirkni. www.fyrstaskrefid.is Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @netto.is @nowiceland
Published 02/23/24
Gestur þáttarins er Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, Crossfittari, móðir og eiginkona búsett í Þýskalandi og vinnur fyrir Bosch. Við töluðum um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu en aðallega um hvernig var að fá ADHD greinginu sem fullorðin og hvað áhrif það hefur haft á hennar líf í dag. @katrinedda Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @netto.is @nowiceland
Published 01/22/24
Gestur þáttarins er Erlendur Jóhann Guðmundsson einkaþjálfari sem hefur startað sem einkaþjálfari í 15 ár á hinum ýmsu stöðum, og því hokinn af reynslu í bransanum. Hann rekur núna Formið heilsurækt í Ármúla sem er persónuleg nálgun í þjálfun í öruggu umhverfi. Við tölum um ýmislegt sem viðkemur þjálfun, að koma sér í form á nýju ári en aðallega tölum við um hormónakerfi karla og ótrúlegur fróðleikur sem rann uppúr Erlendi sem vonandi getur nýst ansi mörgum sem eru komnir af léttasta...
Published 01/09/24
Kristín Þórhallsdótir er líklega sterkasti dýralæknir Íslands og klárlega ein af sterkustu konum landsins. Hún fann sig í kraftlyftingum eftir að hafa eignast langveikt barn árið 2018. Hún byrjaði að dútla í venjulegri rækt og Crossfit en áttaði sig fljótlega á að hún var mjög sterk og var hvött til að reyna fyrir sér í kraftlyftingum. Kristín hefur unnið til fjölda verðlauna á skömmum tíma en hún hefur staðið á palli á nær öllum mótum sem hún hefur keppt í, nú síðast var hún í 3. sæti á...
Published 12/20/23
Erla Súsanna er menntaður kennari og heldur úti heimasíðunni Töfrakistan.is en hún leggur áherslu á jákvæða sálfræði og þakklætisiðkun. Erla kennir einnig Jóga nidra, býður uppá allskonar retreat og selur þakklætisdagbókina á töfrakistan.is Mjög áhugavert spjall við stórkostlega jákvæða konu með hlýja nærveru. Gjöriði svo vel. Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 11/26/23
Sameiginlegur þáttur Helga og Röggu fyrir bæði Helgaspjallið og Heilsuvarpið. Við töluðum um allt og allskonar tengt samböndum, að setja mörk, og meira að segja pólitík. Sjálfseflingarnámskeiðið er 20. og 21. október Skráning [email protected] Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 10/20/23
Árni Þóroddur sálræðingur kíkti í spjall og við köfum djúpt í samskiptavanda, að setja mörk, eitruð sambönd og narsissma. Árni er einn vinsælasti viðmælandinn minn og svíkur sannarlega ekki í þetta sinn frekar en fyrri daginn Fylgið endilega Árna þar eru fræðslumyndbönd um allskyns sálfræðitengd málefni. @mind.in.motion.psychology Ég minni á námskeiðið okkar Helga ómars Sjálfseflin allur pakkinn sem verður haldið 20 og 21. október. Skráning á [email protected] Heilsuvarpið er í boði...
Published 10/09/23
Eik Gylfadóttir er sjúkraþjálfari, næringarþjálfari og bjó um árabil í Dubai og Abu Dabi og þjálfaði Crossfit. Eik hefur farið á heimsleikana í Crossfit þrisvar sinnum. Hún er hafsjór af fróðleik um alt sem viðkemur þjálfun, næringu og endurhæfingu en spáir líka mikið í hugarfarinu sem knýr okkur áfram í æfingum. Kíkið endilega á Eik á samfélagsmiðlum en hún heldur úti Building Thriving lifestyle á instagram. @eikgylfadottir @buildingthrivinglifestyles Heilsuvarpið er í boði NOW á...
Published 09/21/23
Gestur Heilsuvarpsins er Arnaldur Birgir eða Biggi þjálfari. Við tölum um þjálfun eftir fertugt, hvernig líkaminn breytist og hvernig við þurfum að hagræða þjálfun og næringu í samræmi en halda samt áfram að ná árangri. Biggi er hokinn af reynslu eftir næstum þrjátíu ár í bransanum og þúsundir skjólstæðinga á ferilskránni. @coachbirgir Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi Kóðinn HEILSUVARPID gefur 20% afslátt á Hverslun.is af NOW bætiefnum. @netto.is @nowiceland
Published 09/03/23
Gestur minn í HV er enginn annar en Ástralinn Khan Porter sem er ein stærsta stjarnan í Crossfit heiminum. Khan er ekki bara afburða íþrottamaður en er líka sálfræðimenntaður, djúpur hugsuður, brennur fyrir andlega heilsu og er mikill talsmaður þess að fólk opni sig um vandamál en hann hefur sjálfur glímt við andleg veikindi. Khan bjó á Íslandi í 6 mánuði og æfði í CrossFit Reykjavík með liðinu hennar Annie Mist árið 2022. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 08/15/23
Lucie Stefanikova (Martinsdóttir) er kraftlyfingakona frá Tékklandi búsett á Íslandi. Hún er grjótsterk en líka stórkostleg fyrirmynd hvernig hún sinnir móðurhlutverkinu, starfi sínu sem þjálfari og rífur í lóðin. Lucie er fróð, hógvær, róleg og með einstakt æðruleysi. Mögulega sterkasta mamma íslands gjöriði svo vel. @lucie_martins_lifts Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi Mæli með kreatíni fyrir bætingar í lyftingum. @nowiceland Nettó styrkir Heilsuvarpið. Mæli með Anglamark vörunum...
