Episodes
Published 12/19/20
Í kjölfar Black lives matter hreyfingarinnar hefur verið mikið rætt um rasisma í samfélaginu á Íslandi og annars staðar. En sú umræða hefur að mestu leyti beinst að kynþætti, en það má segja að á Íslandi sé einnig að finna annars konar fordóma sem beinast gegn uppruna og þjóðerni, sem er útlendingaandúð. Í þessum þætti skoðar Chanel Björk Sturludóttir hugtakið útlendingaandúð og ræðir við stjórnmálafræðingin Ólaf Þ Harðarsson um sögu þess innan stefna íslenskra stjórnvalda. Einnig er rætt við...
Published 12/19/20
Menningarnám er ekki nám sem er stundað við háskóla, heldur arðrán yfirráðandi hópa á þáttum úr menningu undirokaðra hópa. Hinsvegar er menning fljótandi og við tökum og fáum lánað frá öðrum menningum og menningarkimum daglega. En vald hefur þar vægi, sem vert er að skoða. Í þættinum býður Chanel Björk fjórum viðmælendum í pallborðsumræður um menningarnám. Þátttakendur í pallborðinu eru Stephen Albert Björnsson, blandaður Íslendingur, Sunna Sasha Larosiliere, blandaður Íslendingur og...
Published 12/12/20
Er kynþáttahyggja nýtt fyrirbæri á Íslandi? Hafa þessar hugmyndir og fordómar gagnvart kynþáttunum borist til Íslands með aukinni hnattvæðingu? Eða á þetta vandamál djúpstæðar rætur í íslenskri menningu sem þjóðin hefur ekki áttað sig á? Chanel Björk hittir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing í leit sinni að svörum við þessum spurningum. Hún ræðir einnig við Dýrfinnu Benitu Basalan um hennar upplifun af kynferðislegum kynþáttafordómum vegna uppruna síns sem Íslendingur af asískum uppruna og...
Published 12/08/20
Í kjölfarið á mótmælunum undir formerkjum Black Lives Matter sem áttu sér stað í Bandaríkjunum og víða um heiminn í vor, komu margir blandaðir, litaðir eða aðfluttir íslendingar fram og deildu sinni upplifun af kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Hvað höfum við lært af þessari umræðu? Hvernig hafa mótmælin haft áhrif á skoðanir og skilning okkar á fjölmenningu hér á landi? Í þessum þætti er rætt við Birgittu Elínu Hassell um ástæður þess að hún fann sig knúna til að deila upplifun...
Published 11/28/20