Episodes
Published 11/26/23
Rokkland var á Iceland Airwaves á dögunum og Rokkland verður á Iceland Airwaves í dag. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það heitir, á Iceland AIrwaves í ár. Við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves fólk í þættinum í dag, listafólk gesti og starfsfólk. Rokkland rakst á mikið af skemmtilegu fólki á Airwaves og talaði við marga sem við heyrum í í þætti dagsins: Anna Ásthildur, Goggi í Sigur Rós, Ísleifur Þórhallsson, Anna...
Published 11/26/23
Valur Gunnarsson kemur í heimsókn og við veltum fyrir okkur pælingunni: Hvað ef Bítlarnir hefðu aldrei verið til? Valur skrifaði um það í bók sem kom út í fyrra. Rúnar Þórisson var að senda frá sér plötuna Upp Hátt og hann kemur í heimsókn og við heyrum nokkur lög af plötunni.
Published 11/19/23
Iceland Airwaves fór fram um helgina í rokkborginni Reykjavík. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það er kallað. Rokkland var á Airwaves og við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves-fólk í þættinum í dag; listafólk, gesti og starfsfólk, og líka í næsta þætti eftir viku. Elín Sif Hall, Ásgeir Andri Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Ása Dýradóttir, Árni Hjörvar ofl. koma við sögu í dag. En Bruce Springsteen er líka...
Published 11/05/23
Iceland Airwaves fór fram um helgina í rokkborginni Reykjavík. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það er kallað. Rokkland var á Airwaves og við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves-fólk í þættinum í dag; listafólk, gesti og starfsfólk, og líka í næsta þætti eftir viku. Elín Sif Hall, Ásgeir Andri Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Ása Dýradóttir, Árni Hjörvar ofl. koma við sögu í dag. En Bruce Springsteen er líka...
Published 11/05/23
Published 10/29/23
Iceland Airwaves er hinumegin við hornið, fimmtudag, föstudag og laugardag. Í Rokklandi vikunnar bjóðum við upp á En við ætlum að hlusta á allskonar Airwaves músík í Rokklandi dagsins, heyra í hljómsveitum og listafólki sem er að spila á hátíðinni í ár. Meðal þeirra sem koma við sögu eru: Elisapie Elinborg Yard Act Árný Margrét Önnu Jónu Son Una Torfa Elín Hall Cassia Kári Marketa Irglova
Published 10/29/23
Í Rokklandi dagsins er Orri Harðarson fyrirferðarmestur, en núna 1. október s.l. voru liðin heil 30 ár frá Því að fyrsta platan hans, Drög að heimkomu, kom út. Orri varð með útgáfu þessarar plötur yngstur Íslendinga til að gera sólóplötu með eigin lögum og hann var útnefndur "Nýliði ársins" á Íslensku tónlistarverðlaununum þegar þau voru afhent í fyrsta sinn, 1994. Orri sem var útnefndur bæjarlistamaður á Akureyri 2017 hefur sent frá sér 5 stórar plötur, skrifað skáldsögur og aðrar bækur,...
Published 10/22/23
Fimmtudaginn 19. október fagnar hljómsveitin Maus 30 ára afmæli sínu með tónleikum í Gamla bíó. Hljómsveitin var stofnuð í Árbænum í apríl árið 1993 og spilaði sína fyrstu tónleika þá um sumarið. Árið eftir sigraði Maus í Músíktilraunum og gaf út sína fyrstu plötu þann vetur. Á næstu 12 árum kom fjórar aðrar plötur sem hafa að geyma mörg lög sem síðan hafa verið spiluð reglulega á sumum útvarpsstöðvum landsins. 2004 lagðist hljómsveitin í dvala og síðasta áratuginn hefur Maus komið einstaka...
Published 10/15/23
Í Rokklandi í dag heldur Óli P. áfram að fjalla um hina mögnuðu Sinéad O ?Connor sem kvaddi okkur í sumar aðeins 56 ára að aldri. Í þættinum er sagt frá því Þegar Sinéad reif myndina af páfanum í Saturday night Live árið 1992 og Því sem gerðist í kjölfarið. Við heyrum brot úr viðtali sem Óli tók við hana áður en hún kom hingað til Íslands 2011 og tóndæmi af tónleikunum hennar í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves. Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur kemur við sögu, líka Ellen Kristjáns og John Grant ofl.
Published 10/08/23
Published 10/01/23
Rokkland hefur göngu sína aftur í dag eftir gott frí. Tvær magnaðar tónlistarkonur leggja Rokkland undir sig í dag. Eivør Pálsdóttir og Sinéad O'Connor. Eivør kom með Elinborgu systur sinni í stúdíó 12 á fimmtudaginn og þær sögðu frá og sungu lög eftir Eivør, Leonard Cohen og Sineád O?Connor. Eivør er með tónleika í Eldborg næsta sunnudag ? fyrstu tónleikana sem eru ekki jólatónleikar í mörg ár. Svo er það Sinéad ? þessi magnaða tónlistarkona sem hafði það svo oft svo ótrúlega slæmt. Hún lést...
