Episodes
Elsku hlustendur, í þessum fyrsta þætti eftir langa pásu eru Þvottakörfumenn mættir aftur, ferskir sem aldrei fyrr. Þjálfari Hauka til margar ára og núverandi Þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, Ívar Ásgríms, kom til okkar og spjallaði um allt á milli himins og jarðar. Við ræddum Domino's deildina og þróun hennar, peningamál liðanna, samband Ívars við fjölmiðla og endalaust fleira. Sem fyrr liggur Ívar ekki á skoðunum sínum. Njótið elsku vinir.
Published 01/25/21
Eftir skemmtilega fyrstu umferð förum við Þvottakörfumenn yfir málin og ræðum um sigra, töp og typpatog í DHL-höllinni. Það var af nógu að taka, og einsog alltaf, þá segjum við hlutina einsog þeir eru.
Published 10/04/20
Við fengum einn helsta körfubolta sérfræðing landsins og þáttastjórnanda Boltinn Lýgur Ekki, Sigurður Orra Kristjánsson til okkar. Við fórum yfir vistaskipti Kristófers Acox yfir í Val, spáðum fyrir um framtíðina og töluðum á léttum nótum um NBA og stöðuna þar.    Allt er þetta í boði Trésmiðju Heimis í Þorlákshöfn og Smartsocks.is. Njótið, hlægið og hafið gaman.
Published 09/12/20
Það virðast vera fólksflutningar "yfir lækinn", Haukur Óskarsson verður ekki með Haukum meirihluta næsta tímabils og við ræddum 5 leikmenn sem eru undir mestri pressu á komandi tímabili. Svo komumst við líka að því hvað Heisi myndi gera ef hann yrði kona í einn dag.. Njótið!
Published 09/04/20
Eftir alltof langt sumarfrí eru Þvottakörfumenn mættir aftur með sínar umdeildu skoðanir og sína vafasömu brandara. Í þessum fyrsta þætti í þáttaröð 2 tökum við meðal annars símtöl við Mikael Nikulásson KR-ing og Svala Björgvins Valsmann og góðvinar þáttarins, til að fá beint í æð álit manna á þeim hamagangi sem staðið hefur yfir á milli félagana undanfarnar vikur.  Við ræðum síðan skemmtileg málefni og höfum almennt gaman af lífinu, alveg eins og þið viljið hafa það.
Published 08/24/20
Við Þvottakörfumenn fengum Hadda Brynjólfs í heimsókn til okkar til að ræða ýmis málefni líðandi, núverandi og komandi stundar í körfuboltaheiminum. Við köstuðum fram umdeildum persónulegum skoðunum og höfðum gaman af. Bara rétt einsog á kaffistofunni.
Published 06/03/20
Hafnfirðingurinn Kári Jónsson er einn allra efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga. Í þessu spjalli talar hann í detail um meiðslin sem hrjáðu hann allt síðasta tímabil og þau áhrif sem meiðslin höfðu á hann andlega. Tímann úti hjá Barcelona, vangaveltur um næsta season, og svo magnað Quiz þar sem Heiðar lét svo sannarlega ljós sitt skína.... Eða þið vitið.
Published 05/27/20
KR-Miðjan og Puma-Sveit Keflavíkur eru tvær stærstu stuðningsmannasveitir landsins, og hafa marga fjöruna sopið í þeim fræðum. Við töluðum um sjónarhorn stuðningsmannsins og sögðum fræknar sögur af afrekum þessara skrautlegu og oft umdeildu sveita.  Quiz'ið er á sínum stað, og svo deildu þeir félagar um sameiginlegt All-Time lið Keflavíkur og KR!  Þetta eru menn með skoðanir.
Published 05/21/20
Logi Gunnarsson er einn af okkar ástsælustu körfuboltamönnum. Hann hefur upplifað miklar hæðir og miklar lægðir á sínum langa ferli. Í þessum þætti talar hann djúpt um daginn sem hans besti vinur, Örlygur Sturluson, lætur lífið, tíma þeirra saman, dagana í kjölfar slyssins og þau áhrif sem þetta hafði á hann og hans körfuboltaferil. Hann spjallar einnig um atvinnumennskuna, landsliðs-árin og tímann með Njarðvík, sem er löngu orðinn goðsagnakenndur.
Published 05/04/20
Einn af okkar allra bestu þjálfurum kíkti til okkar í Podcaststöðina og spjallaði um allt á milli himins og jarðar. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum og á því varð engin breyting í þetta sinn. Þegar Benni talar, þá hlustar maður.
Published 04/28/20
Grindvíkingurinn Óli Óla er þekktur fyrir gríðarlegan karakter og baráttu innan vallar. Hann settist hjá okkur og talaði um stöðu mála í deildinni, áhrifin sem bræður hans höfðu á hann og hversu grátlegt það var að rétt missa af báðum stórmótum Íslenska landsliðsins. Magnaður karakter með magnaðar sögur.
Published 04/21/20
Hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari, en við þekkjum hann flest sem rödd íslensks körfubolta. Hann hefur sterkar skoðanir og elskar leikinn af öllu sínu hjarta. Við kynnum til leiks, Svala Björgvinsson.
Published 04/17/20
Stærsti núlifandi Íslendingurinn hefur marga fjöruna sopið á annars stuttum körfuboltaferli. Við ræddum meðal annars ferilinn, atvinnumennskuna, Eurobasket og nýafstaðið slæmt tímabil Vals. Quiz'ið er einnig á sínum stað og að sjálfsögðu Draumaliðið. Sit back and enjoy.
Published 04/10/20
Davíð Tómas Tómasson er einn af okkar allra fremstu dómurum. Hann spjallar um körfubolta frá sjónarhóli dómarans, ræðir rapp-ferilinn og stillir upp 5 manna draumaliði samansettu af sínum erfiðustu leikmönnum að dæma hjá. Fullkomin uppskrift.
Published 04/03/20
Hermann Hauksson er öllum góðkunnur. Hann er einn af upphafsmönnum Körfuboltakvölds, faðir eins besta körfuboltamanns Íslandssögunnar og er FÁRÁNLEGA myndarlegur. Þetta spjall er golden.
Published 03/27/20
Við Þvottakörfumenn slógum á þráðinn til Viðars Hafsteins, nýjasta þjálfara Domino's deildar karla, ræddum eftirminnilegustu atvik tímabilsins og völdum svo í sitthvort Stjörnuliðið.. Glasið er alltaf hálf fullt á þessum bæ.
Published 03/20/20
Sigurkarl Róbert Jóhannesson, maðurinn sem leiddi ÍR til orrustu og alla leið í úrslit í fyrra talar um það ótrúlega tímabil, vafasama umfjöllun í garð Ryan Taylor í kjölfar samskipta hans við Hlyn Bærings og opnar sig um ákvörðunina að hætta í fyrsta sinn. Magnað spjall við magnaðan mann.
Published 03/17/20
Í þessum þætti förum við körfubolta-"séníin" um víðan völl. Ræðum óvinsælar skoðanir á samfélagsmiðlum, förum yfir fallega leikmenn, spáum í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti og margt fleira. Það ætti engum að leiðast yfir þessu.
Published 03/11/20