Episodes
Published 01/17/24
Háreyðing með laser er vinsælasta lasermeðferðin sem við framkvæmum á Húðlæknastöðinni enda er aukin hárvöxtur vandamál sem allmargir glíma við. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga fyrir og eftir laserháreyðingu og ekki allir sem geta farið í þessa meðferð. Í þessum húðkastsþætti förum við í gegnum allt sem viðkemur laserháreyðingu.
Published 11/22/22
Published 11/22/22
Húðlæknar vinna mikið með lasermeðferðir í daglegu starfi. Bæði er hægt að nota laser í læknisfræðilegum tilgangi, sem og til að sporna við öldrun húðarinnar. Í þessum þætti útskýrum við í einföldu máli hvað laser er, hvernig hann virkar og hvað er hægt að meðhöndla með laserum.
Published 11/22/22
Hvað er PCOS og hvernig er það greint? Hvaða húðeinkenni geta verið til staðar í PCOS og er hægt að meðhöndla sjúkdóminn? Í þessum þætti fær Dr. Ragna Hlín til sín tvo góða gesti, Dr. Heiðdísi Valgeirsdóttur kvensjúkdómalækni og Steinunni Arnarsdóttur innkirtlalækni, og saman fara þær yfir allt sem viðkemur PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eins og það heitir á íslensku.
Published 06/07/22
Hversu mikilvægt er fyrir fólk með atópískt exem að nota rakakrem daglega og hvaða meðferðir eru í boði ef sterakremin eru hætt að virka? Er hægt að lækna atópískt exem? Í þessum þætti förum við í gegnum þá meðferðarmöguleika sem eru í boði fyrir atópískt exem og hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja endurteknar versnanir á exeminu.
Published 03/07/22
Hvers vegna er atópískt exem svona algengt og hverjar eru orsakir þess? Tengist þessi tegund exems matarofnæmi?  Breytast einkenni exemsins með aldri og eru fullorðnir líka með atópískt exem? Þessum spurningum munum við svara og mörgum fleiri í þættinum.
Published 02/22/22
Ert þú með litlar bólur á handleggjum og lærum?  Viltu vita hvað þetta er & hvort sé hægt að meðhöndla þetta? Í þessum þætti skoðum við þennan mjög svo algenga kvilla sem allt að 40% fullorðna og a.m.k. 50% barna eru með og útskýrum orsakir hans. Einnig ræðum við hvað sé hægt að gera til að halda honum í skefjum.
Published 02/06/22
Hefur þú farið í blettaskoðun? Ef ekki, útskýrum við hvað felst í því að fara í blettaskoðun hjá húðlækni og hvernig við eigum að fylgjast með fæðingarblettunum okkar. Einnig ræðum við 3 algengustu tegundir húðkrabbameina, m.a. sortuæxlin, og lærum að þekkja einkenni þeirra.
Published 06/15/21
Útfjólublá geislun sólarinnar er megin orsök húðkrabbameina og 80% af öldrun húðarinnar stafar eingöngu af sólargeislun. Sólarvarnir eru þess vegna nauðsynlegar til að verja okkur. Í þessum þætti ræðum við hvers vegna við eigum að nota sólarvarnir, hvað ber að hafa í huga við val á sólarvörnum og  hvernig við eigum að haga okkur í sólinni.
Published 06/04/21
Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir á Dea Medica, kom í Húðkastið og sagði okkur frá fitusogi, svuntuaðgerðum, Brasilian buttlift og fleiri lýtaaðgerðum sem eru framkvæmdar á Íslandi. Eining ræðum við um fylliefni og vöntun á reglugerðum þegar kemur að hinum ýmsu fegrunaraðgerðum sem eru gerðar á Íslandi í dag.
Published 04/30/21
Hvað eru þessi fylliefni sem allir eru að tala um? Eru þetta alveg náttúruleg og skaðlaus efni og til hvers eru þau notuð? Eru þau bara notuð í varafyllingar? Þessum spurningum og mörgum fleirum ætlum við að svara í þætti dagsins sem fjallar um fylliefni.
Published 04/20/21
Virkar tannkrem á bólur?, Eru unglingar bara með bólur?, Má kreista bólur?  Þessum spurningum og mörgum fleirum ætlum við að svara í Húðkastþættinum um algengar mýtur um bólur og bólumeðferðir.
Published 04/09/21
Við fengum Davíð Jensson, lýtalækni til að fræða okkur um vinsælar lýtaaðgerðir eins og augnlokaaðgerðir, facelift, fituflutninga og margt fleira spennandi!
Published 03/28/21
Karlmenn hafa verið tregari til að hugsa vel um húðina en konur. Af hverju, er það feimnismál hjá körlum og hvað getum við ráðlagt þeim sem langar að byrja? Við fengum Helga Ómarsson samfélagsmiðlastjörnu með meiru til að ræða einmitt þetta og margt margt fleira.
Published 03/15/21
Við höldum áfram að fara yfir helstu mýturnar í húðumhirðu.
Published 03/01/21
Í þessum þætti förum við yfir helstu mýturnar í húðumhirðu.
Published 02/19/21
Bólur eða acne vulgaris er gríðarlega algengur sjúkdómur hjá báðum kynjum og öllum kynþáttum. Sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á sjálfmynd og sjálftraust fólk og það er mikilvægt að vita að það eru til lausnir. Þetta er fyrri hluti af tveimur.
Published 12/17/20
Bólur eða acne vulgaris er gríðarlega algengur sjúkdómur hjá báðum kynjum og öllum kynþáttum. Sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á sjálfmynd og sjálftraust fólk og það er mikilvægt að vita að það eru til lausnir. Þetta er fyrri hluti af tveimur.
Published 12/15/20
Í þætti dagsins fjöllum við um spennandi meðferð, Toxín. Hvað er Toxín, hvernig er það notað og af hverju. Þessum spurningum og mörgum fleium ætlum við að svara í þætti dagsins.
Published 12/03/20
Í þætti dagsins fjöllum við um rósroða, sem er mjög algengur langvinnur húðsjúkdómur sem einkennis af roða í andliti, háræðasliti og bólum í andliti.
Published 11/26/20
Í þessum þætti höldum við áfram að tala um öldrun húðarinnar og fókusum á anti-aging vörur. 
Published 11/18/20
Í þessum fyrsta þætti Húðkastsins ræðum við hið spennandi efni; öldrun húðarinnar. Við komum inn á orsakir húðöldrunar, hvað einkennir aldraða húð og hvað við getum gert til að fyrirbyggja ótímabæra öldrun húðarinnar.
Published 11/06/20
Hér kynnum við okkur þrjár; Rögnu Hlín, Jennu Huld og Örnu Björk til leiks og förum  í gegnum okkar feril, reynslu og störf. 
Published 11/06/20