Episodes
Kæru kastarar. Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri Hreggnasa, mætti til okkar í ham og í HAM-bol í fyrsta þátt vetrarins. Jón fer með okkur um víðan völl, veltir steinum og stingur á kýlum. Hann er yngsti leigutaki að laxveiðiá á Íslandi. Hann er HAM, þið eruð HAM, við erum öll HAM. Njótið! Minnum á live flugucast á Session Craft Bar 31. október kl. 20. Lofum rokkstjörnum í stólana.
Published 10/25/19
Já kæru kastarar. Hér er live-þátturinn með Dagbók urriða, Ólafi Tómasi Guðbjartssyni. Hér förum við yfir margt og mikið. Allt frá góðu húkki í Blöndu yfir í snappið Dagbók urriða, fyrrum tengdapabba og lífið og tilveruna. Já, þessi þáttur var live og við viljum benda á að hljóðgæðin eru ekki frábær en vonum að þið njótið engu að síður kæru kastarar. Þátturinn endar fremur snögglega en það var út af þessum margfrægu tæknilegu örðugleikum. Það vantar þó bara eina-tvær mínútur. Það var...
Published 07/18/19
Kæru kastarar! Farið er yfir stóru málin í þessum þætti. Allt frá nærri gjaldþrota stangaveiðifélagi til SVFR eins og það stendur í dag. Bjarni Júlíusson veiðimaður og fyrrverandi formaður SVFR fer yfir æskuna á Snæfellsnesi, leiðsögnina, ástina og formennskuna. Svo er það mál málanna. Veiða og sleppa? Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að setja veiðilagið sem Bjarni valdi í lok þáttar og biðjum við ykkur, og hann, velvirðingar á því. Við vitum samt að þið þekkið öll lagið og leyfið...
Published 07/11/19
Jæja kæru kastarar. Eftir smá bið er komið að næsta þætti. Er það? Já. Ok. Það er enginn annar en heljarmennið Stjáni Ben sem er gestur þáttarins. Hann fer yfir sögu sína allt frá dópinu yfir í að ætla að sigra stangveiðiheiminn eða svona næstum því. Bloggið sem startaði öllu, árin í SVFR og fyrirtækin sem hann hefur stofnað eða komið á koppinn. Já, og svo líka krossfittið auðvitað. Þessi þáttur er sprengja, mikið hlegið, mikið talað og margt látið flakka. Búmmsjakalakka.
Published 07/04/19
Nú jæja þetta er aldeilis þáttur. Í þætti vikunnar er alvöru fræsing. Gestur okkar í þessari viku er einfaldlega frægasti Íslendingur Íslands og þó víða væri leitað. KÓNGURINN Og það er bara einn. Njótið BÚMMMMMM
Published 06/20/19
Kæru Kastarar. Hvar er sósan? Þá er komið að þætti vikunnar og er hann ekki af verri endanum. Gestur vikunnar er Norðlendingurinn, sem er sem betur fer fluttur í Kópavoginn, Stefán Sigurðsson. Hann er einn eiganda Iceland Outfitters og fer yfir sína veiðisögu sem hófst þegar Stefán var þriggja ára. Förum allt frá Akureyri til Kópavox, Lax-Á og Iceland outfitters. Lifi SLAYER
Published 06/12/19
Já, þáttur vikunnar er með þeim lengri enda í honum tveir gestir. Bræðurnir Oscar og Erik Koberling mættu og sögðu okkur sínar veiðisögur. Þeir hafa veitt á flugu frá átta ára aldri og síðan þá hefur ekki fengið þá stöðvað í veiði og gæderíi. Kæru kastarar, þáttur vikunnar er á ensku enda urðum við fá þessar sleggjur til okkar. Þverá, Kjarrá, Mývatnssveitin og ótal fleiri. Allt þetta og meira til. Njótið!
