Episodes
Uppkastsgengið rís úr dvalanum og hendir í lengsta þáttinn hingað til sem er eðlilega helgaður jólunum. Símtölum rignir inn og meira að segja jólasveinninn sjálfur slær á þráðinn! Jólaplötur fara undir nálina og gengið opnar sig um slæmar jólagjafir ásamt ýmsum hefðum sem ríkja á þeirra heimilum. Leggið við hlustir, ef hlustendur eru ekki komnir í jólaskap er hér lyfseðilsskyldur þáttur til að bjarga því!
Published 12/21/20
Published 12/21/20
Uppkastsgengið snýr aftur eftir langt og gott sumarfrí. Ýmislegt hefur drifið á daga drengjanna og þá helst Steinars sem náði hinni frægu núllstillingu á Hornströndum. Ævintýraþráin fær að skína í plötu þáttarins þegar Steinar segir okkur frá og ekki frá plötunni The Broadsword and the Beast með Jethro Tull. Staður og stund diplar svo tánum í sandinn einhvers staðar í fjarlægu landi með skelfilegum afleiðingum.
Published 08/29/20
Áfram halda uppkastsmenn að reka garnirnar út úr félaga sínum og hér er farið á dýptina! Allt sem þú vissir ekki og langaðir ekkert endilega til að vita um Torfa. Plata þáttarins er ekkert slor, svarta albúmið með Metallica og það er á ýmsu kjammsað. Staður og stund fer svo á enn nýjar slóðir þó að óþægindin séu enn á sínum stað.
Published 07/03/20
Uppkastsdrengirnir eru komnir í tuginn og því ber að fagna. Er íslenska þjóðin er með drauma á heilanum? Torfi stígur fyrsta skrefið í átt að uppgjöri við fortíðina, Steinar segir okkur frá hinni mögnuðu War of the Worlds og Bjarki leiðir okkur á skrítinn stað.
Published 06/13/20
Uppkastslestin er á góðu róli og fer í nokkur viðkvæm mál og gefur góð ókeypis ráð, plata vikunnar er á sínum stað, verðandi ljósmóðir gefur góða innsýn í starfsgrein sína og staður og stund gerir kröfu á góða núvitund.
Published 05/29/20
Þrímenningarnir mæta ferskir til leiks þennan föstudaginn. Veðrið lék við landann þennan föstudaginn, eða hvað? Steinar og Torfi eru máls-hættir ef marka má tilraunir þeirra í þessum þætti, fjölskrúðug dýrahljóð fá að heyrast og Púertó-Ríkaninn José Feliciano er til umfjöllunar í plötu þáttarins. Staður og stund skellir sér í sund sem er við hæfi enda aðeins nokkrir dagar í að sundlaugar opni að nýju.
Published 05/16/20
Enn einn föstudagurinn genginn í garð og loksins komið sumar. Þremenningarnir eru í sumarfýling, Steinar tekur óðs manns æði og setur fyrstu plötu Madness undir nálina. Greiningardeildin fer yfir enskunotkun Nexuskúnna. Aðdáendur keppast við að hringja inn í þáttinn og staður og stund er tekin á næsta stig. Já það er gaman að vera til.
Published 04/24/20
Föstudagurinn langi og þátttastjórnendur setja sig í hátíðarstellingar. Símtölum rignir inn frá aðdáendum, afinn og barnabarnið lenda í ævinýri með veðurfræðingi, kynlífsspilið þarf að vera til á hverju heimili og gamla fólkið í Skeifunni afgreiðir slöngur í gríð og erg í samkomubanninu. Tónarnir setja svo tóninn í plötu þáttarins.
Published 04/10/20
Samkomubannið er enn í gildi en það hefur engin áhrif á vinina þrjá. Pabbar hringja inn í þáttinn og lýsa m.a. yfir áhyggjum af meintu samsæri gegn Gísla Marteini. Plata þáttarins er Nouvelle Vague með samnefndri hljómsveit en fátt er betra en franskt bossa nova á þessum tímum. Ferðalangur lendir svo í vandræðum á leið sinni til útlanda árið 1997.
Published 03/27/20
Föstudagurinn þrettándi og við höfum sjaldan séð það svartara. Slagorðin eru mætt aftur, síminn var tekinn upp og þráðurinn var sleginn til aðdáenda. Plata þáttarins var hin margrómaða I'm Your Man með meistara Leonard Cohen heitnum og gamall maður þurfti aðstoð við að komast inn á ****hub í símanum með barnabarnið sitt í eftirdragi.
Published 03/13/20
Strákarnir mæta til leiks á ný eftir rauða viðvörun. Steinar fer undir smásjánna svo hlustendur átti sig betur á þeim manni sem hann hefur að geyma. Bjarki með plötu þáttarins og staður og stund á sínum stað.
Published 02/29/20
Enn einn hlaðvarpsþátturinn en sennilega sá minnst skipulagði. Fyrir utan smá beinagrind vita Bjarki, Steinar og Torfi lítið hvað þeir eru búnir að koma sér út í. Afhjúpun á netinu og nú er að duga eða drepast!
Published 02/14/20
Valentínusardagur framundan og rauð viðvörun í fyrsta skipti á höfuðborgarsvæðinu. Það hefði mátt setja rauða viðvörun á þennan þátt líka en sá rauðhærði missti sig aðeins í gleðinni. Platan Slipknot með þungarokkssveitinni Slipknot var tekin fyrir og glænýr plötuspilari fékk eldskírn í leiðinni.
Published 02/14/20