Episodes
Published 09/01/19
Elsku ryksugur – lífið er óútreiknanlegt og krafðist þess að konur tóku sér smá tíma til að græja hitt og þetta eins og til dæmis að eignast lítinn dreng og byrja í nýju jobbi og renóvera hús í heilt ár. En hvað um það – við erum ekki hérna til að tala um hversdagslega hluti sem allir díla við nei við erum hérna til að skvetta smá glamúr yfir allt og alla og erum mættastar! Það komu spurningar úr sal um að taka fyrir sérstök efni eins og hvað er að frétta af Britney Spears og...
Published 09/01/19
Fillifjónkan var loksins sameinuð í musteri Múmínálfanna, Kringlukránni. Þetta er í fyrsta skipti síðan þátturinn hóf göngu sína fyrir ári síðan sem Lára og Júlía eru á sama stað í sama landi og auðvitað var míkrófónninn í annarri en bjór í hinni. Í upphafi þáttar kaupir FIllifjónkan sér lottómiða í Húsavík og þrjá grafalvarlega Garðálfa í Rúmfatalagernum. Í smakkhorninu kemur í ljóst hvort gott vín bragðist í raun eins og notað boxystrokleður. Fastir liðir eru í sínum stað en „í frægir á...
Published 07/15/19
Allir vilja ríða aðalpersónu A Reykjavík Porno, myndar um foreldraklám, ofbeldi og svall. Andrea og Steindór horfðu á svart hvíta mynd frá 2016 og ræddu feril Tinu Turner. En hvað gerðist á Estrel hótelinu? Hverjir voru Big Bopper og Chubby Checker? Og er Ísland hluti af John Wick heiminum? Allt þetta og Reykjavíkurdætur í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 06/16/19
Hugleikur Dagsson er gestur Kvik yndis þessa vikuna. Flatjarðlinga- og samsæriskenningar fá sitt verðskuldaða pláss, ásamt öllum nýjum fréttum. Einnig ná Kvikyndin að tilkynna andlát löngu látins manns… Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.
Published 06/14/19
Enn ein B-myndin í Bíó Tvíó vikunnar! Andrea og Steindór horfðu á Blóðberg (ekki Blóðbönd), mynd um rangfeðrun (ekki Blóðbönd), með Hilmar Jónsson í aðalhlutverki (ekki Blóðbönd, ekki Hilmir Jensson). En hvað er Estrel hótelið? Hvað er í gangi í körfuboltanum í Bandaríkjunum og Þýskalandi? Og er Laddi einhvern tímann ekki graður? Allt þetta og sifjaspell í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 06/09/19
Þýskur netlaus skógur varð þess valdur að enginn þáttur kom í síðustu viku -svo nú mæta Kvik yndin tvíelfd til leiks! Robert Pattison ER Batman, Edgar Wright er kominn á stúfana, Kristen Wiig og Georgía, Dark Crystal, Toy Story og ELO, Ghibli, Spike Lee og svo er Keanu ekki langt undan… Stútfullur þáttur!
Published 06/07/19
Tveir menn í spúkí sumarbústað ræða sambandsslit sín í Bíó Tvíó þætti vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Rökkur og ræddu íslenskar jóla- og hryllingsmyndir. En eru myndhöggvarar bestu listamennirnir? Hvernig virkar The Artist’s Way? Og hvernig er að ganga í svefni? Allt þetta og SLAG í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 06/02/19
Nú er Cannes kvikmyndahátíðin í gangi og Tarantino, Tilda Swinton og Mr. Sigurðsson vekja mesta athygli hjá Kvik yndum. Svo er mikið af spennandi efni er á leiðinni: Booksmart, Picard, Terminator og Tenet. Kvik yndin spá í hvort Fleabag eða Deadwood sé betra. Hvort ER betra? Þegar stórt er spurt sko. Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.
