Episodes
Í þriðja ráfinu um einhverfurófið leiðir Frida Adriana, listamaður á litrófi, þær Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu um hinar ýmsu kvikmyndir og birtingarmyndir einhverfu á hvíta tjaldinu. Hún lýsir því hvernig hún speglar sig í þeim og segir okkur frá því hvernig kvikmyndir leiddu hana á spor einhverfugreiningarinnar. Einnig kemur við sögu að hlusta með fótunum eins og fílar, dansa af stressi eins og lundi og hugsa eins og kú eða hestur - já og að tala sitt eigið heimatilbúna tungumál. Stuttmynd...
Published 06/19/21
Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ráfa um einhverfurófið í fylgd Brynhildar Yrsu Valkyrju, leikskólakennara og bullusöguhöfundar með meiru. Aðalþema þáttarins er einhverfugríman, eða masking, sem flestir á einhverfurófinu þekkja kannski einum of vel. Meðal annarra viðkomustaða á ráfinu að þessu sinni eru nafnabreytingar, styrkleikar einhverfunnar, ofuráhugi og leitin að því að skilja sjálfa sig. Við þökkum Brynhildi Yrsu kærlega fyrir áhugavert og skemmtilegt spjall og...
Published 06/03/21
Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ráfa um einhverfurófið. Meðal viðkomustaða að þessu sinni er (s)einhverfa - að fá einhverfugreiningu fullorðin, áhugamál, öldin okkar og húmor. Við stöldrum líka við greininguna sem leið til að losna við gamla merkimiða á borð við leti, reiðivanda eða matvendni. Við skoðum fjölbreytni fólks á rófinu, einhverfa grínista og leikara, myndræna hugsun og bráðlæsi. Verið velkomin að ráfa með okkur, rófið er áhugaverður áfangastaður. Þið getið...
Published 05/21/21