Episodes
Ætli eitt af fimm fastaríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita neitunarvaldi sínu gegn ályktunum ráðsins þarf það nú að réttlæta ákvörðun sína fyrir allsherjarþinginu sem kemur saman tíu dögum eftir beitingu þess til að fjalla um ákvörðunina. Þessa breytingatillögu á neitunarvaldi fastaríkja öryggisráðsins samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að viðhalda frið og öryggi. Í því sitja fulltrúar fimmtán ríkja, en þar af hafa...
Published 04/27/22
Ætli eitt af fimm fastaríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita neitunarvaldi sínu gegn ályktunum ráðsins þarf það nú að réttlæta ákvörðun sína fyrir allsherjarþinginu sem kemur saman tíu dögum eftir beitingu þess til að fjalla um ákvörðunina. Þessa breytingatillögu á neitunarvaldi fastaríkja öryggisráðsins samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að viðhalda frið og öryggi. Í því sitja fulltrúar fimmtán ríkja, en þar af hafa...
Published 04/27/22
Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter samþykkti í gær yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk, eiganda rafbílaframleiðandans Tesla. Tilboðið, sem hljóðar upp á 44 milljarða Bandaríkjadali, eða það sem nemur rúmlega 5.700 milljörðum króna verður nú lagt fyrir hluthafafund til samþykkis. Gangi kaupin í gegn má búast við ýmsum breytingum á miðlinum, en Musk, sem sjálfur nýtur mikilla vinsælda sem notandi miðilsins, ráðgerir að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og gera málfrelsi að...
Published 04/26/22
Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter samþykkti í gær yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk, eiganda rafbílaframleiðandans Tesla. Tilboðið, sem hljóðar upp á 44 milljarða Bandaríkjadali, eða það sem nemur rúmlega 5.700 milljörðum króna verður nú lagt fyrir hluthafafund til samþykkis. Gangi kaupin í gegn má búast við ýmsum breytingum á miðlinum, en Musk, sem sjálfur nýtur mikilla vinsælda sem notandi miðilsins, ráðgerir að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og gera málfrelsi að...
Published 04/26/22
Þýskur afbrotamaður á fimmtugsaldri hefur opinberlega hlotið stöðu grunaðs manns í rannsókn portúgölsku lögreglunnar í máli bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem hvarf í fjölskyldufríi á Portúgal fyrir rétt tæpum fimmtán árum þegar hún var aðeins þriggja ára. Leitin er ein stærsta sinnar tegundar. En alls kyns tilgátur og kenningar hafa verið settar fram um hvað orðið hafi af stúlkunni og hver beri ábyrgð á hvarfinu, en ekkert sem haldbært er - það er að segja - þar til nú. Við förum yfir...
Published 04/25/22
Þýskur afbrotamaður á fimmtugsaldri hefur opinberlega hlotið stöðu grunaðs manns í rannsókn portúgölsku lögreglunnar í máli bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem hvarf í fjölskyldufríi á Portúgal fyrir rétt tæpum fimmtán árum þegar hún var aðeins þriggja ára. Leitin er ein stærsta sinnar tegundar. En alls kyns tilgátur og kenningar hafa verið settar fram um hvað orðið hafi af stúlkunni og hver beri ábyrgð á hvarfinu, en ekkert sem haldbært er - það er að segja - þar til nú. Við förum yfir...
Published 04/25/22
Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, keypti, í byrjun mánaðar, 9,2% hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Kaupverðið var rétt tæpir þrír milljarðar Bandaríkjadala eða það sem nemur um 370 milljörðum króna. Eftir kaupin er Musk, sem hefur lengi verið virkur notandi samfélagsmiðilsins, stærsti hluthafinn í félaginu. En hver er baksagan? Af hverju að kaupa bréf í Twitter? Og af hverju skipta kaupin máli? Hvað er í vændum hjá Twitter? ...
Published 04/22/22
Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, keypti, í byrjun mánaðar, 9,2% hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Kaupverðið var rétt tæpir þrír milljarðar Bandaríkjadala eða það sem nemur um 370 milljörðum króna. Eftir kaupin er Musk, sem hefur lengi verið virkur notandi samfélagsmiðilsins, stærsti hluthafinn í félaginu. En hver er baksagan? Af hverju að kaupa bréf í Twitter? Og af hverju skipta kaupin máli? Hvað er í vændum hjá Twitter? ...