Published 06/06/19
Jæja, kæru kastarar. Í þætti vikunnar er farið um víðan völl. Við fengum til okkar Valgarð Ragnarsson sem sagði okkur frá sínum afrekum. Allt frá tíma sínum í veiðibúðinni við lækinn og til þróunarvinnu fyrir Loop. Þetta er bingó.
Published 05/30/19
Jæja kæru kastarar. Þáttur vikunnar er langur og góður, Við fáum til okkar snilling sem er ekki bara stíflaður veiðimaður heldur er hann einnig formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þetta er enginn annar en Jón Þór Ólason. Við förum yfir alla hans veiðisögu og komandi tíma hjá SVFR og lofum geggjuðum þætti. BÚMM
Published 05/23/19
Já, kæru kastarar. Við biðjumst velvirðingar á töfum á þættinum en hér er hann kominn í allri sinni dýrð og það er ennþá fimmtudagur. Í þætti vikunnar er kafað vel í vatnaveiði. Örn Hjálmarsson leiðir okkur í allan sannleik um dýpstu leyndardóma vatnaveiði og við ræðum meðal annars Hraunsfjörð, Veiðivötn og Skagaheiði. Hin dulmagnaða fluga Langskeggur kemur líka við sögu. Kæru kastarar. Fræðist, njótið og umfram allt - meira pönk.
Published 05/16/19
Í þætti vikunnar verður farið allt frá Rússlandi yfir til Argentínu og þaðan til Íslands. Kristján Páll Rafnsson er gestur þáttarins, fer yfir sinn feril og fræðir okkur meðal annars um Fishpartner og auðvitað margt fleira.
Published 05/09/19
Jæja kæru kastarar. Þá er komið að sjötta þætti af Flugucastinu. Í þessari viku er kafað djúpt, en samt ekki of djúpt, í silungsveiði og caddis-flugur. Caddis-bræðurnir Hrafn og Ólafur mættu og jusu úr viskubrunni sínum um Þingvallavatn og fóru einnig mjög vel yfir Laxá í Aðaldal. Þar eru þeir bræður á heimavelli og fáir geta skákað þeim þar. Þar hafa þeir lent í stórslysi og líka gríðarlegri veiði. Búið ykkur undir fræðslu, hlátur og kannski grátur.
Published 05/02/19
Í Flugucasti þessarar viku er kafað djúpt. Kannski of djúpt eða kannski ekki. Lengsti þátturinn til þessa. Einfaldlega höfðum við um of mikið að tala og viðmælandi okkar of mikilvægur. Björn Roth. Já, þið heyrðuð rétt; liðsmaður Bruna BB. Hér er fræsing og hér er drukkið og hér er stuð. Björn Roth gjörið þið svo vel.
Published 04/25/19
Í Flugucasti vikunnar köfum við djúpt inn í pælingar um silungsveiði. Við fengum til okkar einn af bestu silungsveiðimönnum Íslands. Ingólfur Örn Björgvinsson kom og fræddi okkur um flest öll trikkin í bókinni. Ef þið viljið ná alvöru árangri í þessari veiði þá hvetjum við ykkur til að hlusta af athygli. Góðar stundir
Published 04/18/19
Þriðji þátturinn kominn í loftið! Í honum er farið yfir málin með fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Elíasi Pétri Viðfjörð Þórarinssyni, Villimanni og veiðigúrú.
Published 04/11/19
Veiðikonur og veiðimenn. Til lukku! Veiðitímabilið er byrjað og ekki nóg með það. Annar þátturinn af Flugucastinu er kominn í loftið og í honum fengum við engan smá gest. Eggert Skúlason. Eggert fer um víðan völl, allt frá stórlöxum niður í smæstu síldir. Við ræðum líka um Sporðaköst og fáum sögur sem gerðust á bakvið tjöldin í þáttunum. Við flugucastarar óskum ykkur góðrar skemmtunar.
Published 04/04/19
Björn Kr. Rúnarsson mætti til okkar í fyrsta þáttinn af Flugucastinu. Við fórum um víðan völl og ræddum meðal annars Vatnsdalsá og gæderí.
Published 03/29/19