Published 10/01/23
Það eru tvær kraftmiklar konur sem eru í aðalhlutverki í Rokklandi vikunnar. Annarsvegar er það Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Garðinum, Nanna úr Of Monsters And Men sem var að senda frá sér fyrstu sólóplötuna sína. Platan heitir How to start a Garden og er að margra mati virkilega vel heppnuð og flott plata. Og svo er það Alona Dmukhovska (Helen Gahan) frá Kyiv í Úkraínu. Hún starfar við það að kynna tónlist frá Úkraínu um allan heim. Rokkland hitti hana á Eurosonic Noorderslag festival í...
Published 05/21/23
Það eru tvær kraftmiklar konur sem eru í aðalhlutverki í Rokklandi vikunnar. Annarsvegar er það Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Garðinum, Nanna úr Of Monsters And Men sem var að senda frá sér fyrstu sólóplötuna sína. Platan heitir How to start a Garden og er að margra mati virkilega vel heppnuð og flott plata. Og svo er það Alona Dmukhovska (Helen Gahan) frá Kyiv í Úkraínu. Hún starfar við það að kynna tónlist frá Úkraínu um allan heim. Rokkland hitti hana á Eurosonic Noorderslag festival í...
Published 05/21/23
Published 05/14/23
Elvis Costello spilar í Eldborg eftir sléttar tvær vikur. Hann kemur með píanóleikaranum Steve Nieve sem er búinn að spila með honum síðan 1977, og Nick Lowe sem stjórnaði upptökum á fyrstu plötunum hans og samdi lagið What?s so funny about Peace, Love and understanding sem er eitt af þekktustu lögum sem Elvis hefur sungið. Ég spjallaði við Elvis á Zoom á dögunum og hann var mjög skemmtilegur. Hann var heima hjá sér í New York og ég heima á Akranesi. Við heyrum það viðtal í Rokklandi í dag...
Published 05/14/23
Published 05/07/23
Í Rokklandi dagsins ætla ég að koma við ansi víða og tónlistin sem við heyrum í dag er ansi fjölbreytt. 50?s bíópopp, rafdrifinn rímnakveðskapur, rokkkóramúsík, draumapopp á þjóðlagagrunni og allt mögulegt. Kristín Lárusdóttir segir okkur frá nýju plötunni sinni sem heitir Kría. Þar er selló í aðalhlutverki en líka raf-græjur ýmiskonar og rímnakveðskapur um menn með sverð og morðingja. Rebekka Blöndal ætlar að syngja lög sem Marilyn Monroe söng á sínum tíma á tónleikum á Múlanum í Björtu...
Published 05/07/23
Gestur Rokklands í dag er Jón Ólafsson sem fagnaði sextugsafmæli sínu með stjörnum prýddum risa-tónleikum í Eldborg um síðustu helgi. Jón á ótrúlegan feril að baki sem alhliða tónlistarmaður, laga og textahöfundur, sem hluti af Nýdönsk, sem hljómsveitarstjóri og upptökustjóri ótal platna með hinum og þessum ? hann gerði síðustu plöturnar með Ragga Bjarna og fyrstu 3 plöturnar með Emiliönu Torrini svo dæmi séu tekin. Hann hefur tekið þátt í ótal söngleikjum og tónleikum og sjónvarpsþáttum sem...
Published 04/30/23
Gestur Rokklands í dag er Jón Ólafsson sem fagnaði sextugsafmæli sínu með stjörnum prýddum risa-tónleikum í Eldborg um síðustu helgi. Jón á ótrúlegan feril að baki sem alhliða tónlistarmaður, laga og textahöfundur, sem hluti af Nýdönsk, sem hljómsveitarstjóri og upptökustjóri ótal platna með hinum og þessum ? hann gerði síðustu plöturnar með Ragga Bjarna og fyrstu 3 plöturnar með Emiliönu Torrini svo dæmi séu tekin. Hann hefur tekið þátt í ótal söngleikjum og tónleikum og sjónvarpsþáttum sem...
Published 04/30/23
Published 04/23/23
Hljómsveitin Jethro Tull er í aðalhlutverki í Rokklandi í dag en Jethro Tull heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 4. maí nk ? þrettándu tónleikana sína á Íslandi. Hljómsveitin spilaði fyrst í íþróttahúsinu á Akranesi 1992 og hefur svo spilað í Háskólabíói, Laugardalshöll og Hörpu, en síðast þegar Jethro Tull spilaði á Íslandi var það fyrir jólin 2016 í Hallgrímskirkju tvö kvöld í röð? og þá voru sérstakir gestir Marc Almond, KK, Unnur Birna Björnsdóttir, Gunnar Gunnars organisti, og Egill Ólafs...
Published 04/23/23
Bandaríska hljómsveitin Wilco var stödd á íslandi um páskana og spilaði fjórum sinnum á þremur dögum. Þrisvar í eldborg í Hörpu og einu sinni rétt hjá Selfossi. Tónleikagestirnir voru mestmegnis frá útlöndum ? aðdáendur Wilco héðan og þaðan úr heiminum en flestir frá Bandaríkjunum. Rokkland tók þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. Við heyrum í Wilco, hluta af þeim 1250 aðdáendum sveitarinnar sem komu til Íslands til að sjá hljómsveitina spila þrjú kvöld í röð í Hörpu. Þetta fólk er frá ...
Published 04/16/23
Published 04/02/23