Published 04/22/22
Við hefjum þáttinn á umfjöllun um átök fyrir botni miðjarðarhafs: Að minnsta kosti 150 Palestínumenn slösuðust í átökum við ísraelsku lögregluna við Al-Aksa moskuna í Jerúsalem um páskahátíðina. Þá hafa yfir þrjátíu látist í átökum síðustu vikur. Guðmundur Björn fer yfir stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Uppþot og óeirðir einkenndu páskahátíðina í Svíþjóð. Hörð mótmæli víða um land þróuðust út í óeirðir þar sem steinum og bensínsprengjum var kastað að lögreglu og kveikt í stolnum bíldekkjum og...
Published 04/20/22
Við hefjum þáttinn á umfjöllun um átök fyrir botni miðjarðarhafs: Að minnsta kosti 150 Palestínumenn slösuðust í átökum við ísraelsku lögregluna við Al-Aksa moskuna í Jerúsalem um páskahátíðina. Þá hafa yfir þrjátíu látist í átökum síðustu vikur. Guðmundur Björn fer yfir stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Uppþot og óeirðir einkenndu páskahátíðina í Svíþjóð. Hörð mótmæli víða um land þróuðust út í óeirðir þar sem steinum og bensínsprengjum var kastað að lögreglu og kveikt í stolnum bíldekkjum og...
Published 04/20/22
Við byrjum í Úkraínu, nánar tiltekið á Donbas-svæðinu í austurhluta landsins. Sveitir rússneska hersins hófu þar stórsókn í gær og telja sérfræðingar að nú sé nýr kafli hafinn í innrás Rússa; einbeiting sé nú fyrst og fremst á að ná yfirráðum á Donbas-svæðinu og þannig landtengingu við Krímskaga. Guðmundur Björn fer yfir stöðuna. Vegna hinnar ströngu Covid-19 stefnu kínverskra stjórnvalda standa yfir umfangsmiklar lokanir í minnst 44 borgum Kína vegna útbreiðslu Covid-19, þar á meðal í...
Published 04/19/22
Við byrjum í Úkraínu, nánar tiltekið á Donbas-svæðinu í austurhluta landsins. Sveitir rússneska hersins hófu þar stórsókn í gær og telja sérfræðingar að nú sé nýr kafli hafinn í innrás Rússa; einbeiting sé nú fyrst og fremst á að ná yfirráðum á Donbas-svæðinu og þannig landtengingu við Krímskaga. Guðmundur Björn fer yfir stöðuna. Vegna hinnar ströngu Covid-19 stefnu kínverskra stjórnvalda standa yfir umfangsmiklar lokanir í minnst 44 borgum Kína vegna útbreiðslu Covid-19, þar á meðal í...
Published 04/19/22
Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft margvísleg áhrif á heiminn en eitt sem oft gleymist er að hún er að byrja að valda nýrri og vaxandi hungursneyð á heimsvísu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að útlitið hafi aldrei verið svo svart frá því að stofnunin var sett á laggirnar fyrir rúmum þremur áratugum. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður ræðir um yfirvofandi matarskort og hungursneyð vegna innrásarinnar. Hvað gerist þegar hundruð þúsunda alls staðar að úr heiminum safnast saman í nýrri...
Published 04/13/22
Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft margvísleg áhrif á heiminn en eitt sem oft gleymist er að hún er að byrja að valda nýrri og vaxandi hungursneyð á heimsvísu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að útlitið hafi aldrei verið svo svart frá því að stofnunin var sett á laggirnar fyrir rúmum þremur áratugum. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður ræðir um yfirvofandi matarskort og hungursneyð vegna innrásarinnar. Hvað gerist þegar hundruð þúsunda alls staðar að úr heiminum safnast saman í nýrri...
Published 04/13/22
Það koma allskonar tímamót í lífinu. Við finnum ástina. Svo kannski gengur það ekki upp. Við tekur einhleypulífið. Og svo kannski nýr maki. Ný tímamót. Ólétta. Brúðkaup. Skírn. Fjölskylduferðir til Tene sem svo verða kannski að Golfferðum til Flórída. Og Facebook, Instagram, Google, Tik Tok, samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu....
Published 04/12/22
Það koma allskonar tímamót í lífinu. Við finnum ástina. Svo kannski gengur það ekki upp. Við tekur einhleypulífið. Og svo kannski nýr maki. Ný tímamót. Ólétta. Brúðkaup. Skírn. Fjölskylduferðir til Tene sem svo verða kannski að Golfferðum til Flórída. Og Facebook, Instagram, Google, Tik Tok, samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu....