Published 05/24/19
Bessi Bjarnason leikur í tveimur myndum í Bíó Tvíó þætti vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Skilaboð til Söndru og myndina inni í myndinni, The Icelandic Cowboy. En hvernig tala ítalskir veitingamenn? Í hvaða stærð eru Instagram rammar? Og hvaða mynd er Johnny And Tina Go Downtown? Allt þetta og sólstingur í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 05/19/19
Kvik yndin voru dugleg í áhorfi þessa vikuna og ræða loks þær hliðar Avengers: Endgame sem fóru hvað mest í taugarnar á þeim, þrátt fyrir mikla ást á myndinni. Varúð: Spjall fullt af spillum! Þar að auki ræða þau nýjan leðurblökumann, nýja leðurblökukonu og hlutgera líkama Chris Hemsworth. Ekki í fyrsta sinn. Njótið! Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.
Published 05/17/19
Eldgömul mynd um tröll, álfa, dverga og bændur er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Síðasta bæinn í dalnum frá 1950 og urðu dolfallin yfir brellunum. En hvernig er Detective Pikachu? Hvernig virkar hlutabréfamarkaðurinn á Wall street? Hvernig er að eiga göldróttar fyrrverandi kærustur? Allt þetta og blóðsykurfall í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 05/12/19
Disney er búið að gefa út dagskrá næstu áranna, þannig að það er eins gott að við njerðirnir séum ekki búin að gera mörg plön. Annað í fréttum: It chapter 2. trailerinn fríkaði okkur út. Fréttir af raddleikara Bangsímon fríkaði okkur enn meira út. Og svo er auðvitað nóg af Star Wars og Marvel kvikmyndum í bígerð… við hverju bjuggumst við við?? Njótið! Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.
Published 05/10/19
Barátta umhverfissinna gegn hlýnun jarðar er tekin fyrir í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Konu fara í stríð og ræddu íslenska spaðagaura í Kormáks og Skjaldarfötum. En hvernig var á 1. maí í Berlín? Er hægt að reykja sígarettu á milli lestarstöðva? Og hvernig er að vera ekki boðið á sýningar? Allt þetta og Dunkaccino í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 05/05/19
Kvik yndin kveðja Peter Mayhew sem lést 30. apríl, en hann lék Loðinbarða (Chewbacca) og var dáður af öllum sem þekktu hann. Takk fyrir okkur! Einnig er kvaddur John Singleton leikstjóri. Í þættinum er rætt sjónvarpsefni sem er í bígerð: Spider-verse, Hateful Eight, Ghost Rider og Willow. Kvikmyndafréttir eru af Ophelia með Daisy Ridley, Deadwood, Líka Extremely Wicked, Shockingly Evil, and Vile. Svo er ekki hjá því komist að ræða smá Endgame (enginn spillir!). Líka smá Alien! (alltaf)
Published 05/03/19
Andrea og Steindór mæta veik og fersk eftir tveggja vikna hlé til að ræða um Hvíta máva, semi-Stuðmannamyndina frá 1985 í leikstjórn veðurvísindamannsins Jakobs Frímanns Magnússonar. En er hart í ári hjá Björk? Eru Steindór og Jón, kærasti Andreu, líkir? Og hvað eru Andrea og Steindór með mikið í laun frá George Soros? Allt þetta og þriðji orkupakkinn í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 04/28/19
Kvik yndin hafa séð Avengers: Endgame… en lofa að tala ekkert um hana né spilla! Þess í stað tileinka þau þættinum öllum hinum stórvirkjunum í kvikmyndaheimi Marvel og gera þessum tímamótum/ leikslokum/enda-geimi góð skil. Enda mikið þrekvirki að baki hjá kvikmyndaverinu afkastamikla og framtíðin ekkert annað en spennandi, hver sem hún er…
Published 04/26/19
Loksins kom titill og sýnishorn nýju Stjörnustríðs myndarinnar! Kvik yndi ræða Ris Geimgengilsins og allt því tengt, líka það sem fólk getur rifist um á internetinu. Fréttir vikunnar eru fjölbreyttar og Kvik yndin horfðu á mikið efni. Bond biður Phoebe Waller-Bridge um hjálp, smá Akira, The Good Place, Sabrina, Amy Schumer, Childish Gambino misstígur sig og Beyoncé heldur áfram að rústa öllu, alltaf. Kvik yndi þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum!
