Episodes
Rauð síld hefur nú söðlað um, breytt um nafn og vettvang. Hér eftir kallast þátturinn Stjörnubíó og verður á dagskrá X977 á sunnudögum kl 12:00. Einnig mun þátturinn verða aðgengilegur á Vísi.is. http://www.visir.is/utvarp/s/252
Published 03/15/19
Published 03/15/19
Heiðar Sumarliðason og Kristján Kristjánsson ræða um Alita: Battle Angel (og sitthvað fleiri). Inniheldur einhverja spilla (ekki að það skipti máli í þessu tilfelli).
Published 02/21/19
Heiðar Sumarliðason og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir ræða Sex Education þættina af Netflix og ýmislegt þeim tengt.
Published 02/18/19
Heiðar og Bryndís ræða You, Wanderlust og Derry Girls by Heidar Sumarlidason
Published 01/18/19
Heiðar fékk umdeildasta varaþingmann Íslands, Píratann Snæbjörn Brynjarsson, til að ræða um BlackKklansman, sem einhverra hluta vegna hefur ekki ratað í bíó hérlendis. Skammarlegt, enda myndin löngu komin út allsstaðar í siðmenntuðum löndum. Við fundum hana því bara á stað sem má ekki nefna á nafn. Inniheldur spilla.
Published 12/29/18
Heiðar og Bryndís Ósk tala um Heathers, hötuðustu/umdeildustu þætti seinna tíma (eða síðan Insatiable, skammt stórra högga á milli). Krassandi stöff.
Published 12/21/18
Heiðar fékk til sín sviðslistamanninn Hlyn Pál Pálsson til að ræða The SIsters Brothers með Jóhannesi Hauki Jóhannessyni í aukahlutverki og The Ballad of Buster Scruggs eftir Coen bræður. 40 mínútur, stutt og laggott aldrei þessu vant.
Published 12/17/18
Heiðar og Hafnkell ræða Spiderman og Mortal Engines kapphlaupið þessa helgina í USA. Einnig taka þeir fyrir Eight Grade, Amerian Animals og Ralph Wrecks the Internet. Engir spoilerar.
Published 12/14/18
Heiðar Sumarliðason fær Jóhannes Hauk Jóhannesson í heimsókn. Strákarnir horfðu á The Kominsky Method af Netflix og ræða hann, einnig spjalla þeir um The Sisters Brothers og Origin sem Jóhannes leikur í, ásamt ýmsu öðru tengdu því sem er að gerast í „bransanum.“
Published 12/11/18
Heiðar og Tommi tala um bandarískar ekkjur.
Published 11/28/18
Heiðar Sumarliðason og Hrafnkell Stefánsson fara yfir hvað er væntanlegt í kvikmyndahús á næstu vikum og leggja mat sitt á Bohemian Rhapsody og Den Skyldige. Umfjöllunin um myndirnar inniheldur spilla.
Published 11/14/18
Það lá við handalögmálum þegar Heiðar og Kiddi K tókust á um A Star is Born, mengun, pólitík og vefkökur.
Published 10/26/18
Það væri hægt að kalla Jóhannes Hauk Jóhannesson Hollywood leikara, ef ekki væri fyrir að hann leikur sín hlutverk yfirleitt í Suður-Afríku eða Noregi, en close enough. Heiðar og Jói hittust og tók létt spjall um hans nýjustu verkefni, sem og daginn og veginn.
Published 09/12/18
Heiðar Sumarliðason og Tómas Valgeirsson fóru á Lof mér að falla eftir Baldvin Zophaníasson og skemmst er frá því að segja að þeir voru mjög sáttir. Þeir ætla samt að reyna að eftir fremsta megni að finna eitthvað...bara eitthvað, sem hægt er að setja spurningarmerki við varðandi þessa frábæru mynd.
Published 09/11/18
Heiðar Sumarliðason og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir koma nýja Netflix þættinum Insatiable til varnar, setja sig svo á háan hest og láta góða-, vonda- og wokefólkið heyra það. Svo finna þau upp nýjan þjóðfélagsflokk, skuggafólkið. Inniheldur spilla.
Published 08/29/18
Heiðar Sumarliðason og Hrafnkell Stefánsson ræða kvikmyndir ágústmánuðar. En oft er hann einskonar ruslakista fyrir lélegar kvikmyndir (Mile 22, Happytime Murders, The Meg, Slender Man, A-X-L) eða myndir sem þykja erfiðar í markaðssetningu(Alpha, Crazy Rich Asians, Christopher Robin). Einnig, fjögurra ára barn dæmir The Meg.
Published 08/26/18
Verið velkomin í þriðja þátt Rauðrar síldar, hlaðvarps um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Stjórnandi þáttarins er Heiðar Sumarliðason, leikskáld og handritshöfundur, gestur hans í dag er handritshöfundurinn Hrafnkell Stefánsson. Þeir byrja á almennri umræðu um það helsta sem er að gerast í kvikmyndunum (00:00-42:00), færa sig svo yfir í Ethan "I´ll figure it out" Hunt og IMF gengið hans, sem í sjötta skiptið setur á sig grímur, keyrir hratt, drepur vonda karla, hangir utan á fljúgandi...
Published 08/08/18
Annað varp Rauðrar síldar. Heiðar fékk til sín norðlensku goðsögnina Kristján Kristjánsson og ræddu þeir um tvo glænýja sjónvarpsþætti: Who is America (Sjónvarp Símans), sem er brakandi ferskur grínþáttur úr smiðju Sascha Baron Cohen og Sharp Objects (Stöð 2), sem er nýjasta nýtt í hægelduðu amerísku krimma sjonrunni. Ekki gleyma að nú er hægt að fá ferskt varp beint í snjallsímann frá iTunes, með því að gerast áskrifandi.
Published 07/27/18
Hér er hægt að hlýða á fyrsta þátt kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarps sem hefur fengið nafnið Rauð síld (hafði ekki fengið nafn þegar þátturinn var tekinn upp). Stjórnandi er Heiðar Sumarliðason, leikskáld og handritshöfundur. Gestur þáttarins er Bjartmar Þórðarson, leikari. Við munum í fyrsta þætti fjalla um kvikmyndina Hereditary, sem frumsýnd var í Sambíóunum 18. júlí síðastliðinn.
Published 07/20/18