Episodes
Júlían er íþróttamaður ársins árið 2019. Hann er kraftlyftingamaður í húð og hár og er þar í fremstu röð. Við ræddum m.a. um æfingarnar, árangur, hugarfar, mataræði og mikilvægi þess að gefast ekki upp.
Published 02/05/20
Published 02/05/20
Gísli Marteinn er okkar ástsælasti sjónvarpsmaður. Hann er Urbanisti sem hefur mikla ástríðu fyrir hvernig samfélög eru uppsett og hvernig það hefur áhrif á okkar líf. Hann sagði okkur frá sinni reynslu í sjónvarpinu, í pólítíkinni og leyndarmálinu á bakvið að halda sér ungum í anda og líkama, ásamt mörgu öðru áhugaverðu.
Published 08/22/19
Vigfús Bjarni þarf að eiga við erfið áföll og dauðann í sínu daglega starfi. Við ræddum við þennan yndislega mann um hvernig fólk fer að því að eiga við áföll í lífinu, hvað fólk hugsar um þegar dauðinn bankar á dyrnar og mikilvægi þessi að hafa tilgang í lífinu. Einnig talaði hann um mikilvægi trúar og muninn á trú og trúarbrögðum. Það var mjög gaman að skyggnast inn í huga Vigfúsar og fá að heyra viskuna sem hann hefur að geyma.
Published 07/30/19
Það var mjög gaman að fá að skyggnast inn í lífið hans Arons og athuga hvað heldur honum gangandi. Aron Can sagði okkur meðal annars frá ástríðunni hans fyrir tónlist, hvernig það var að verða vinsæll svona ungur, þegar hann reif sig upp úr léttu rugli og hversu mikið hann hefur þroskast á síðustu árum.
Published 07/23/19
Okkar besti körfuboltamaður, Martin Hermanns, kom í gott spjall í Milliveginn þar hann sagði okkur frá afhverju hann hefur náð svona miklum árangri í körfubolta, mótlæti sem hann hefur gengið í gegnum, hvernig hann hugsar um sig daglega, helstu áskoranir við atvinnumennskuna, uppeldi og hvaða innri mann hann hefur að geyma.
Published 07/16/19
Við sofum 1/3 af ævinni. Afhverju þurfum við að sofa? Hvað gerir svefn? Hvaða áhrif hefur svefnleysi? Hvernig getum við hámarkað líkurnar á góðum svefni? Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur svaraði þessum ásamt fjölmörgum öðrum áhugaverðum spurningum um svefn. Til þess að eiga möguleika á að vinna 10 skipta boozt/skála kort á Ísey skyrbar þarftu að: 1. Subscribe-a Milliveginn á podcast appinu 2. Subscribe-a Milliveginn á youtube 3. Skilja eftir athugasemd á þættinum um Svefn á...
Published 07/10/19
Maður mikillar visku, Lífsráðgjafinn Guðni Gunnars kom í rosalegt spjall í Milliveginn þar sem hann talaði meðal annars um athygli, ást, fyrirgefninu, að samþykkja sjálfan sig, tilgang og ábyrgð (valfærni). Við vorum mjög peppaðir eftir þetta dásamlega spjall við þennan dásamlega mann. Afsláttarkóðinn fyrir 20% af öllum vörum í Ormson: "millivegurinn"
Published 07/02/19
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar kom í Milliveginn og talaði meðal annars um leiðtogahlutverkið í landsliðinu, hvernig hann hefur lært að tjá tilfinningarnar sínar, uppeldi barnanna sinna og mikilvægi þess að gera allt 100%.
Published 06/13/19
Íþróttamaður ársins 2018, Sara Björk, kom í heimsókn í Milliveginn. Þessi magnaði einstaklingur sagði okkur frá allri vinnunni sem felst í því að ná árangri og að líða vel í lífinu. Hún talaði meðal annars um erfiða hluti sem gerast bakvið tjöldin sem enginn sér, eins og kvíða, meiðsli, mótlæti og erfiðar ákvarðanatökur.
Published 06/05/19
Finnur Freyr vann fimm Íslandsmeistaratitla í röð með KR í körfubolta. Þessi áhugaverði einstaklingur talaði við okkur um hvað einkennir góða liðsheild, hvernig hann tókst á við gagnrýnisraddir, ávinninga íþrótta út í lífið, börn í íþróttum, framtíðarplön ásamt fjölmörgu öðru. Takk fyrir að hlusta.
Published 05/27/19
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggva hefur gengið í genum margt á síðustu árum. Hann gaf út bókina: Á eigin skinni, sem hefur hlotið miklar vinsældir. Undanfarið hefur Sölvi verið að halda fyrirlestra í tengslum við bókina þar sem hann fer yfir sínar leiðir í átt að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Við töluðum meðal annars um streitu, hvernig við getum komið í veg fyrir kulnun, að gera hluti sem stangast á við samfélagsleg norm, þróun lífverunar, muninn á hreyfingu og æfingu, öndun, hvað við...