Published 04/12/22
Tugþúsundir alþjóðlegra sjálfboðaliða keppast um að fá að halda til Úkraínu og berjast með alþjóðadeild úkraínska hersins í stríðinu gegn Rússum. Úkraínuher hefur síðustu vikur hert inntökuskilyrðin til muna og taka nú aðeins við reyndum umsóknaraðilum. Annars hafa úkraínsk stjórnvöld lítið viljað gefa upp um alþjóðadeildina, fjölda sjálfboðaliða, þjóðerni þeirra og svo framvegis, meðal annars þar sem fjöldi ríkja heims bannar þátttöku borgara sinna í stríðinu með lögum. Við skoðum alþjóðlega...
Published 04/11/22
Svalt, Íslensk tónlist og Bananalýðveldið - eru nöfn á þremur af rúmlega tvö hundruð aðilum sem metnir voru hæfir til að taka þátt í útboði á 22,% hlut í Íslandsbanka á dögunum. Þá var þeim fagfjárfestum sem metnir voru hæfir boðið að kaupa ríkisbréfin með fimm prósenta afslætti - og það þrátt fyrir að veruleg umframeftirspurn hafi verið eftir hlutabréfunum, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins. Fyrirkomulag sölunnar hefur verið umdeilt og gagnrýnt: Kristrún Frostadóttir, þingmaður...
Published 04/08/22
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýji veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í...
Published 04/07/22
Hamzah, krónprins Jórdaníu hefur sagt af sér embættinu, ef embætti skyldi kalla. Prinsinn er hálf bróðir Abdullah konungs, en faðir þeirra, Hussein konungur, var við völd í hálfa öld. Þótt Hamzah vilji ekki lengur vera krónprins, er hann þó enn á sínum stað í röð ættmenna spámannsins Múhammeðs. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda útskýrir þetta flókna mál í fyrri hluta þáttarins. Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla...
Published 04/06/22
Við byrjum hér heima. Á laugardagskvöldið var mikið um dýrðir þegar landsmenn fylgdust með heimsins mikilvægasta kvöldi í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Fjöldi listamanna kom fram og fjöldi sjálfboðaliða í símaveri vann baki brotnu - og allt var þetta fyrir góðan málstað - en barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF, stóð fyrir herlegheitunum. Við ræðum við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi, um söfnunina, útkomuna og stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Victor Orban verður...
Published 04/04/22
Í dag er fyrsti apríl og eflaust einhverjir þegar búnir að láta gabba sig til að hlaupa í dag. Þau sem eru með fulltrúa yngri kynslóðarinnar hafa líklegast ítrekað verið plötuð í morgun en svo er auðvitað löng hefð er fyrir því að fjölmiðlar, fyrirtæki og stofnanir taki þátt í gríninu - birti auglýsingar, tíst eða fréttir sem jafnvel besta fólk endar á að falla fyrir. En hvernig byrjaði þetta allt saman? Af hverju er bannað að ljúga á öllum dögum ársins nema 1. apríl? Er langt síðan...
Published 04/01/22
Við byrjum í heimi fjármála- og efnahagsmála. Haustið 2008 féllu íslensku bankarnir eins og spilaborgir, þar á meðal Glitnir. Rekstur bankans var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og skilanefnd sett yfir rekstur hans í október 2008. Í kjölfarið var skammlíft fyrirbæri sem hét Nýi Glitnir banki stofnaður af ríkinu og tók hann við eignum um skuldbindingum hins fallna Glitnis banka. 97 starfsmenn bankans misstu vinnuna. Sem sagt, bankinn var kominn í eigu ríkisins, og þann 20. febrúar 2009, var...
Published 03/31/22
Við hefjum þáttinn á því að fjalla um ákveðin tímamót í íslenskri sögu. Í dag eru 73 ár frá því Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið, NATÓ. Þann 30. mars 1949 samþykkti Alþingi Íslendinga að ganga í hið nýstofnaða varnarbandalag, og er Ísland því eitt af 12 stofnaðildarríkjum bandalagsins, sem í dag eru þau átján talsins. En innganga Íslands í NATÓ gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Þótt þingheimur hafi samþykkt að Ísland skyldi vera aðili að bandalaginu var fjölda fólks hér á landi þvert um geð...
Published 03/30/22
Tveir starfsmenn samfélagsmiðilsins TikTok hafa lögsótt fyrirtækið vegna óviðunandi starfsaðstæðna sem þær segja að hafi ollið þeim miklum andlegum skaða og áföllum og ófullnægjandi viðbrögðum samfélagsmiðilsins við því. Störf þeirra fólust í því að horfa á hundruð samfélagsmiðlamyndbanda dag hvern og skera úr um hvort myndefnið fengi að vera á miðlinum eða hvort tilefni væri til að ritskoða það eða fjarlægja samkvæmt reglum miðilsins. Þau myndbönd sem urðu á vegi þeirra eru, eðli málsins...
Published 03/29/22