Published 04/19/19
Glápið mætir í afmælispartý í dántán Manhattan. Og mætir svo aftur. Og aftur. Og aftur. Alveg þangað til að við finnum svör við ráðgátum lífsins, glitsið í matrixinu eða platónskar tvíburasálir. Okkur langaði bara í kokteil!
Published 04/16/19
Unglingar eru alveg klikk í mynd Mikaels Torfasonar frá 2002, Gemsar. Andrea og Steindór ræddu unglingsárin og höfundana sem skrifa um þau. En hvernig raðar maður stelpum upp frá 1 til 10? Hvernig spilar maður ABC? Og hvað finnst stjórnendunum um kynlífsiðnaðinn? Allt þetta og snake í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 04/14/19
Kvik yndin slá öll met í alþjóðlegheitum og senda út nýjasta þátt sinn frá „Shining-hóteli“ í Japan og köldu vori í Þýskalandi, samstundis! Hér er ýmist rætt: Disney+, tribal tattúin á Jeremy Renner og dökka 90’s varalitinn á Captain Marvel. Njótið! Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.
Published 04/12/19
Ungur drengur flytur í smáþorp og hörmungar dynja yfir í Bíó Tvíó þætti vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á SPI negluna Þresti eftir Rúnar Rúnarsson. En hvað er málið með dularfull hljóð í íbúð Steindórs? Hvernig skemmdi hann brúðkaup sem hann tók upp fyrir annað fólk? Og á hvaða hljóðfæri spiluðu þáttastjórnendur á yngri árum? Allt þetta og SELUR í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 04/07/19
Glænýr föstudagur og glænýtt Kvik yndi! Allskonar dauði sé hér: The Dead Don’t Die og Too Old to Die Young -til dæmis. Kvik yndum finnast mest spennandi, þessa vikuna, fréttir af Cowboy Bebop og Akira sem er japanskt teikniefni sem er í miklu uppáhaldi. Lengi hefur staðið til að gera hvort tveggja að leiknu efni og nú virðist loksins vera komin alvöru hreyfing á þau mál. Kvik yndi stefna á að ræða Alien oggupons í hverjum þætti og er þessi engin undantekning, því nýjustu fréttir herma að...
Published 04/05/19
Fjölskyldudrama, bæði fyrir persónurnar og Steindór, er viðfangsefni Bíó Tvíó þessa vikuna. Andrea og Steindór horfðu á Útlagann frá 1981, mynd byggða á Gísla sögu Súrssonar. En hvaða áhrif hefur heimsendakvíði? Er orðið fæðarveldi til? Hvernig á að verja sig gagnvart árásarmönnum? Allt þetta og reflar í Bíó Tvíó vikunnar!
Published 03/31/19
Kvik yndin ræða nýjustu fréttir, sem eru handahófskenndar þessa vikuna: Nýjar myndir Kaufman og Jarmusch verða löðrandi í hæfileikum, Joel Coen ætlar að gera Macbeth og Werner Herzog gengur til liðs við Star Wars Mandalorian, Brie Larson var poppstjarna og Sandra Bullock kom til greina sem Neo í The Matrix. Sko! Mjög allskonar. Samt er líklega hugljúfasta fréttin, Alien leikhúsuppfærsla unglinga í New Jersey sem náði athygli Ridley Scott og Sigourney Weaver. Þáttur fyrir fólk sem hefur yndi...
Published 03/29/19