Published 05/13/19
Það er ákveðin ára yfir Everti, enda mikill talsmaður þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Hann mætti hjólandi til okkar í Kópavoginn og talaði meðal annars um svefn, félagsskap, hreyfingu, streitustjórnun, föstur, mataræði, trú, og erfiðar áskoranir eins og 100 kílómetra hlaup, iron man og Navy SEAL Hell Week. Takk fyrir að hlusta!
Published 04/23/19
Hugleikur Dagsson er skopmyndateiknari og grínisti. Við fórum meðal annars yfir spítukallabrandara, hvernig grín getur hjálpað til við að tækla erfið málefni, dugnað og hvaða mann Hugleik hefur að geyma.
Published 04/10/19
Þessi einlæga stelpa sagði okkur frá frá hennar vegferð í lífinu. Hún talaði meðal annars um bardadagakvöldið sem er framundan hjá henni, hvað MMA hefur styrkt hana sem manneskju og hvað hún hefur tamið sér til að ná velgengni í lífinu.
Published 04/03/19
Sævar Helgi er stútfullur af ástríðu fyrir jörðinni, náttúrunni, geimnum og vísindum. Hann spjallaði við okkur um hvað verður um komandi kynslóðir ef við förum ekki að líta í eigin barm, einfaldar leiðir sem geta haft jákvæð áhrif á umhverfið, hvort það sé líf á öðrum hnöttum, hvernig við eigum að líta á hamingju og margt margt fleira.
Published 03/25/19
Dr. Hafrún Kristjáns talaði við okkur um verkfæri sem hún notast við með okkar besta íþróttafólki, hvað einkennir góða liðsheild, ofnotkun Íslendinga á þunlgnyndislyfjum, höfuðhögg, börn í íþróttum og hvernig við tæklum svokallaðar hugsanavillur, sem geta haft veruleg áhrif á hvernig þér líður.
Published 03/12/19
„Á ég samt ekki að afreka einhverja snilld áður en eg kem... hlaupa maraþon eða einhvað?“ Sagði Jón Jónsson okkur þegar við spurðum hann hvort hann væri ekki til í að koma í spjall til okkar. Þessi lífsglaði einstaklingur talaði meðal annars við okkur um þætti sem ber að hafa í huga til að líða vel í lífinu, mikilvægi þess að sinna fjölskyldunni, fjármálalæsi, fótboltaferilinn og að sjálfsögðu tónlistarferilinn.
Published 03/06/19
Bergur Ebbi er grínisti, lögfræðingur, rithöfundur og tónlistarmaður. Það var mjög gaman að spjalla við þennan mikla hugsuð meðal annars um framtíðina, nýja sýn á heimsendi, samfélagsmiðla, sýndarveruleika, peninga, mið ísland og mikilvægi þess að rækta vináttu.
Published 03/01/19
Síðan Ingó Veðurguð gaf út Bahama hefur hann gengið í gegnum margt. Hann talaði meðal annars um afhverju hann hætti að drekka, fjárhættuspil, álit annarra, brekkusönginn og hjálparstarf í Úganda.
Published 02/19/19
Gummi Ben sleit krossband fimm sinnum en alltaf hélt hann áfram. Við spjölluðum meðal annars um ástríðuna og hugafarið sem hefur komið honum í gegnum lífið, þann mikilvæga eiginleika að ná því besta úr fólkinu í kringum sig, einkenni íslendinga sem skara fram úr og hvernig það var að skrifa bók nánast einungis á síma.
Published 02/12/19
Það var rosalega gaman að spjalla við Ólaf Darra. Þessi auðmjúki maður talaði um hvað allt breyttist þegar hann ákvað að taka ábyrgð á sjálfum sér þegar hann var rekinn úr þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Í dag er hann okkar fremsti leikari. Við spjölluðum auk þess um upplifunina að leika í Hollywood, uppeldi barna, samfélagsmiðla, dugnað, tilfinningar, andlega heilsu og margt fleira.
Published 02/05/19
Hættu að væla og farðu að kæla. Ræddum við Ísmanninn Andra um mikilvægi kælingar, mataræðis og hugarfars.
Published 01/29/19
‪Áttum ótrúlega skemmtilegt og mikilvægt spjall við Aron Mola m.a. um andlega heilsu, leiklistina og tilfinningar. Einnig hægt að horfa og hlusta á youtube
Published 01/22/19
Sverrir Þór Sverrisson betur þekktur sem Sveppi.
Published 01/15/19