Published 07/31/23
Nökkvi Fjalar Orrason er gestur Heilsuvarpsins að þessu sinni og miðlar af þekkingu reynslu í gegnum sína miðla til að tileinka sér betri heilsuvenjur t.d hugleiðslu, æfingar, mataræði, föstur, betri svefn og öndunaræfingar. Nökkvi býr í London þar sem hann er að þróa nýtt app fyrir áhrifavalda, Mintseer, sem hjálpar þeim að halda utan um sín verkefni og samstörf við fyrirtæki. Dragið fram glósubækur og blýanta því Nökkvi hendir á okkur ansi mörgum góðum verkfærum fyrir heilsulífið....
Published 07/14/23
Gestur HEILSUVARPSINS er Hjörtur Jóhann Jónsson leikari. Ég hef verið aðdáandi Hjartar síðan 2016 þegar ég sá hann eiga stórleik í Njálu. Hjörtur er stórkostlegur leikari og hann segir okkur hér frá sínum heilsuvenjum og hvernig hann æfir í ræktinni fyrir hin ýmsu hlutverk í bíói og á sviði. Hjörtur er með hlýja nærveru, skemmtilegur, einlægur og fyndinn. Frábært spjall við frábæran mann. Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 06/22/23
Heiðrún Finnsdóttir er gestur Heilsuvarpsins. Heiðrún á ótrúlega sögu. Hún var 105 kg með vefjagigt, þunglyndi, liðagigt og kvíða og ákvað að snúa við blaðinu. Hún var búin að prófa alla kúra þegar hún fór í Polefitness og þaðan lá leiðin í Crosfit og er með Level 1 Crossfit þjálfararéttindi. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og hún setti á fót hin geysivinsælu Allir geta eitthvað námskeiðin í Sporthúsinu þar sem allir eru velkomnir óháð getu og formi. Heiðrún er ótrúlega...
Published 06/02/23
Snorri Barón umboðsmaður er með rúmlega 30 Crossfitstjörnur undir sínum verndarvæng, og eins og bangsapabbi sem hugsar um þau með alúð og umhyggju. Hann er þeim innan handar hvenær sem er sólarhringsins, og semur ríkulega við styrktaraðila svo þau geti lifað af sinni íþrótt. Þessi þáttur er bæði fyrir þá sem vita lítið um Crossfit því Snorri er megahress og segir skemttilega frá en líka fyrir okkur dygga áhugafólkið því nördumst djúpt. Þess má geta að Heilsuvarpið er tekið upp heima hjá...
Published 05/18/23
Halldóra Anna Hagalín og Viðar Bjarnason eigendur Kvennastyrks í Hafnarfirði sem er líkamsræktarstöð eingöngu fyrir konur þar sem áherslan er á að hver og ein hreyfi sig útfrá eigin getu og þjálfun aðlöguð að hverri konu með áherslu á getu en ekki útlit og vigt. Þau segja að það sé nauðsynlegt að hafa líkamsræktarstöð eingöngu fyrir konur þar sem margar upplifa sig óörugga í hefðbundnum kynjablönduðum stöðvum. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 05/07/23
Í þessum þætti er ég að tala við Inga Torfa Sverrisson hjá ITS macros en þau hafa hjálpað þúsundum að ná árangri með að telja orkuefni og læra gott máltíðamynstur. Við fórum um víðan völl í öllu sem viðkemur mataræði, macros og heilbrigðu sambandi við mat. Ég minni á Heilsukvöldið þar sem bæði ég og Ingi Torfi verðum með fyrirlestra um mataræði í Hverslun þann 21. apríl kl 18.30. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 04/18/23
Jónas Tryggvi Stefánsson frá Betra Box, er áhugamaður um samskipti, sambönd, og meðvirkni. Hann vill ekki að við festum okkur í ákveðnu boxi. Í þættinum töluðum við um allskonar tengt samböndum, kynlífi, heilbrigð samskipti, tilfinningar og sjálfsbetrun. @betrabox Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 04/10/23
Hlynur Kristinn Rúnarsson er stofnandi samtakann Það er von Markmið þeirra er að vinna gegn fordómum, skömm og vekja von hjá þeim sem glíma við fíknisjúkdóma og gefa annað tækifæri í lífinu. Hlynur á sjálfur ótrúlega sögu af bata en hann hefur verið edrú í næstum 4 ár. Hann er nýútskrifaður með BS í lögfræði og er nú í mastersnámi. Heilsuvarpið hvetur alla til að gerast Vonarliðar og leggja samtökunum lið og hjálpa að gefa fólki með fíkn nýja von. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og...
Published 03/24/23
Gestur þáttarins er Halldóra SKúladóttir hjá Kvennaráð.is. Hún er sprenglærð í breytingaskeiði kvenna, sjúkraliðamenntun og dáleiðari. Halldóra er hafsjór af fróðleik um breytingaskeiðið, og markmið hennar er að fræða, upplýsa og uppræta fordóma. Takið fram penna og stílabók, því þið eruð að fara að glósa hérna. @kvennarad.is Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
Published 03/12/23